Heima er bezt - 01.04.1953, Page 2
98
Heima er bezt
Nr. 4
Nýjasta skip SÍS.
Dísarfell.
Það er ekki langt síðan, að ís-
lendingar eignuðust sitt fyrsta
hafskip. Það var Gullfoss gamli.
Allt fram til þess tíma — 1914 —
höfðu allir flutningar til og frá
landinu farið fram með erlend-
um skipum, landsmönnum til
mikils tjóns. Nú — tæplega
fjörutíu árum síðar — eiga ís-
lendingar all-álitlegan flota af
ágætum skipum, sem sigla víðs-
vegar um heim. Á þessu sviði,
sem og á svo mörgum öðrum,
hefur orðið snögg breyting, og ef
til vill ekki hin þýðingarminnsta
á þessum byltingaárum.
Nú er það enginn nýr viðburð-
ur, að íslenzk skip hlaupi af
stokkunum við skipasmíðastöðv-
ar nágrannaþjóðanna. Manni
finnst, að eiginlega vanti ekki
annað en að landsmenn smíði
skip sín sjálfir — enda verður
þess sennilega ekki langt að
bíða, að skipasmíðastöð rísi upp
hér í höfuðstaðnum.
Skipið, sem myndin er af yfir
þessum línum, heitir D í s a r-
f e 11, og er nýjasta skip Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga.
Það er byggt í Svíþjóð og er um
900 þungalestir að stærð. Er það
væntanlegt hingað til lands á
næstunni.
Það er nú liðin tæplega hálf
öld síðan, að samvinnumenn
fóru að sýna áhuga á að eign-
ast eigin kaupskip. Fyrst var
stofnað til skipakaupa á vegum
Sambands ísl. samvinnufélaga á
stríðsárunum fyrri, en þá voru
miklir erfiðleikar á siglingum til
landsins, eins og kunnugt er.
Var þá keyptur hlutur í mótor-
skipinu „Svölu“. Það fórst árið
1922.
Hinn núverandi skipafloti
Sambandsins er ekki eldri en frá
árinu 1946. Þá var skipið
,,Hvassafell“ keypt frá ítaliu.
Síðan hefur Sambandið eignazt
fleiri skip. Sigla þau til margra
landi og jafnvel heimsálfa. Geta
má þess, að „Arnarfell“ er í þann
veginn að leggja af stað til
Brazilíu, þegar línur þessar eru
skrifaðar.
Fyrir eyþjóð, eins og okkur ís-
lendinga, er það óumflýjanleg
nauðsyn að efla sKipaflotann.
Hnignun þjóðarinnar hófst, þeg-
ar landsmenn hættu að eiga
hafskip á þrettándu öldinni. Svo
má segja, að stærstu skrefin til
framfara í landinu verði um
þær mundir, sem landsmenn
fara að taka siglingarnar í eigin
1. Enda þótt þessi einmana
björk standi á gróðursnauðri
og blásinni auðn, hefur
hún samt náð að festa
rætur og vaxið og dafnað í
skjólleysi og fárviðrum. —
Svipuðu máli gegnir með
hinn einmana, sterka ein-
stæðing í mannheimum. Oft
koma sterkustu persónuleik-
arnir þaðan sem svalveður
hafa um þá blássið og lítið
hefur verið um skjól. —
Ljósm.: Þorst. Jósepsson.
2. Skýjatungurnar stefna frá
skemmuburstinni á Rauð-
nefsstöðum á Rangárvöllum.
Ljósm.: Þorst. Jósepsson.
3. Um 18 hestamannafélög eru
nú starfandi víðsvegar um
sveitir landsins og í stærstu
kauptúnunum. Þeim hefur
farið ört fjölgandi hin síð-
ari ár, enda fer áhugi manna
hendur. Stofnun Eimskipafé-
lagsins verður talinn einn af
merkustu viðburðum þjóðlífsins
á þessari öld. Og það er alltaf
gleðiefni, þegar aukið er við
skipaflotann, vegna þess, að það
er enn eitt skref í þá átt, að gera
þjóðina óháðari öðrum.
sivaxandi á góðum reiðhest-
um, samfara þeirri skemmt-
un og hollustu, sem sam-
skipti manns og hests veit-
ir. Betri tómstundaiðja verð-
ur naumast fundin en að
leggja hnakk sinn á tíguleg-
an gæðing og þeysa út í ríki
náttúrunnar. — Myndin er af
„Létti“ Jóns Teitssonar og
hinum kunna „knapa“, Jóni
Ágústssyni, ásamt nokkrum
félögum úr Hestamannafé-
laginu „Fáki“.
Ljósm.: Jón Tcitsson.
4. Veiðibjöllur eru sjaldan gæf-
ar eða mannelskar, en hér
á myndinni má þó sjá
undantekningu frá þessu,
enda var veiðibjallan tekin
sem ósjálfbjarga ungi úr
hreiðrinu og alin upp í mann-
heimum.
Ljósm.: Þorst. Jósepsson.
HEIMA ER BEZT • Ileimilisblað með myndum • Kemur út mánaðarlega • Askriftagj.
kr. C7.00 • Utgef.: Bókaútgál'an Norðri • Abyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri:
Jón Björnsson • Ileimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f.
Myndirnar á forsíðu