Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Síða 4

Heima er bezt - 01.04.1953, Síða 4
100 Heima er bezt Nr. 4 á því sín á milli, að það væri góð- ur bær. Höfðu þeir reynslu fyr- ir því á fyrri ferðum sínum suð- ur. Skagfirðingarnir voru ó- kunnir gistingarstöðum og var þeim vísað á annan bæ þar skammt frá, sem ég ekki man hvað hét. Þótti ótækt að allir gistu á sama bæ, ef annars var kostur. Við vorum illa til reika, þeg- ar við komum að Deildartungu um kvöldið. Þar fengum við á- gætar viðtökur. Vosklæði voru dregin af okkur og fengnir þurr- ir sokkar og önnur föt fyrir þau, sem voru blaut. Þó að tekið sé á móti mörgum mönnum til gistingar, sem koma heimilisfólki alveg að óvöru, og eru bæði þreyttir af göngu, votir og svangir, er undravert, hve gestrisnin fórst mörgum húsbændunum prýðilega úr' hendi og hve þeir voru glöggir á, hvað gestirnir þurftu helzt með. Víst er um það, að norð- lenzkir vermenn nutu yfirleitt ágætrar aðhlynningar á bæjum í Borgarfirði á ferðum sínum suður til sjóróðra. Sömu menn fóru oft suður vetur eftir vet- ur, og urðu kunnugir á bæjum og völdu úr þá beztu til gistingar. Þeir hylltust til að haga svo ferðum sínum, að dagur yrði að kvöldi kominn, er komið var á gististað. Mörgum árum síðar en hér um ræðir sagði mér roskin borgfirzk kona, sem búsett var í Reykjavík, að í ungdæmi sínu, í Borgarfirði, hefðu allir á heim- ili sínu hlakkað til að taka á móti norðlenzkum vermönnum og veita þeim gistingu og beina, ekki þó vegna auranna fyrir næturgreiðann, því að um þá munaði lítið, heldur sakir þess, hve þeir voru kátir og frjáls- mannlegir í viðmóti og fram- komu. Víst er um það, að gesta- koman var tilbreyting á heim- ilunum, einkum ef menn voru langt að komnir þar, sem ann- ars var fáferðugt nema af ná- grönnunum. Um kvöldið var elduð handa okkur kjötsúpa, en kaffi drukk- um við þó strax eftir að við komum. Hjónin í Deildartungu hétu Vigdís Jónsdóttir og Hann- es Magnússon. Dætur þeirra þrjár eða fjórar, að mig minnir, voru á að gizka 9—14 ára. Er við höfðum lokið við kvöldverð og búnir að jafna okkur um stund, drógu telpurnar borð til hliðar í stofunni, tóku upp harmoníku og fóru að spila. Félagar minir sáu, hvað hér stóð til, þó að eng- inn segði neitt, og áður en varði voru tveir þeirra komnir út á mitt gólf með sína dömuna hvor og farnir að dansa. Sá nú ekki á, að þeir væru slæptir eftir göng- una og volkið um daginn. Ég hreyfði mig ekki úr sæti, enda var ég of lúinn til þess að fara að dansa. Um morguninn fengum við föt okkar og plögg þurr og hrein. Eftir morgunverð lögðum við af stað. Bóndi setti upp 50 aura af hverjum okkar fyrir nætur- greiðann, en vildi helzt ekkert taka. Við borguðum honum helmingi meira og var þó oflítið. Þótti bónda þetta frekar gjöf en gjald, og bað okkur að láta ekki bregðast að koma við, þegar við færum norður um vorið. En það gat ekki orðið vegna þess, að við fórum aðra leið. Þetta er eitt sýnishorn af viðtökum, sem ver- menn nutu í Borgarfirði fyrir nálega 60 árum. En auðvitað voru þær ekki alls staðar j afn al- úðlegar og í Deildartungu. Við hittum Skagfirðingana, þegar við vorum nýfarnir af stað og urðum allir samferða, eins og áður. Öfunduðu þeir okkur af næturgreiðanum og létu ekki eins vel af sinni gistingu. Þótti þeim sem við hefðum kvöldið áður leikið á þá með því að benda þeim á lakari bæinn, en valið sjálfan þann betri. Munu þeir hafa átt hér kollgátuna, en við létum ekki á því bera. Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en við komum að kotbæ einum neðarlega í Skorradal, sem ég man ekki hvað hét. Báðum við þar um svaladrykk og fengum góða sýrublöndu. Okkur var boðið kaffi, ef við vildum bíða eftir því. Og þáðum við það. Bað- stofan var lítil og kytruleg. í fremsta stafgólfinu var moldar- gólf. Þar var kálfur dálítið stálpaður. Meðan húsfreyja var að hita kaffið spjölluðum við og spauguðum að því, sem þarna bar fyrir augu. Ef húsfreyja hefði heyrt samtalið, sem var ekki loku fyrir skotið, gat hún ímyndað sér, að gestir sínir hefðu aldrei fyrr á ævinni kom- ið í baöstofu eða séð kálf. Auð- vitað var þetta græskulaust gaman. En jafnan þarf ekki nema einn æringja til að gera alla hina eins. Kaffið drukku allir með beztu lyst, þó að boll- arnir væru réttir hverjum okk- ar fyrir sig, þar sem við sátum á rúmunum og kistlum á gólfinu. Og tók enginn til þess. Þó að allt bæri hér vott um fátækt, var samt húsfreyj a auðug af því, sem kallað er góðgerðasemi og gest- risni. Ekki sáum við aðra mann- eskju en hana á heimilinu. Hver okkar greiddi henni 25 aura fyrir kaffið, og þóttumst rausnarlegir. Nú var farið að halla degi, en samt lögðum við upp á Skarðs- heiði. Ætluðum við að komast að Leirá um kvöldið. Þegar upp á heiðina kom, gerði kafald og ófærð mikla, og orðið dimmt. Eldri mennirnir í hópnum, sem einhverntíma höfðu farið þessa leið áður, skiptust á að ganga á undan og troða brautina fyrir okkur hina, sem þræddum slóð- ina í halarófu á eftir. Var nú orðið svo dimmt, að hinir öft- ustu sáu ekkert til hinna, sem fremstir voru, og snjókoman jókst að mun. Þeir, sem voru í fararbroddi, voru nú orðnir villt- ir. Kom þeim ekki saman um, hvert stefna skyldi. Vorum við nú staddir þarna uppi á háheiði eins og í kafaþoku úti á rúmsjó og áttavitalausum bát. Óttuðust þeir mest að lenda í gili miklu, er þeir bjuggust við að væri framundan, en þar væri öllum bani búinn. Var nú tekið það ráð að sveigja sem mest til vinstri handar til að forðast gil- ið. Komumst við þá í mikinn bratta og gengum hann lengi skáhalt upp. Hlutum við nú að vera komnir framhjá gilinu, eða hafa það langt til hægri hand- ar. Var nú afráðið að allir skyldu renna sér á stöfum sínum ofan brattann meðan til ynnist og láta ráðast, hvað við tæki. Allt gekk þetta slysalaust. Við kom- umst ofan að heiðarrótunum. Stytti þá upp kafaldið og við sáum í fjarlægð framundan ljós í glugga. Stefndum við á það og

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.