Heima er bezt - 01.04.1953, Síða 5
Nr. 4
Heima er bezt
101
hittum fyrir okkur Leirá, og urð-
um þar allir um nóttina. Dag-
inn eftir gengum við ofan á
Akranes. Vorum við þá búnir að
vera 6 daga á leiðinni úr Vatns-
dal, án þess að vera nokkurn dag
um kyrt. Við biðum einn dag á
Akranesi eftir sjóferð til Reykja-
víkur.
Þegar við lentum í Reykjavík
varð mér starsýnt á bæinn.
Þótti mér húsin vera háreist og
standa þétt. Fór þá fyrir mér
eins og Öku-Þór, þegar hann
kom að höll Útgarða-Loka, að
ég varð að reigja hnakkann á
bak aftur til að sjá upp fyrir
þau. Við félagarnir úr Vatns-
dalnum gengum rakleitt upp að
Hótel ísland og ætluðum að gista
þar um nóttina, en Skagfirðing-
arnir fóru eitthvað út í buskann.
Sáum við þá ekki síðar. Ekki
leizt okkur á blikuna, er við
komum inn í hótelið. Okkur var
vísað inn í herbergi, sem bæði
var fúlt og kalt og óþrifalegt.
Þar sat roskin kona og spann á
rokk. Við snerum því baki við
þessum stað og flýttum okkur
í burtu, og fórum inn í Skugga-
hverfi. Þar gátum við komið
okkur fyrir í litlum steinbæ,
vistlegum og þrifalegum. Hygg
ég, að hann muni standa enn
óhreyfður við Lindargötu.
Félagar mínir réðu sig daginn
eftir til róðra suður á Álftanes,
en ég réðist hjá Jóni nokkrum
Einarssyni. Átti hann heima í
Reykjavík, en var frá Álftanesi.
Skipið, sem hann ætlaði að vera
formaður á, var eign Christen-
sens-verzlunar í Reykjavík.
Skyldi róa því frá Bieringstanga
í Vogum. Ég beið eftir skiprúm-
inu í einar 3 vikur.
Um veru mína í Reykjavík er
fátt að segja. Ég hélt til hjá
Þórði Þórðarsyni, bróður Hall-
dórs prentsmiðjustjóra, en for-
maður minn tilvonandi sá mér
annars staðar fyrir fæði. Stein-
bær Þórðar stendur enn óhagg-
aður við Grettisgötu 40 a og set-
ur hornið skáhalt út í götuna.
Verður hver, sem þarna gengur
um veginn, að gera sér að góðu
að beygja fyrir það.
Þegar búið var að ráða alla
hásetana, sigldum við bátnum,
sem var 4 manna far, suður að
Bieringstanga. Þar stóð all veg-
legur sjómannaskáli og fisktöku-
hús, hvorttveggja úr timbri. Nú
er búið fyrir löngu að rífa þess-
ar byggingar og útræði hætt frá
tanganum. Af formönnum öðr-
um, sem lágu þarna við, var
Þórður bóndi frá Hálsi í Kjós og
Guðmundur sonur hans. Fisk-
tökuhúsið mun Christensens-
verzlun hafa átt. Hafði hún
þarna mann til að taka á móti
blautum fiski og afhenda salt.
Hann hét Magnús Torfason og
átti heima í Reykjavík. Var
hann skutilsveinn í flestum
helztu veizlum í bænum og þótti
snillingur við það starf.
Mér féll sjórinn vel, en fiskirí-
ið var lítið, enda var formaður
minn daufur sjósóknari. Ekki
var notað annað en færi. Ég dró
í meðallagi. Einn dag var ég
lánaður á annan bát. Þá brá svo
við, að ég dró fisk nálega stanz-
laust, hvar sem reynt var, þó að
hinir hásetarnir yrðu varla var-
ir. í vertíðarlok rerum við bátn-
um til Reykjavíkur. Voru félag-
ar mínir þar fyrir, og héldum
við hópinn úr því.
Ég var ráðinn fyrir 36 kr. yf-
ir vertíðina og þess utan fæði og
húsnæði. Átti Christensens-
verzlunin að borga mér kaupið.
Þegar ég gaf mig fram til að
taka við því, vandaðist nú mál-
ið. Mér var boðinn ýmiss konar
varningur, bæði þarfur og ó-
þarfur. En þegar það bar engan
árangur, fór verzlunarstjórinn
að blaða í verzlunarskruddunum.
Þar fann hann mann úr minni
sveit, sem átti ógoldna gamla
skuld við verzlunina. Fór hann
nú fram á, að ég borgaði skuld-
ina fyrir manninn og kvaðst
skyldu gefa mér ávísun á hann
og fengi ég hana greidda strax
og ég kæmi norður. Aftók ég það
með öllu og bar þvi við, að eg
þyrfti á peningunum að halda í
ferðakostnað. Eftir nokkurt
þjark varð ég þó að láta undan
og taka 16 kr. ávísun á mann-
inn, en hitt fékk ég borgað í
peningum. Varð ég nú feginn að
losast úr þessum vargaklóm. Ég
vissi, að ávísunina mundi ég fá
tafarlaust greidda, þegar norður
kæmi. En svo vildi til, að mað-
urinn, sem átti að borga mér
hana, dó á meðan ég var á leið-
inni norður. Var mér sagt, að
engan árangur bæri að fram-
vísa henni í dánarbúið, því að
stærri skuldir yrðu þar ekki
teknar til greina. Varð ég að
láta mér það lynda. Svo fór um
sjóferð þá.
Við félagarnir fórum á gufu-
bátnum Faxa til Borgarness.
Þaðan gengum við sem leið lá
norður. Við óðum aurinn, hverja
á og lækjarsprænu, sem um
þetta leyti var í örum vexti. Vor-
um við bæði þreyttir og slæptir
að kvöldi á hverjum gististað.
Leið okkur sízt betur en um vet-
urinn á suðurleið. Ferðin gekk
samt slysalaust og fólkið heima
var fegið að sjá okkur aftur
heila á húfi.
Verferðirnar, eins og þær voru
fyrir réttum 60 árum, milli
Norður- og Suðurlands, eru
nú aflagðar og verða aldrei
teknar upp aftur í þeirri mynd,
sem þær voru. Þær stóðu yfir ó-
breyttar í aldaraðir og hafa
sennilega verið jafngamlar þjóð-
inni í landinu. Margar vetrar-
ferðir gangandi manna, yfir
heiðar og fjöll, milli landsfjórð-
unga, hafa vafalaust oft verið
sögulegar, þó að atvikin hafi
aldrei verið skráð og því gleymzt
með öllu. Það hlaut að vera
þreytandi fyrir vermanninn að
bera pjönkur sínar frá morgni
til kvölds, oft í ófærð og vond-
um veðrum. Komið gat fyrir, að
hann yrði að grafa sig í fönn
fjarri mannabyggðum, ef hann
sá fram á, að ná ekki til bæja,
skríða síðan kalinn og illa til
reika úr fönninni, ef hann sofn-
aði þá ekki svefninum langa.
Verferðirnar voru því meira en
nafnið tómt. Mátti skoða þær
sem nokkurs konar skóla æsku-
manna í þá daga og jafnvel
þann eina, sem þeir margir
hverjir áttu völ á um ævina.
Hann herti skapgerðina, gerði
menn hugstælta, áræðna og
djarfa. Kveifarskapur og hug-
deigla þokuðu fyrir metnaði og
áhuga á því, að bera sigur úr
býtum í baráttu við torfærur,
sem ekki var gengið á svig við.
Áður á tímum voru eigi allfá
dæmi til þess, að foreldrar og
vinafólk vermannsins kvaddi
hann í síðasta sinni, þegar hann
lagði af stað frá heimili sínu í
verið. Harðleikni náttúruafl-