Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 19
Nr. 4
Heima er bezt
115
Nýjustu uppgötvanir í gerfilimasmíði
Vísindin í þágu Sóiheimadrengsins og þjáningarbræðra hans.
Sólheimadrengurinn var á
hvers manns vörum fyrir
nokkrum mánuðum, og enn
minnast hans margir, enda
taka blöðin við fé, sem gott
fólk leggur fram í þeirri von,
að það geti létt undir með
honum og foreldrum hans
nú og síðar. Drengurinn
fæddist handarvana og
menn eiga bágt með að
skilja það, hvernig maður,
sem vantar báðar hendur,
geti bjargað sér í lífinu. —
Vísindamenn hafa lengi
brotið heilann um það,
hvernig hægt sé að búa til
fullkomna gerfilimi. Þeim
hefur tekizt að búa til góða
gerfifætur, en það er ekki
fyrr en á síðasta ári að tek-
izt hefur að búa til mjög
fullkomnar gerfihendur. —
Greinin, sem hér fylgir,
fjallar um þessar nýju upp-
götvanir, uppgötvanir, sem
geta hjálpað litla drengnum
á Sólheimum, þegar honum
vex aldur.
ÞÖRFIN OG NAUÐSYNIN eru
oft undirrót nýrra uppfundinga.
Mannkynið hefur lengi glímt við
þá þraut að búa til limi til hjálp-
ar þeim, sem hafa á einn eða
annan hátt misst sína eigin, eða
fæðst þannig, að þá hefur vant-
að limi. Eftir fyrri heimsstyrj-
öldina glímdu vísindamenn og
vélfræðingar mjög við þessa
þraut, en árangur varð ekki í
samræmi við fyrirhöfnina, og
þó tók þessi vísindagrein mikl-
um framförum. Augljóst mál er
það, að ekkert getur fullkomlega
komið í staðinn fyrir mannsfót-
inn eða mannshöndina, en hitt
er annað mál, að með tilbúnum
tækjum, sem byggjast á vísinda-
legum niðurstöðum, er hægt að
koma mjög til hjálpar og létta
viökomandi lífsbaráttuna.Lengst
eru vísindin komin í því að búa
til gerfifætur, og dæmi eru til
þess, að búnir hafa verið til fæt-
ur, sem hafa verið svo fullkomn-
ir, að hinn bæklaði hefur getað
farið flestra sinna ferða, jafn-
vel dansað, eins og þeir, sem
heilir eru á báðum fótum.
En svo virðist, sem manns-
höndin sé miklu viðkvæmara, og
um leið fullkomnara líffæri en
mannsfóturinn, og þess vegna
hefur vísindamönnunum gengið
erfiðlegar að búa til gerfihend-
ur. Til skamms tíma hafa menn
orðið að notast við járnkróka á
handleggsstúfinn, hönd úr tré,
eða pappa, en nú virðist, sem
tekizt hafi að búa til hendur,
sem geti að miklu leyti komið í
stað hinna raunverulegu.
Meðal styrjaldarþjóðanna hafa
vísindamenn árum saman unn-
ið að því að búa til hendur, sem
væru „hreyfanlegar“, þannig að
bein, vöðvar og taugar brjósts
og baks gætu stjórnað höndinni
sjálfri, handarbakinu, lófanum
og framar öllu fingrunum. í
Englandi hefur til dæmis nýlega
tekizt að búa til hönd þannig,
að með hreyfingu axlarinnar er
hægt að kreppa þumalfingur
gerfihandarinnar gegnt hinum
fingrunum fjórum og eru þetta
taldar mjög miklar framfarir í
gerfilimasmíði. Fingurnir fjórir
eru á þessari hönd festir á hana
örlítið krepptir, þannig að ekki
þarf að kreppa þá meir í flest-
um tilfellum til þess að ná taki,
þegar þumalfingurinn kreppist.
En þrátt fyrir þessa uppgötvun
í Englandi hafa Ameríkumenn
þó komizt enn lengra. Mörg fyr-
irtæki framleiða nú gerfihend-
ur í báðum löndum. Fullkomn-
ustu gerfihöndina virðast tveir
ítalir, sem heima eiga í Banda-
ríkjunum, hafa búið til. Höndin
var upphaflega fundin upp og
búin til vegna þess, að annar
uppfundingamannanna hafði
misst aðra hönd sína á vígvöll-
unum. En frá því að þeir gerðu
fyrstu teikningu sína að hend-
inni, hafa þeir viðstöðulaust
unnið að því að fullkomna hana
og gera hana virkari.
Höndin er sett á handleggs-
stúfinn án uppskurðar eða lækn-
isfræðilegrar aðgerðar. Hún
hvílir í leðurhylki, sem smeygt
er upp á stúfinn, en úr leður-
hylkinu liggja teygjanlegar ólar,
sem spenntar eru yfir öxlina og
um bakið. Þegar hinn bæklaði
setur öxlina örlítið fram, krepp-
ast fingurnir fjórir svolítið inn
í lófann, og því meir, sem öxl-
inni er skotið lengra fram. Um
leið kreppist og þumalfingurinn
og þannig getur hann kreppt
hnefann næstum til fulls. Þum-
alfingurinn hefur þrjár „fest-
ingar“, sem hægt er að læsa
hann í. Hann er stífur, en hinir
fingurnir eru með tvo liði. Fing-
urnir fjórir „vinna“ hver út af
fyrir sig, en eru ekki háðir hver
öðrum, og er þetta talinn vera
einn mesti kostur uppfunding-
arinnar. Á þennan hátt geta til
dæmis þumalfingur, sleikifingur
og löngutöng kreppzt um hlut,
en baugfingur og litlifingur
styðja að honum alveg eins og
á sér stað, þegar hin heila hönd
starfar. Einnig getur þessi gerfi-
hönd gripið snögglega um hlut
og grip hennar getur orðið fast
eða linlegt eftir ástæðum. Ef
maður ætlar að bera þunga með
hendinni, verður að „læsa“
fingrunum um hlutinn, að
minnsta kosti ef hann ætlar að
halda þunganum lengi. Höndin
getur borið allt að 30 kg., og hún
verður ekki þreytt sjálf, en
þreyta getur vitanlega gert vart
við sig í öxlinni. Gerfihöndin er
oftast nær gjörð af málmi, en
þó stundum af tré og hún veg-
ur 500 grömm. Hún er öll klædd
með gúmmí og er þykkt gúmlag
í lófanum og um fingurna. Öll
véltækni handarinnar liggur í
örsmáum hjólum og víraneti.
Uppfundingin er talin mjög
snjöll og nær æ meiri vinsæld-
um.
Enn stöndum við íslendingar
langt að baki öðrum þjóðum i
þessu efni, enda eigum við ekki
sérfræðinga í þessari sérstöku
grein. Hins vegar eigum við góða
ortopædiska lækna og eru kunn-
astir þeirra dr. Snorri Hall-
grímsson og Bjarni Jónsson, en
smíði gerfilima er léleg hér á
landi og bæklaðir menn hafa
ekki úr mörgu að velja.
Danir hafa nú nýlega snúið
sér að því að útvega sér þessa
nýju uppgötvun. Gerfilima-
smiðja í Kaupmannahöfn hefur
náð sambandi við uppfundinga-