Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 20
116 Heima er bezt Nr. 4 mennina, en „Ortopædisk In- stitut“, danska gerfilimastofn- unin, hefur ekki lagt þar hlut að. Fyrir fjórum árum varS maður fyrir sprengingu í Kaup- mannahöfn og missti hann báð- ar hendur sínar. Hann vildi ekki þiggja hinar venjulegu „dauðu hendur“, sem hann gat þó fengið. Hann fór til Englands og fékk þar tvær hendur eins og Englendingar smíða þær og get- ið var í upphafi greinarinnar. Fregnir af slysi mannsins bárust til New York og fyrir atbeina góðra manna fékk hinar svo- kölluðu „Pecorella-hendur“, sem gerðar eru samkvæmt uppgötv- unum ítala. Maðurinn vann síðan að því að fá fleiri hendur til Danmerkur handa öðrum handarvana mönnum og nú hafa 9 danskir menn fengið slík- ar hendur. Fyrir ári síðan fór 10 þúsund volta straumur í hendur manns nokkurs í Danmörku með þeim afleiðingum, að báðar hendur brunnu af honum. Þessi maðui hefur og fengið „Pecorella-hend- ur“. Samkvæmt læknavísindunum eru hreyfingar mannshandar- innar aðallega 19 að tölu. Vél- fræðingur, sem missti báðar hendur sínar, er nú að gerast fasteignasali og þarf að stunda skriftir. Hann getur með gerfi- höndum sínum fullnægt nær öllum handarhreyfingum, sem hann þarf á að halda. Vitanlega þarf að æfa sig vel áður en menn venjast slíkum höndum. Þessum manni tókst að ná mik- illi leikni á fáum vikum. Hann getur sjálfur fært sig í jakka og frakka, en hann á erfitt með að hneppa að sér. Hann hefur lát- ið búa til handa sér borðbúnað, þ.e.a.s. gaffal, skeið og hníf. Og með þessum tækjum getur hann hæglega borðað eins og hver annar maður, en hann getur ekki notað venjuleg hnífapör. Dálítill hnappur hefur verið látinn í sjálfblekunginn hans og þannig getur hann skrifað fljótt og vel eins og hver annar mað- ur og varla er hægt að þekkja rithönd hans nú frá því sem hún áður var. Hann er og farinn að skrifa á ritvél og gengur mjög sæmilega, en það krefst mikill- ar æfingar. En gerfilimir breyta mörgu viðhorfi og tilveran virðist stundum taka ótrúlegum breyt- ingum. Léttast er til dæmis að taka upp bolla og bera hann að vörum sér, ef hann stendur á undirskál, sem er á hvolfi. Hins vegar er hægur vandi að drekka öl, hvort sem maður vill drekka það af stút eða úr glasi. Við- komandi getur hæglega farið um á reiðhjóli og stýrt því eins og maður með báðar hendur, en til þess að hann geti það, þarf að hækka stýriC og handfang- inu þarf að breyta, þannig að það verði eins og kló. Enn hef- ur gengið í dálitlu stríði með að fá leyfi fyrir menn með slíkar gerfihendur til að aka bifreið, en sannleikurinn er sá, að við tilraunir hefur komið í ljós, að þeir geta stýrt bifreið eins ör- ugglega og menn með báðar hendur heilar. Þá hefur það og komið í ljós, að menn geta leik- ið sér að bolta. Að minnsta kosti gengur ágætlega að kasta bolt- anum, aðalatriðið er aðeins að sleppa honum á réttu augna- bliki. Verra er að grípa hann, en menn álíta, að með góðri æf- ingu muni það takast. Það er mjög mikils virði, að ekki verður séð, að minnsta kosti ekki í fljótu bragði, að höndin sé gerfilimur. Menn, sem hafa þessar hendur, nota venju- lega hanska. Þegar maður tekur í gerfihönd uppgötvar maður, að hún er „fölsk“, en manni dettur hins vegar ekki í hug, að þessi maður taki sannarlega þétt í hönd manns. Það hefur því mikla sálfræðilega þýðingu, að maðurinn hefur það ekki á til- finningunni, þegar hann fer að venjast höndunum, að hann sé öðru vísi en annað fólk. En vitanlega fylgja gerfi- höndunum ýmsir ókostir. Ekk- ert getur að fullu og öllu kom- ið í staðinn fyrir lifandi vöðva, bein og taugar. Maður með gerfi- hönd eða hendur hefur ekki fjarlægðartilfinningu gegnum fingurna. Hana verður hann að öðlast með sjón sinni og hana fær hann á þann hátt mjög fljótlega. Þess vegna verður maðurinn alltaf að hafa auga á hreyfingum handa sinna. Mað- urinn getur því ekki tekið á hlut þannig, að hann snúi andlitinu frá hendinni. Auk þess verður hann líka við og við að losa sig við höndina, því að þreyta kem- ur í axlarvöðvana, að minnsta kosti fyrst í stað. Aftur á móti er hægt að setja höndina á sig svo að segja hvar sem handleggurinn hefur rofn- að, en vitanlega er bezt að sem mest sé af hinum heila hand- legg. Dæmi er til um það, að maður, sem hefur aðeins hand- leggsstúf, sem er ekki lengri en 12 cm. frá öxl, hefur fengið við- bótarhandlegg og hönd og notar hvort tveggja með góðum ár- angri. Handleggurinn er útbú- inn með olnbogalið og hjól og vírar beygja handlegginn og kreppa höndina eftir axlar- hreyfingunum. En þó að nú þegar sé búið að ná svona góðum árangri í gerfi- limasmíði, þá halda verkfræð- ingar og vísindamenn stöðugt á- fram í leit sinni að sem allra fullkomnustum tækjum handa þeim, sem hafa misst limi sína. Nýjustu fréttir herma, að í litla furstadæminu Lichtenstein hafi manni tekizt að búa til gerfi- hönd, sem að mestu er stjórnað af vöðvahreyfingum þess hluta handleggsins, sem eftir er. Og ef þetta reynist rétt, þá er hér um alveg nýja og stórmerka upp- götvun að ræða. Með þessari að- ferð er rafmagnið tekið í þjón- ustu gerfilimasmíðanna, en raf- magnið er framleitt með flötu

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.