Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Page 23

Heima er bezt - 01.04.1953, Page 23
Nr. 4 Heima er bezt 119 Ágúst Vigfússon, Bolungarvík: Snjóflóð í Óshlíð 11. febrúar 1928 Um miðjan okt. 1948 var opn- að vegasamband á milli Bolung- arvíkur og ísafjarðar. Landleiðin á milli ísafjarðar og Bolungarvíkur er um 16 km. löng. Þetta er erfið og afar- hættuleg leið. Erfiðasti hluti leiðarinnar er frá Ósi í Bolung- arvík að Hnífsdal, eftir svo- nefndri Óshlíð. Hún er víðast snarbrött í sjó fram og mjög slæm yfirferðar, því að ætíð má eiga von á skriðuföllum úr fjall- inu fyrir ofan. Snjóskriðum á vetrum og aurskriðum sumur, haust og vor. Nú er, eins og áður segir, bú- ið að leggja akveg eftir þessari hættulegu leið. Akvegur þessi er vafalaust einn hrikalegasti og sérkennilegasti vegur á landi hér. Alls staðar hefur orðið að sniðskera veginn utan í snar- bratta hlíðina og á mörgum stöðum að sprengja klettabelti, sem gengu í sjó fram. Því miður hefur vegur þessi ekki reynzt hættulaus, en þrátt fyrir það er að honum mikil samgöngubót og mikill er mun- urinn að geta nú farið þessa leið í bílum á rúmlega hálffi klukku- stund, eða ganga hana áður fyrr, oft í myrkri og vondum veðrum, enda mun gangan oft hafa verið erfið. Fyrir ofan gnæfði fjallið hrikalegt og ögrandi, fyrir neðan svarraði brimaldan þung og dimm. Allir kannast við þessar ljóð- línur Matthíasar Jochumssonar: „Sérhver bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu.“ Sama má segja um marga staði á landi hér og ekki sízt þá, sem fjölfarnir og hættulegir eru. Óshlíðin á sína sögu og sina raunabögu. Fæstar af þeim sög- um munu skráðar frekar en saga fjölmargra einstaklinga, sem háð hafa lífsbaráttu sína í þessu strjálbýla og að mörgu leyti harðbýla landi. Á síðari tímum hefur aukizt skilningur manna á því, að skrá markverða og sérkennilega atburði, sem gefið geta mönnum innsýn í líf og kjör horfinna kynslóða. Sú kemur tíðin vafalaust, að ferð hins gangandi manns um tor- færar leiðir er brátt lokið. Bíl- ar, skip og flugvélar munu í framtíðinni gera slíkar ferðir óþarfar. En um leið og við þjót- um um eggslétta vegi, þar sem áður voru óljósir troðningar og vegleysur, er gott og fróðlegt að láta hugann reika til gamla tím- ans, og virða fyrir okkur í hug- anum erfiðleika forfeðranna, er þeir í myrkri og vondum veðrum urðu að staulast fótgangindi sömu leiðir. Réttum 20 árum áður en áð- urnefndur Óshlíðarvegur var opnaður til umferðar, varð hörmulegt slys á Óshlíðinni. Þar fórust fjórar manneskjur, en einn maður komst með naum- indum lífs af. Maðurinn, sem af komst, heitir Páll Árnason, fæddur og uppalinn í Bolungar- vík og hefur lengst af átt þar heima og á enn. Páll er nú 83 ára. Þrátt fyrir þennan háa ald- ur er hann vel ern og vinnur meira eða minna dag hvern; stundar hann einkum smíðar. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, er rituð eftir fyrirsögn Páls, og er nú bezt, að hann hafi orðið: „Þann 11. febrúar 1928 fórum við allmargir Bolvíkingar í kaupstaðarferð til ísafjarðar; var farið með vélbátnum Auð- unni, skipstjóri var Pétur Sig- urðsson, þá til heimilis í Bol- ungarvík. Veður var gott um morguninn, en mikið frost. Hugðum við gott til ferðar þess- arar, því að sjólítið var. Kom mér sízt í hug, að nokkuð sögu- legt myndi gerast í för okkar, en margt fer öðruvisi en ætlað er, eða mann grunar, og fer víst bezt á þeirri ráðstöfun forsjón- arinnar, að maður viti lítið af því, sem fyrir mann á að koma, fyrirfram. Ferðin inn á ísafjörð gekk vel og tíðindalaust. Á ísafirði höfð- um við þó nokkra viðdvöl, enda þurftu menn að „útrétta" ýmis- legt, eins og gerist og gengur í kaupstaðarferðum. Komið var kvöld og dimmt orðið, er við höldum heimleiðis; veður hélzt lítt breytt frá því um morgun- inn. Þegar út undir Hnífsdal kom, blés snarpur vindur með nokkurri kviku; báturinn var talsvert þungaður og háll af klaka, svo að aldan tók að gjálfra upp á dekkið. Treysti formaður bátnum ekki til fulls, með því að hann óttaðist, að aldan þyngdist er utar drægi. Ákvað hann því að láta flesta farþegana fara á land í Hnífs- dal; fórum við þar í land á litl- um báti, sjö manns. Var nú ráðgast um hvað gera skyldi, hvort við ættum að leggja á hlíðina í svarta myrkri og útlit fyrir hríðarveður, eða beiðast gistingar í Hnífsdal, og var mér það næst skapi, úr því sem kom- ið var, og sjá hverju fram yndi um bátsferð úteftir næstu daga Var mér vel ljóst, að hlíðin var hættuleg, því að snjór var mik- ill og veðurútlitið fór versnandi. Það jók einnig á kvíða okkar, að einn félagi okkar, Helgi Vil- helmsson frá Miðdal, sem kom- ið hafði gangandi inneftir um morguninn, hafði lent í snjó- flóði og sloppið með naumindum. Féll á hann snjóskriða í svo- nefndum Hvanngjám. Sagðist honum svo frá, að hann hefði heyrt suðu í fjallinu upp yfir sér, og hlaupið þá til baka nokk- urn spöl, en lent þá í jaðrinum á flóðinu og hraktist með því niður að sjó. Kom það svo mikið yfir hann, að öll birta hvarf hon- um um stund. Það varð þó úr, að við réð- umst í það að halda heimleiðis, enda mun hafa verið þannig á- statt fyrir sumum, að þeir áttu ekki heimangengt. Fengum við lánaða lugt í Hnífsdal til að lýsa okkur, því að niðamyrkur var. Flóð var sjávar, en fönn mikil ofan sjávarmáls, svo að færð var hin versta. Við fimm, sem lögð- um á hlíðina, vorum: Helgi Vil- hjálmsson, Elín Árnadóttir (systir Páls), Baldvin Teitsson og Þórunn Jensdóttir. Sjötti maðurinn, sem ætlaði úteftir með okkur, sneri aftur hjá yzta húsinu í Hnífsdal; hefur þar sennilega skilið á milli feigs og ófeigs. Segir nú ekki af för okkar, fyrr en við komum að kennileiti því, er Steinsófæra nefnist. Hefur þá einhver okkar orð á því, að fyr-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.