Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Page 27

Heima er bezt - 01.04.1953, Page 27
Nr. 4 Heima er bezt 123 Framh. Þetta sama kvöld kom Haugsbóndinn ríðandi inn i selið. Hún stóð einmitt inni í búrinu og helti mjólkinni upp, þegar hún heyrði hófadyninn úti fyrir. Henni varð hverft við; hann sér það á mér! Hún heyrði hann fara af baki við dyrnar. Hann hlaut að sjá hana, ef hún reyndi að skjótast inn í húsið til að fá meiri föt. — Ingibjörg! var kallað fyrir utan. — Já. Hún stóð í króknum þar sem skuggsýn- ast var og var að hreinsa mjólkurföturnar. Hann hlaut að skilja, að hún gat ekki hlaupið frá vinnu sinni strax. — Ingibjörg! kallaði maðurinn aftur. — Ég er að ganga frá mjólkinni, svarar hún út gegnum gluggann. — Þú verður að muna eftir lambskinnsteppinu áður en dimmir. Þá sá hún undanfæri allt í einu. — Ég þori ekki að hreyfa við teppinu! kallaði hún að innan. Þú verður að fara og sjá hvað er undir því. Hún stóð grafkyrr og hlustaði. Heyrði hann ganga út að fjósinu. Þá var stundin komin. Hún hljóp eins og hún orkaði framhjá dyrunum og inn í stofu. Færði sig í meiri föt í skyndi og setti upp svuntu. Síðan gekk hún á móti húsbóndanum. Hann hélt á skinnteppinu og var furðu lostinn. — Hefur þ ú gert þetta? spurði hann áfjáður. Hún ætlaði að svara játandi, en röddin sveik hana allt í einu. Það var eins og eitthvað hreyfði sig í henni. Nú var hún ekki ein lengur, nú var öllu óhætt. Það var undrunarhreimur í rödd hans. Það gerði henni gott, það var sem vingjarnlegt orð til að lýsa upp í huga hennar. Hún gat ekki meira, hún skýldi andlitinu í höndum sér og grét. Bóndinn beygði sig yfir björninn. Hann tók í annað eyrað á honum og lyfti blóðugum hausnum upp. — Það er nærri því ótrúlegt. Loks gat hún gefið skýringu. Hálfkjökrandi sagði hún frá þvi, hvernig þetta hafði viljað til. En bóndinn hristi höfuðið. Gat ekki skilið það. — Þú getur sjálf séð, sagði hann og benti á eyrað. Húlan hefur hitt aftanfrá. Þau flóu björninn í birtu af fjósluktinni um miðnæturleytið. Voru ekki búin að því, fyrr en bjarmaði af degi yfir Fiskitj arnarhæðinni. Þetta var erfitt verk. Þau drógu skrokkinn niður að Svartadjúpi og veltu honum fram af brúninni, — Það er ekki hægt að borða kjötið af þessum birni, sagði húsbóndinn. Þegar hann var búinn að ganga frá mjólkuraf- urðunum í klyfjar og binda bj arnarskinnið ofan á milli, kvaddi hann Ingibjörgu og hélt niður í dal- inn. En þá kom sólin upp og hún þurfti að fara að mjólka. III. Dagarnir liðu og líðan hennar varð lakari. Henni fannst, sem gæti hún ekkert gert lengur. Hún kveið fyrir hverjum nýjum degi. Og svo var það þetta, sem var þarna í óvissunni og stöðugt nálg- • aðist, þetta, sem hún varð að vera alein um, þetta hlið, sem hún átti eftir að komast i gegnum, — nei, hún þoldi ekki að hugsa til þess. Það varð að fara eins og verkast vildi. Allt varð að vera tilviljuninni háð. Eitt kvöldið hvarf kýrin Línrós. En hinar kýrn- ar komu heim að selinu á venjulegum tíma. Allt var eins og vant var; kýrnar gengu inn í básana sína og stóðu þar og nauðuðu. Þá tók hún allt í einu eftir því, að básinn hennar Línrósar stóð auð- ur inni í hálfrökkrinu. Hún varð að fara út úr fjós- inu til að svipast um eftir kúnni, áður en mjaltirn- ar byrjuðu. Hún skildi ekkert í þessu. Hún stóð lengi og hlustaði í kvöldkyrrðinni, en heyrði ekk- ert annað en þungan nið árinnar niðri í Svarta- djúpi og fjarlægar drunurnar úr Híárfossinum. Á meðan hún var að mjólka, varð henni oft litið inn í auða básinn. Nú hræddist hún þetta tóma gaphús. En kýrin hlaut að koma; hún gat ekki trúað öðru. Línrós var róleg og vön að sjá um sig. Hún verður sjálfsagt búin að skila sér um það leyti, sem mjöltunum er lokið. Brátt var hún búin að mjólka. Svo bar hún mjólk- urföturnar inn og sló upp mjólkinni í búrinu. Úti var kyrrt og hálfrokkið. En Linrós sýndi sig hvergi. Ingibjörg gat ekki komizt hjá að fara upp í skóg- arhlíðina til að leita hennar. Ef hún færi nógu ró- lega, myndi það takast. Það v a r ð að takast! Hún stóð á kambinum dálitla stund og hlustaði, en heyrði ekki annað en hjartaslög sjálfrar sín. Hún kallaði út í kvöldkyrrðina. Rödd hennar var veik og hás, svo að hún gat ekki borizt langt. í dalnum að norðanverðu var áin eins og ljósrák undir björtum himninum, en skýin dró saman yfir fjallatindum í vestri, og þar var loftið orðið þykkt. Og nú var þokan að læðast niður í hlíðarnar þar vestra. Þá varð henni ljóst, að þetta var of mikið fyrir hana. Hún hafði verið eitthvað svo undarleg allan seinni hluta dagsins, og óttinn við að nú væri kom- ið að því, hafði lagzt þungt á hana. Nú gat hún ekki hlaupið upp hlíðarnar eins og hin fyrri sum- ur, þegar kýrnar höfðu flækzt eitthvað burtu. Hún yrði að ganga dálítið inn í skóginn, og ef heppnin var með, myndi hún ef til vill rekast á kúna. Hún gekk upp á fjallið í áttina til Löngumýrar. Hún hafði alltaf verið hrædd við þessa mýri. Eink- um þegar skepnurnar komu ekki heim á réttum tíma. Þar hafði svo margt komið fyrir; fjöldi dýra lágu og rotnuðu í botnlausum fenjunum. Það dimmdi meira og meira. Og þokan bland- aðist myrkrinu. Hún læddist úr vestri og suðri, fyllti dalinn og eins og kæfði öll hljóð. Hún heyrði í rjúpu, sem flaug yfir lágvöxnu kjarrinu. Rjúpan

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.