Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 29
Nr. 4 Heima er bezt 125 hún sá ekki, og þung og aum í öllum kroppnum. En dagurinn var ekki úti enn. Nú var eftir að mjólka Línrós. En hvaða náungi skyldi þetta hafa verið? Hún hafði aldrei séð þvílíka lengd á nokkrum manni. Ef hann hefði verið úr nágrannasveitunum, hefði hún sjálfsagt heyrt hans getið. En sennilega var þetta umrenningur, sem hvergi átti heima. Það kom oft fyrir, að námamenn komu gangandi yfir suðurfjöllin, þegar þeir voru á leiðinni í námurn- ar hjá Reyrási. En þó var eitthvað við hann, sem gerði það ósennilegt, að hann væri námamaður. En nú var hún of þreytt til að hugsa í samhengi. Hún vaknaði þegar leið á nóttina. Kuldahrollur- inn gagntók hana, svo að hún hríðskalf. Hún var svo stirð, að hún gat varla hrært legg eða lið. Sængurfötin voru rennvot af svita. Hitasóttin brenndi hana í framan. Hún fann, að sauðskinns- teppið hafði farið ofan af henni, en hafði ekki krafta til að ná í það á gólfinu. Hugsanir hennar voru á ringulreið; allt var illt og óhugnanlegt. Myrkrið hvíldi yfir henni eins og köld þoka, en öðru hverju fannst henni, sem rauðir blossar rifu göt á þetta myrkur. Hún varð dauðhrædd. Ó, þetta var voðalegt! Nú kemur það, nú kemur það! flaug gegnum hugskot hennar. Það var sem risahnefar kremdu hana alla og hristu, eins og strá í vindi. Fæðingarhríðarnar voru byrjaðar. Það suðaði fyrir eyrum hennar og inni í höfð- inu var eitthvað, sem barði og suðaði, og langt í burtu heyrðist henni einhver vera að kalla. Það líktist hennar eigin rödd, en hún var hás og hálf- kæfð, eins og hún næði ekki andanum. Öðru hverju varð svefninn og hitasóttin öllu öðru yfirsterkara, svo að hún fékk augnabliks hvíld, en þegar hríð- irnar komu aftur, vaknaði hún til raunveruleikans að nýju. Hún varð að heyja þessa baráttu, enginn gat hjálpað henni undir þessum kringumstæðum. --------Hún var aftur úti í mýrinni. Og þarna lá Línrós í leðjunni og brauzt árangurslaust um. — Reyndu nú, Línrós! Reyndu allt hvað þú get- ur! Þú v e r ð u r að komast upp úr þessu, ó, flýttu þér! Ó, kærasta, bezta Línrós mín, sérðu ekki að hann er að fara frá okkur? Flýttu þér, við verðum að ná honum! Það er hann Hinrik í Skógarkoti. Ó, nú fer hann — hann fer frá okkur.-------Hin- rik, Hinrik! Línrós er á kafi í mýrinni — þú verð- ur að bíða — heyrirðu — farðu ekki frá okkur — Hinrik — Hinrik----------. Svo var eins og mýrin opnaðist fyrir framan hana. Hún vaknaði, spyrnti í fótagaflinn, svo að líkami hennar varð eins og bogi. Gapti, eins og til að ná betur andanum; hún var alveg að kafna.--------- IV. Það var liðið langt fram á morguninn og sólskin- ið ljómaði yfir Svartadjúpi. Vatnið í ánni freyddi blágrænt niðri á botninum. Klettaveggirnir gnæfðu mosagrónir og brúnir yfir ánni, og sums staðar sló á þá 'gylltum og rauðum lit. Efst uppi í brúninni hékk grastorfan eins og grænn borði. Þarna uppi lá grannvaxinn maður á hnjánum, í skjóli við birkirunna. Hann skyggði hönd fyrir auga og horfði upp að selinu. Hann stóð upp og hlustaði. Þetta var alveg óskiljanlegt. Enga lifandi veru að sjá í selinu! Enginn reykur og allar dyr voru lokaðar, að því er hann gat bezt séð. Skepnurnar voru víst inni ennþá. Honum heyrðist hann heyra baul og spark í fjósinu. Annað eins hafði ekki komið fyrir áður. Það var óhugsandi, að hún hefði sofið yfir sig. Maðurinn læddist út úr kjarrskóginum. Hann stóð kyrr dálitla stund og leit í kringum sig, til að fullvissa sig um, að enginn væri á ferð heiman af búgarðinum. Svo læddist hann meðfram læknum og hljóp hálfboginn meðfram seftjörninni, þang- að til hann kom að garðinum. Þar stanzaði hann og hlustaði. Nú heyrði hann ólæti frá fjósinu. Hann gekk meöfram girðingunni, hljóp yfir túnið og að hlöðunni. Stóð og hlustaði og leit í kringum sig, hljóp svo að húsveggnum. Hann lagði eyrað við rifu í veggnum og hlustaði. Allt í einu hrökk hann við, hljóp norður fyrir húsið og leit inn. — Hvað er þetta?--------Hann kiknaði í hnjá- liðunum. — Ingibjörg, Ingibjörg!-----Hann barði á rúðuna óg sparkaði í vegginn. Það var dauða- þögn inni. En allt í einu hvarf honum allur ótti. Hann leit ekki einu sinni norður á veginn um leið og hann rauk að dyrunum, stakk skeiðarhnífnum sínum inn í gættina og ýtti lokunni frá. Inni í anddyrinu stóð hálffull mjólkurtunna. Dyrnar inn í búrið voru læstar. Hann hratt stofuhurðinni upp — og stóð eins og dæmdur í gættinni. Ingibjörg lá í rúminu. Hún sá hvorki né heyrði. Hún var náföl í framan. Með öðrum handleggnum hélt hún utan um böggul. Á steingólfinu lágu fata- ræflar og skæri. Gólfið var blóðugt. Hann gat ekki hreyft sig úr sporunum; hann stóð bara og starði ráðalaus á þetta og vissi ekki, hvað hann átti að taka til bragðs. Nú skilst henni, að hún er ekki lengur einsömul. Það er eins og eitthvað hreyfi við henni; hún gerir tilraun til að rísa upp, en það verður aðeins að einhverju fálmi. Allt í einu kannast hún við hann, og hún leggst út af aftur með lokuð augu. Hann kom lítið eitt nær. Þorði varla að draga andann. Hann snerti gætilega við öxlinni á henni. — Þú verður að segja mér, hvað ég á að gera, taut- ar hann og röddin skelfur. Og þú verður að vakna! En nú varð hún fyrst syfjuð. Hún hafði barizt til úrslita. Hún hafði barizt alein. Nóttin svarta! Hríð- irnar! Þessi óþolandi sársauki! Margar mílur burtu frá mannabústöðum! En þetta varð hún að stand- azt. Alein! Hún hafði fundið návist dauðans. Hafði ekki getað hugsað í samhengi; það hafði verið óskapleg tilfinning. En nú stóð manneskja á gólf- inu fyrir framan hana. Hún heyrði orð hans; rödd- in var þýð og góð. En nú kom svefninn og grátur- inn. Og þó gat hún ekki grátið. Framh.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.