Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 4

Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 4
2 Nr. 1 Heima er bezt Þ j ó ð I e g f h e i m i I i s r i t HEIMA ER BEZT . Heimiliablað með myndum . Kemur út mánaðar- legra . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútráfan Norðri . Ilcimilisfanr blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Ábyrprðarmaður: Albert J. Finnboraaon . Ritstjóri: Jón Bjirnsaon • Efnisyfirlit Bls. 3 Amma mín, eftir Bjarna Sigurðsson. — 6 Á hreindýraslóðum, eftir Helga Valtýsson. — 11 Frá Eyjólfi á Apavatni, eftir Helga Guðmundsson. — 13 Rímnaþáttur, eftir Svbj. Benteinsson. — 14 Albert Schweítzer. — 15 Taktu maður vara á þér. — 16 Sumargleði og vetrarþankar, eftir Þorbjörn Björnsson. — 19 Heima, kvæði eftir Snæbjörn Einarsson. — 20 Úr ræðum séra Páls SigurÖssonar, eftir Jóh. Asgeirsson. — 23 Nokkrar athugasemdir, eftir Hallgr. frá Ljárskógum. — 25 Athuganir athugaðar, — 27 í gróandanum, eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Myndasaga, skrítlur, myndir og margt fleira er í heftinu. Forsíðumyndin Dvalarheiraili aldraðra sjómanna Á einhverjum fegursta stað í Reykjavík, þar sem útsýni er einna bezt yfir hinn víðáttumikla fjalla- hring kringum Faxaflóa, á holtinu fyrir innan Laugarnes, er verið að byggja stórhýsi eitt mikið. Það er dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Með þeirri byggingu og ýmsum fleiri af líku tæi, nálg- umst við íslendingar það takmark, að geta „talizt menn með mönnum", það er að segja, komizt í námunda við frændþjóðir okkar, hvað snertir fé- lagslegar framfarir og skilning á kjörum gamla fólksins, sem hefur lokið miklu og þörfu ævistarfi. Ekki er því að neita, að félagslegur þroski ís- lendinga hefur lengstum verið á svo lágu stigi, að þjóðarvansæmd er að. Það hefur gengið mjög treglega, að fá hina ráðandi menn þjóðfélagsins til þess að skilja, að taumlaus einstaklingshyggja er orðið úrelt fyrirkomulag, sem ekki á heima í menningarþjóðfélögum vorra tíma. Ekki eru nema rúmlega tveir áratugir síðan, það mætti mótspyrnu á sjálfu Alþingi, er tekið var að lagfæra fátækra- löggjöfina og afnema þann skrælingjahátt, aö refsa fólki með réttindasvipti ef það þurfti að leita á náðir hins opinbera til þess að geta lifað. Nú höfum við fengið þjóðfélagslöggjöf í áttina við það, sem aðrar siðaðar þjóðir hafa, og þó að hún hafi, vegna eldgamallar tregðu og skilningsleysis, ekki orðið eins fullkomin og skyldi, stendur það þó allt til bóta. En eitt er víst, og það er, að sú þjóð, sem lætur undir höfuð leggjast að hlúa sem bezt að börnum sínum og gamalmennum — og til þess þarf ekki og á ekki að spara — getur aldrei tekið sér sæti á bekk menningarþjóða. En hér virðist nú vera að koma breyting á. Það hafa alltaf verið tvær stéttir í þessu landi, sem öll okkar afkoma er undir komin, og það eru bændur og sjómenn. Að þessum stéttum ber því að hlúa sem bezt, og einkum þeim, sem hafa lokið löngu og ströngu ævistarfi. Víða um land hafa verið reist elliheimili og er það góðra gjalda vert, því að ekki er allt gamalt fólk svo vel statt, að geta eytt ævikvöldinu i skjóli ástvina. En eitt þýð- ingarmikið atriði má ekki gleymast, og það er, góð stjórn á slíkum stöðum. Þar má ekki koma til greina heimska sú og þursaskapur, sem því miður allt of oft er áberandi á opinberum stofnunum hjá okkur. Vel mentað og umfram allt skilningsgott fólk verður að hafa stjórnina á hendi. Til lesendanna Með þessu hefti hefst fimmti árgangur HEIMA er BEZT. Af þeirri reynslu sem hefur fengist síðan blaðið hóf göngu sína, er óhætt að slá því föstu, að brýn þörf var orðin á blaði, sem einkum lagði áherzlu á innlendan fróðleik. Fjöldi fólks víðs- vegar um landið hefur látið ánægju sína í ljós með ritið, og það hefur átt því láni að fagna, að útbreiðslan hefur stöðugt farið vaxandi, það sem af er, og síðast en ekki sízt hefur það notið að- stoðar fjölda ritfærra manna og kvenna, sem hafa sent efni til birtingar, en án slíks samstarfs við lesendur er ekki unnt að halda út riti sem þessu. Vona aðstandendur ritsins að þetta samstarf megi halda áfram í vaxandi mæli í framtíðinni. Það er óþarft að fara hér mörgum orðum um stefnu HEIMA er BEZT, því að hún er öllum kunn. Það mun vera sameiginlegt álit flestra, að einmitt nú, þegar margt er svo örum breytingum undir- orpið, sé brýn nauðsyn að safna og halda til haga þjóðlegum fróðleik, sem annars myndi falla í gleymsku. Ritið mun leggja megináherzluna á þetta hér eftir sem hingað til og reyna að sameina fróðleik og skemmtun í efni því, er það flytur. Hvernig það tekst, verða lesendur að dæma um. Ritstj. er þökk á að fá álit sem flestra lesenda á efni ritsins og frágangi. Að svo mæltu óskar HEIMA er BEZT öllum les- endum sínum fjær og nær GLEÐILEGS NÝÁRS.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.