Heima er bezt - 01.01.1955, Page 8
4
Heima er bezt
Nr. 1
vissi af þessu öllu og heyrði allt,
sem talað var. Þannig heyrði
hún fólkið í baðstofunni tala um
það, að hún væri dáin, og þegar
hríðinni stytti upp yrði að fara
til prestsins á Þingvöllum og til-
kynna honum dauðsfallið. Hann
mundi svo tilkynna þetta föður
hinnar dánu að Útskálum. Hún
varð meira hissa en hrædd, því
henni fannst, að hún hafa fulla
meðvitund. En hvernig sem hún
reyndi að tala og hreyfa sig,
var henni það algerlega ómögu-
legt. Hún var alveg máttlaus. En
þrátt fyrir þetta lifði í brjósti
hennar sterk von um það, að
hún hlyti að geta talað og
hreyft sig, þó seinna yrði. Henni
þótti þó fyrir því, þegar fólkið í
baðstofunni hætti að tala um
andlát hennar og fór að tala um
annað. Hún hélt þá að enginn
mundi taka eftir því, ef hún
skyldi geta hreyft sig.
Lítið stúlkubarn 5 eða 6 ára
var inni í baðstofunni og var að
leika sér þar nálægt, sem líkfjal-
irnar voru. Rekkjuvoðin, sem
breidd var yfir líkama ömmu
minnar, náði ekki alveg yfir fæt-
ur hennar, svo að tærnar voru
berar. Þá segir barnið allt í einu:
„Mamma! Stóra táin á henni
Gunnu hreyfist.“ Móðirin sagði
þá: „Vertu ekki að þessari vit-
leysu, barn, það getur ekki átt
sér stað.“ Eftir nokkra stund seg-
ir barnið aftur: „Komdu mamma
og sjáðu. Hún hreyfist víst, stóra
táin á henni Gunnu.“ — Þarf nú
ekki að hafa fleiri orð um þetta.
Amma mín lifnaði við og komst
hátt á tíræðisaldur.
Aldrei sagði hún okkur svo
sögu, að hún drægi ekki af henni
holla fræðslu um háttsemi
manna og reyndi að festa í
brjóstum okkar andúð á hinu
illa. Dró hún enga dul á það, að í
heiminum væru til tvö öfl, gott
og illt, sem ætíð ættu í deilum.
Þessvegna bæri að fylgja hinu
góða, taka aldrei neitt frá öðrum
og spilla engu fyrir þeim, segja
aldrei ósatt og gera aldrei á hluta
annara, og temja sér að hafa
hemil á ástríðum og reiðinni.
Hún mætti aldrei leiða okkur til
haturs. Bað hún okkur að gera
það fyrir sig og bregðast því ekki,
þar sem hún vissi, að við vorum
bráðlynd, að drekka einn bolla af
fersku vatni, áður en við svöruð-
um, eða hefðumst að, gegn þeim,
er misbauð okkur. Mundi þá
öldurót hugans lægja. Þó yrðum
við að hafa það hugfast, að okk-
ur bæri að hrinda af okkur rang-
læti og ódrengskap, með hug-
rekki og dugnaði. Heigulskapur
væri ávallt fyrirlitlegur og væri
allt annað en góð hegðun. í dóm-
um um aðra menn ættum við
aldrei að fara eftir annarra áliti.
Við ættum sjálf að rannsaka
réttmæti þeirra og fella að því
búnu dóminn. Bezt væri þó að
láta umtal og sögusagnir um
aðra menn algerlega afskipta-
lausar. Okkur bæri að minnast
þess, hve erfitt væri oft að verj-
ast falli og hve torvelt væri að
dæma um hrösun annarra
manna. Til þess að vera dómbær
um slíkt, þyrftum við að þekkja
hæfileika viðkomandi manna.
Þannig fylgdi miklum gáfum
miklar ástríður og mikið fjör,
sem erfitt væri að ráða við og
afburða skapfestu þyrfti til að
sigrast á.
Jafnframt því, að leggja fyrir
okkur lífsreglurnar og kenna
okkur sálma og bænir og ýmis
konar spakmæli og málshætti,
lagði hún áherzlu á það, að æfa
næmi okkar og athyglisgáfu.
Þegar við sátum hjá henni í
rökkrinu á kvöldin, hafði hún
gaman af því að reyna næmi
okkar, á þann hátt að kenna
okkur vísur og þulur, sem erfitt
var að læra, og láta okkur keppa
um það, hvert okkar systkin-
anna yrði fljótast að nema þær.
Fylgdu þá oftast smásögur um
það, hvernig vísurnar urðu til.
Þannig sagði hún okkur sögu af
manni, sem var smiður, en
nefndi öll smíðatólin sín urga og
kallaði smíðisgripana því nafni
líka og því hlaut hann sjálfur
nafnið urgur. Varð þá til þessi
vísa, sem hún lét okkur glíma
við að læra:
Borar urgur urg í urg
argur kargur meður sarg,
urgur fór að fjörga urg,
fargast urgur garps við arg.
Þá sagði hún okkur einnig frá
því, að hagyrðingur hefði heim-
sótt prest, sem einnig var hag-
yrtur. Presturinn spurði hann
frétta. Gesturinn hafði þá búið
til vísu, sem hann ætlaðist til að
prestur ætti erfitt með að læra
og muna, er hljóðaði svo:
Ég hlaut að stauta blauta braut,
bikkjan skrikkjótt nokkuð gekk.
Hún þaut og hnaut, ég hraut
í laut,
hnykk með rykk í skrokkinn
fékk.
Ég hef tekið þessi tvö dæmi og
valið þau úr mörgum, til að sýna,
hvernig hún æfði næmi okkar.
En auk þessa flýttum við okk-
ur til hennar, ef vanda bar að
höndum okkar barnanna, og á-
vallt var hún jafn fús til þess að
reyna að leysa úr vandræðunum,
jafna ágreining og leiða hug okk-
ar á réttar brautir. Þannig man
ég það alla ævi, þegar ég frosta-
veturinn mikla (1881) kom inn í
baðstofuna frá því að gegna
gripum, kjökrandi af kulda, er
hún rétti mér svonefnda lamb-
húshettu úr þeli, sem hún sjálf
hafði prjónað og þæft og gaf
mér. Hún hlífði hálsi, enni, höku
og eyrum, og eftir það þoldi ég
kuldann vel.
Þetta, sem nú hefur sagt verið,
snertir áhuga hennar fyrir upp-
eldi okkar systkinanna. Verður
nú drepið á þá hlið, sem snýr að
umgengni hennar í ellinni við
eldra fólk.
Þegar ég var 14 ára gamall,
þóttist ég orðinn mikill maður og
fær í flestan sjó. Mætti ég þá
eitt sinn ömmu minni úti á túni
og sagði við hana í gamni: „Nú
get ég sýnt þér, amma mín,
glímubragðið, sem ég skellti hon-
um Leifa á.“ Hún tók þessu vel,
en um leið og ég ætlaði að sýna
henni bragðið, brá svo við að hún
felldi mig á augabragði. Hló hún
þá og sagði, að ég þyrfti líka að
kunna snarræði og viðbragðs-
flýti. Var hún þá nærri áttræð.
Er menntamenn bar að garði,
spurðu þeir strax eftir Guðrúnu
Sæmundsdóttur. Kom hún þá of-
an af baðstofuloftinu til fundar
við þá, glettnisleg og brosandi og
kát og glaðleg. Byrjuðu þá strax
glaðværar og fjörugar samræður.
Til þess að sýna fram á, hve
glettin og gamansöm hún var á
elliárunum, er eftirfarandi smá-
saga, sem víða varð kunn:
Eitt sinn var hún að þvo við
bæjarlækinn á Þykkjabæjar-
klaustri. Alfaravegur lá meðfram
honum og fóru hann þá glað-