Heima er bezt - 01.01.1955, Page 14

Heima er bezt - 01.01.1955, Page 14
10 Heima er bezt Nr. 1 skiptum okkur að leita dýranna, en hittumst aftur neðan í hnúknum. Höfðu þá komið 7 dýr og rásað framhjá Elíasi, og hafði hann skotið 3 af þeim, og lágu þau þar með 25 faðma jöfnu millibili og var það vel gert að taka þau þar öll, og þurfti til þess fljót handtök og viss, og ekki hafði ég áður séð eins vel skotið. í þessum sömu svifum kom hópur dýra ,sem stefndi beint á okkur uppá hnúkinn, og ætluð- um við nú að gera það gott og salla þeim niður í brekkunni, því það lá vel við. En þá voru patrónurnar svo þrútnar, að berj a varð þær í, svo minna varð úr veiðinni, en ella hefði orðið. Samt lágu eftir nokkur dýr, en hin hurfu uppá hnúkinn, og bjuggumst við þá við því, að Jón og Þórarinn kæmu þar í fasið á þeim og létu nú til sín taka, en þeir voru uppi á hnúknum að gera til dýr, sem áður segir. En þetta brást algerlega, ekkert sást né heyrðist til þeirra, og skild- um við ekkert í þessu. Segir nú Elías við mig, hvort ég vilji nú heldur gera til dýrin, sem við skutum, eða fara á eftir hinum og skamma síðan þá Jón og Þórarinn fyrir aðgerðarleysi þeirra, og kaus ég síðari kost- inn, en þó aðeins sökum þess, að ég bjóst þá við að sjá enn dýr og geta skotið eitthvert þeirra, en ekki sökum þess, að ég væri svo vel til stórræðanna fallinn að deila hart á þá félagana. Þegar uppá hnúkinn kom, brunuðu framhjá mér tvö dýr, og skaut ég annað þeirra á löngu færi. Síðan kom ég að dýrum þeim, sem félagarnir höfðu ver- ið að flá, og voru þeir þá hlaupn- ir frá þeim og á bak og burt, og heyrði ég skot eftir skot hjá þeim og stefndi nú í áttina á hljóðið. Þegar ég kom á syðri brún hnúksins, voru þeir í dragi nokkuð fyrir neðan, og dýrahóp- urinn á öldubrún langt fyrir neðan þá. Ég skaut nú til dýr- anna yfir þá félaga, og lá þá eitt dýr, en hin hurfu niður fyr- ir ölduna. Þegar þeir Jón og Þórarinn komu til mín, var mikið veður í þeim, og urðu það þeir, sem skömmuðu mig, en ekki ég þá. Sögðu þeir að legið hefði nærri, að kúla mín hefði getað farið gegnum heilabú þeirra, og væri slíkur gapaskapur sem þetta al- veg ófyrirgefanlegur. Ég gerði þá ráð fyrir, að ekki hefði verra tekið við, ef þeir hefðu skotizt inn í eilífðina, þótt þeir hefðu tæplega til þess unnið með sleif- aralagi sínu og klaufaskap að ná ekki nokkru einasta dýri, þótt þau svo að segja træðu alveg yfir þá uppi á hnúknum. — Já, þau nutu nú bara þess, að við tókum ekki eftir þeim, fyrr en við heyrðum másið í þeim og klaufasmellina rétt hjá okkur, en rifflarnir lágu tómir fyrir aftan okkur, varð þeim fé- lögum að orði. Um kvöldið var síðan haldið til tjaldsins, og vorum við þá búnir að ná 15 dýrum um dag- inn, og vorum við vel ánægðir með það, þótt stundum gengi illa að koma patrónunum í og draga þær út aftur tómar. Mun- aði það óefað því, að við feng- um nokkrum dýrum færra um daginn fyrir bragðið. Daginn eftir var lagt á stað með hestana til að tíná saman dýrin, og voru samt rifflarnir hafðir með í förinni. Skaut ég þá einn kálf á 80 faðma færi, og var hann áreiðanlega að leita að móður sinni, og vildi ég því, að hann fengi að verða henni samferða, enda fékk hann það óefað. Síðan sá ég 3 kálfa sam- an, og fór nú Jón Þorsteinsson með mér að reyna til við þá, og þurftum við að skríða að þeim á kafla, en þá fór svo, að Jón setti upp kryppuna, svo að kálf- arnir sáu ofan á hann, og tóku þeir við það sprettinn og stefndu í austurátt, og herti ég á þeim með nokkrum skotum. Varð það enda til þess, að þeir einir dýra komu fram á Múlaafrétt næsta vetur. Þá var nú þessum veiðum lok- ið, og vorum við búnir að fá 19 dýr og meira en nóg á hestana. Við vorum þriðju nóttina á þess- um stað í tjaldinu, veður var hið sama, glaða sólskin og steikjandi hiti, svo lækir féllu af Jöklinum, og var hann að sjá sléttur og greiðfær yfirferðar. Við vöknuð- um snemma og lögðum veiðina í klyfjar og tókum síðan hest- ana. En þegar til kom, fundum við ekki einn þeirra. Var það rauðblesóttur klár, sem ég átti. Leituðum við lengi, en árang- urslaust. Vorum við nú ferðbún- ir og ætluðum að sætta okkur við það, þótt hann fyndist þá ekki fyrr en í leitum um haust- ið. Ég greip samt sjónaukann enn einu sinni og hljóp með hann uppá einn hæsta hólinn, og sá ég þá hausinn á Blesa upp- undan öðrum hól, og lá hann þar. Varð ég því mjög feginn að finna hann, og var nú haldið á stað út í Sauðárkrika um kvöld- ið og tjaldað þar um nóttina. Ekki var Sauðáin mikil, og sennilega hefur hún verið meiri, þegar Jóhannes á Valþjófsstað var þar í fjallgöngu og kom síð- an til annarra leitarmanna og átti að hafa sagt á þessa leið: — Hún er þó falleg hún Sauðá núna, og ég með prikóttan koll- inn í hendinni. Ég má til að biðja ykkur piltar mínir að lofa mér að klúa fyrir aftan einhvern hestinn. í annað sinn átti hann að hafa sagt við séra Pétur á Valþjófsstað, er prestur sagði við hann: — Er það satt, Jóhannes minn, að þú hafir skipað kon- unni minni að halda kjafti? — Ekki er það satt, sagði Jó- hannes, — ekki skipaði ég henni það, heldur bað ég hana að gera það! — Þessi Jóhannes var vinnumaður um hríð hjá séra Pétri og þótti einkennilegur og einrænn náungi. Við lögðum snemma á stað um morguninn og höfðum nóg að flytja á öllum reiðingshestunum, og auk þess fluttum við líka í hnökkunum og gengum. Hitinn var mikill um daginn, og það svo, að úr feitasta kjötinu sást leka öðru hvoru. Komum við að Aðalbóli seinni hluta dags, skipt- um veiðinni og lögðum síðan á stað austur yfir Fljótsdalsheiði vegna hitans, sem var á daginn. Þegar austur yfir miðheiði kom, fór mig að syfja óþægilega, svo að ég sofnaði hvað eftir annað á hestbaki, og mátti nú ekki leng- ur við svo búið sitja. Hugsaði ég mér nú að gera gott úr þessu með því að ganga spölkorn, og myndi ég þá geta haldið mér vakandi. En það fór á sömu leið, ég sofnaði hvað eftir annað á ganginum og vaknaði við það, að ég var að reka fæturna í Framh. á bls. 29

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.