Heima er bezt - 01.01.1955, Side 15
Nr. 1
Heima er bezt
11
Helgi Guðmundsson:
Eyjólfi
á Apavatni
Eyjólfur, sem var bóndi á aust-
urhálflendunni á Efra-Apavatni
frá 1842—1882, var Árnason,
fæddur 1794, Einarssonar. ■— Árni
kom að austan með sr. Halldóri
Jónssyni, þegar hann flutti að
Mosfelli 1817 frá Stóradal undir
Eyjafjöllum. Byrjaði svo búskap
á Þóroddstöðum í Grímsnesi og
var Eyjólfur sonur hans fædd-
ur þar 1824. Flutti svo Árni að
Apavatni 1827 og bjó þar til
dauðadags 1842. Var þá Eyjólfur
sonur hans 18 ára og tók þá við
búi með móður sinni. Hún hét
Guðlaug Eyjólfsdóttir. Eyjólfur
giftist rúmlega tvítugur. Hann
var tvígiftur. Fyrri kona hans
hét Ásdís Lafransdóttir, Ólafs-
völlum á Skeiðum, Jónssonar.
Þau áttu nokkur börn. Eitt
þeirra var Árni, sem drukknaði
í Apavatni 1. maí 1868, 16 ára, er
hann var við netjavitjun. Og
dætur þeirra tvær, sem hétu
Guðlaug og Margrét, fluttust til
Ameríku um 1880. Guðlaug átti
fyrir mann Guttorm Jónasson
frá Keldnakoti í Stokkseyrarhr.,
en Margrét átti Halldór Hall-
dórsson frá Miðdalskoti í Laug-
ardal. Seinni kona Eyjólfs var
Helga Guðmundsdóttir frá Ey-
vindartungu, systir Ragnheiðar
seinni konu Magnúsar Magnús-
sonar á Laugarvatni.
Eyjólfur átti nokkur börn með
Helgu. Þeirra á meðal var Árni
bóndi í Hraunkoti í Grímsnesi,
sem átti Sólveigu Þorgeirsdóttur
frá Núpum í Ölvusi. Eyjólfur
átti Guðnýju, dóttur Þórðar í
Oddgeirsbæ í Reykjavík, dó ung-
ur af slysförum. Guðni fór til
Ameríku, dó þar ungur. Dætur
Eyjólfs frá seinna hjónabandi
voru Ingunn, átti Sigurð
Ámundason frá Efra-Apavatni,
Dóttir þéirra er Hélga, kona
Egils Vilhjálmssonar, bílastór-
kaupmanns í Reykjavík. Guð-
björg átti Guðmund bónda
Bjarnason á Seli í Grímsnesi.
Sólveig fór ung til Ameríku.
Eyjólfur bóndi dó á Apavatni
1882, sama vor og Vigfús Daníels-
son á Apavatni. Báðir dóu úr
lungnabólgu. — Hann var orð-
lagður hug og atorkumaður og
ágætur bóndi og skal nú sagt frá
nokkrum dæmum um, að svo
hafi verið
Faðir minn kom hingað að
Apavatni 1886 og ég með honum,
þá á níunda ári. Hafði þá Helga
ekkja Eyjólfs búið hér í fjögur
ár með ráðsmanni og var þá mik-
ið gengið af henni, og hætti þá
búskap. Við fengum tólf ær í
kvígildi hjá henni, og voru þær
vænstu ær sem ég man eftir,
eins og sauðir, með sneiðrifað
aftan bæði eyru. Það var fjár-
mark Eyjólfs. — Þegar ég var
unglingur var hér gamall mað-
ur, Knútur Filippusson frá Laug-
arvatni. Hann sagði að Eyjólfur
hefði átt nokkuð marga sauði og
þá vel væna og ullaða. Knútur
mundi vel eftir þeim, enda var
hann fjármaður. Allar skepnur
átti Eyjólfur fallegar. Þegar við
komum hingað var 40 hesta
stykki í túninu, sem hét Út-
græðsla og heitir enn. Fólk sagði
að Eyjólfur hefði grætt það upp
með kvíateðslu og hefði jafrivel
náð í geldfé á sumrum og bundið
það þar á næturnar. — Sagt var,
að eitt haust, þegar hann var bú-
inn að bera hauginn og náði
ekki á túnið, þá átti hann að
hafa sagt: „Nú vildi ég gefa tvo
sauði til að hafa nógan skít á
túnið“. — Veiðimaður var hann
ágætur.
Þegar ég var unglingur, var
hér á kafla með túnjaðrinum,
röð af stórgrýti, sem auðsjáan-
lega hefði verið látin sem varn-
argarður og snidda ofan á, sem
nú var rotnuð af og stóðu klett-
arnir eftir berir. Voru þeir ærið
stórir, t.d. metri á kant og vel
það. — Þetta stórgrýti hefur víst
verið tekið upp úr túninu, því
að nóg var til af því þar. En oft
hefur mig furðað á því, að nokk-
ur maður skyldi geta geta fært
það til með verkfæraleysinu, sem
bá var. Nú er búið að taka mest
af þessu grjóti með jarðýtu, þó
er hluti óhreyfður enn af þessu
gamla lagi.
Fyrst, þegar ég man eftir hérna,.
voru öll fénaðarhús þakin með
hellu. Ekki var það hreint blá-
grýti, heldur því sem næst.
Gamalt fólk sagði, að Eyjólfur
hefði sótt þessa hellu austur í
Spóastaðaása, fyrir austan Brú-
ará og dregið hana á sleða yfir
vatnið á vetrum, og í öðru lagi
hefði hann sótt hellu suður í
Hverakotsása í Grímsnesi, en það
er þriggja tíma lestarferð héð-
an. Þetta hlýtur hann að hafa
flutt á reiðingshestum. Hér er
ekkert hellutak og hefur aldrei
verið, en hellan var nauðsynleg.
Hún varði lekum og fúa, en væna
viði þurfti undir hana og var
mest rekatimbur í húsum eftir
hella, sem að líkindum er ofan
Eyjólf en á hans tíð var ekkert
þakjárn til. Enn er hér til hraun-
hella, sem að líkindum er
úr Hrafnabj argarhálsi, en það
er þriggja tíma lestaferð héðan
og þangað. Ég veit ekki til að
samskonar hella sé til nær. Hún
er 1 metri og 80 sm. á stærð og
iy2—2 tommur á þykkt. Hún er
klyftak, því að það er bruna-
grjót í henni og hefur Eyjólfur
sennilega flutt hana á reiðing
m. fl. Einkennilegt þótti mér, að
ekkert hellublað tilheyrði vest-
urbæjarpartinum hérna, og allt
grjót í kofum þar var smátt og
ólánlegt, en grjót í veggjum og
húsum hérna var valið og gott
hleðslugrjót. — Þetta allt voru
minjar eftir Eyjólf og vottur
þess að hann hefur verið dug-
mikill og snildar búsýslumaður,
einn af sj álfmenntuðum búfræð-
ingum síns tíma.
Þegar ég var unglingur var uppi
miðaldra fólk, sem mundi Eyjólf
vel, háttalag hans og orðatil-
tæki. Hann var víst óheimskur,
en tilsvör hans þóttu oft spaugi-
leg. Hann átti beinljósan reið-
hest sem hét Lýsingur, óhemju-
viljugan og léttan vel. Vinur
hans á Skeiðum gaf honum hann
ófæddan á Einmánuði.