Heima er bezt - 01.01.1955, Side 18

Heima er bezt - 01.01.1955, Side 18
14 Heima er bezt Nr. 1 HagJcveðlingaháttur. Sérhver nauð í dalnum dvín, dýrðin auðug við mér skín, gæfan bauð mér gullin sín góð eru rauðu hrossin mín. Langhenda. Þungur andi þröngrar króar þreyttum huga skaðvænn er, gættu þín og gakk til sjóar, — gakktu einn með sjálfum þér. Nýhenda. Þegar Elli ber á borð banaskál úr dómsins veldi skal ég senda sáttarorð sjálfri þér á ævikveldi. Stuðlafall. Hafðu gát á hugarferli þínum; þá mun gæfu gnægð að fá góðum fjallavættum hjá. Stikluvik. Finn ég nú að haustið hljótt hugann þyngir óðum. Sumartíðin furðu fljótt flaug af landi burt í nótt. Afhending. Grátum ekki gengna tíð sem glatast hefur; aðrar stundir ævin gefur. Þannig mætti lengi telja og reyndar endalaust, því rímna- háttum er hægt að breyta og venda eftir vild. Lengi þótti mikil íþrótt að kveða undir mörgum háttum: „Hróðurs örverður skala maður heitinn vera, ef svo fær alla háttu ort“, ,sagði Snorri. Þessi list kom að notum í baráttu við fjandsamlega krafta — „því Skrattinn og ófrelsið eru helzt jöfn í óleikni á háttunum nýju“, kvað Stephan G. Enn er þessi íþrótt I háu gildi.. Meðan strengur nokkur nær nýtum háttum braga héðan lengi flogið fær frægðar máttug saga. Sveinbjörn Beinteinsson. Albert Schweitzer er af ýmsum talinn stærsti per- sónuleiki vorra tíma. Eins og kunnugt er hlaut hann friðar- verðlaun Nobels fyrir ári síðan, og það er víst álit flestra þeirra, sem til þekkja, að þeim hafi aldrei verið betur varið. Verð- launin hefur hann ákveðið að nota til þess að auka við og full- gera sjúkrahús sitt í frumskóg- um Afríku. Schweitzer var heilsulítill í uppvexti sínum. í byrjun stund- aði hann kennslu og átti við fá- tækt að stríða, en smám saman vann hann sér heimsfrægð á fleiri en einu sviði, svo sem hljómlist, guðfræði, heimspeki og bókmenntum. Schweitzer átti áttræðisafmæli hinn 14. janúar í ár. Hann er fæddur í Elsass ár- ið 1875 og er þýzkur að ætt, en gerðist franskur borgari er Frakkar innlimuðu fæðingar- land hans eftir fyrri heims- styrjöldina. — Schweitzer var framúrskarandi organléikari, talinn einn af mestu snillingum heimsins í þeirri list. Mörg guð- fræðileg rit hans hafa skapað tímamót á sviði biblíurannsókn- anna. En hann yfirgaf örugga framabraut í menningarlöndum Evrópu til þess að lina þjáning- ar negranna í einhverjum óholl- ustu héruðum hitabeltisland- anna í Afríku. Helming ævi sinn- ar hefur hann starfað sem for- stöðumaður sjúkrahúss í Lam- barene í belgísku Kongó. Fyrir stuttu brá hann sér til Noregs til þess að taka á móti Nobels- verðlaununum. Við það tækifæri tókst blaðamanni einum að hafa viðtal við hann, og eru eftirfar- andi glepsur teknar úr því. Blaðamaðurinn segir svo frá: Ég spurði Albert Schweitzer, hvað venulegur maður gæti gert til þess að lifa samkvæmt boð- orði hans um „virðingu fyrir líf- inu“ — en það er eitt af fræg- ustu einkunnarorðum Schweit- zers — og til þess að lækna þær meinsemdir, sem mannkynið þjáist mest undir á vorum dög- um. „Hver og einn á að gera sitt bezta“, svaraði hann. „Það er ekki nóg að vera til. Það er ekki nóg að segja sem svo: Ég hef nægar tekjur til að framfleyta sjálfum mér og fjölskyldu minni. Ég vanda mig eins og ég get með allt, sem ég geri. Og ég er góður faðir og húsbóndi. Allt þetta er að vísu ágætt. En maður verður að gera enn þá meira. Reynið alltaf að sýna ein- hverjum góðvild. Hver maður verður að gera sér far um að göfga hugsunarhátt sinn og finna hið sannasta í sjálfum sér, hin sönnu verðmæti. Menn verða að fórna tíma og næði fyrir meðbræður sína og systur. Liðsinnið þeim, sem þarfnast hjálpar, meira að segja þótt um smáræði eitt sé að ræða — gerið eitthvað, sem þið getið ekki vænst neins endurgjalds fyrir — annað en að fá að gera það. Því að þú verður ætíð að hafa þetta hugfast: Heimurinn er ekki fyrir þig einan. Brœður þínir eru hér lika“. Alltaf að verzla Gamli kaupmaðurinn lá fyrir dauðanum og kona hans stóð við rúm hans ásamt sex börnum þeirra, þrem sonum og þrem dætrum. Hún beygði sig ofan að manni sínum og sagði: „Heyrirðu til min, væni minn?“ Kaupmaðurinn kinkaði kolli. Konan sagði: „Ég ætlaði bara að segja þér, að við erum hér öll samankom- in, ef þú skyldir vilja tala eitt- hvað við okkur“. „Eru þær Dóra og Vera og Emma héma?“ hvíslaði kaup- maðurinn. „Já, kæri pabbi“. „Er Teódór hér?“ „Já, pabbi“. „Er Jakob hérna líka?“ „Já, pabbi“. „Og er Eiríkur hérna?“ „Já, pabbi“. Kaupmaðurinn gamli glennti upp augun og reis upp á olnbog- ana. „Hvað er þetta!“ öskraði hann. „Hver fjandinn er að heyra! Hver sér um búðina á meðan þið eruð öll hérna?“

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.