Heima er bezt - 01.01.1955, Side 22

Heima er bezt - 01.01.1955, Side 22
18 Heima er bezt Nr. 1 ég ekki raunina á fjallaleiðum á við ungan kvenmann. — Ég hrópaði út í veðrið sprekyrði til ungu stúlkunnar. Hún leit til mín rjóðu, brosandi meyjarand- liti og bar sig að öllu hetjulega, brá sér í engu við illviðrið. Mér fannst hún storka mér, með dug sínum og æðruleysi, mér seig í skap við sjálfan mig, ‘því til þessa dags hafði ég aldrei þrúg- ast af ungmeyjar þreki í mann- raun á fjallaför. Þótt óvænlega áhorfðist um tíma réðist þetta allt vel, við náðum til rétta á tilsettum tíma. Fjársöfnin drifu að hvaðanæva og dráttur var hafinn. Þrátt fyrir rjúkandi krapaslydduna var hér all mannmargt orðið og mann- fögnuður góður að hefjast. Hér var mættur veðurbarinn lýður með siggaðar greipar frá sumarsins liðnu löngu starfs- dögum, menn ýmsu vanir, frá baráttu liðinna ára, menn og konur, sem ekki brugðu til linku þótt stormurinn hrini og krapinn dyndi. Hér voru ekki mættir hvítflibba-menn né fót- boltaspörkuðir — nei, hér var fólk, sem efldi þrek sitt og lífs- þrótt með nytsömu starfi hvers- dags lífs, og nú var réttardagur, þá situr gleði og bjartsýni við hyggjunnar háborð, sú gleði, er réttardagar einir fá veitt bú- andans sál og konunnar hjarta. — En veðrið — já, veðrið hafði hér ekkert að segja, það minnt- ist enginn á slíka smámuni núna. Ég reyndi að bera mig borgin- mannlega, slabbaði um forugan almenning, kippti kindum í Geitaskarðsdilk og þreifaði á bökum bústinna hrúta, hér var mér meiri nautn um að litast en í bíósölum reykvískum. Bændur ösluðu almenning þveran og drógu fénað sinn til dilka, skraf- kliður og léttir hlátrar kváðu við. Eins og' fyrr segir, var ég eiginlega nýr gestur í þessari rétt, nýir og gamlir kunningjar og gamlir stéttarbræður viku að mér léttu spjalli. Nú fór ég að veita þessum rétta-mannheimi athygli. Jú, það var ekki um að villast, að ekki var það einasta himinsins væta og veðurgnýr, er setti svip sinn á þennan réttar- fagnað. Mér flugu í hug hend- ingar úr gömlu löngu lærðu stefi: „Guð lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim. Gefið hafði’ h’ann gnægðir axa, góðar hjarð- ir, nógan seim. Þreyttust menn við bú að baxa, blóðið varð svo dökkt í þeim. Þá lét Drottinn vínber vaxa vildi gleðja dapran heim.“ Þessi duglegi og illviðris volk- aði réttarlýður hafði tileinkað sér með réttu þau fríðindi, er stefið bendir til, því hvenær skyldi vínhreyfis gleði og létt- sýni til sanns geta færst, ef ekki hjá stormhröktum regnvættum réttarbændum. Heyskaparönn og áhyggjur voru á bak og burt, þetta sumarið, hér mættu þeir vinaraugum frá vori, fénaði sín- um úr fjallavist. Gleðin söng í sálum bændanna, glös og flösk- ur blikuðu gegnum slydduskúr- ina, tappasmellir kváðu við, vín- ið glóði í glerinu — óstýrilátir flöskustútar gægðust um vasaop, stæltir af sínu hlutverki. Hógvær gleðialda sveif um þessa réttar- veröld, Það var sólskin í sálum manna hér, þótt úrgir skýja- klakkar birgðu himinsins sól. Enginn sást ölóður né ölvær, flestir hýrglaðir, nú fann ég sannindin í stöku hagyrðings- ins: „Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður." Ég stóð í miðjum almenning ásamt oddvita sveitar minnar og rosknum heiðursbónda, flaskan gekk með hóflegum hraða frá hönd til handar, við vorum á gleðinnar bandi og skröfuðum léttilega, ég var nefnilega far- inn að dreypa á miðinum hjá kunningjunum, hvað mér þó ekki er gjarnt til. — En nú var rétt- ardagur og ég vildi reynast mað- ur með mönnum. — Þar sem við nú stóðum þarna saman þessir þrír velþenkjandi menn, með flösku í greip, skeði það fyrirbæri, er ég ennþá fæ ekki til fulls skilið. Allt í einu hendist annar bóndinn með feikna hraða langt út í réttarfor- ina. Mér varð felmt, bjóst við meiðingum félaga míns, hvað þó ekki skeði. Sá bannsetti friðarspillir og gleðiröskuður okkar þremenn- inganna var svartur, heljar stór horna-hrútur, hann gerði hina snörpu atrennu að okkur, þess- um prúðu þremenningum. Sá hlaut síðar fyrstu verðlaun hjá Halldóri fyrir sinn hrúts- skapnað. — Hvað gat skepnunni til gengið, með þessu háttalagi? — Fann hann á sér fremdina, er beið hans hjá H. P. og fyllti hann nú mikillæti og drambi, líkt og krossaður forstjóri, eða var eitthvert bindindis ofstæki í hann hlaupið, sem tukta vildi úr okkur félögum í fjárrétt, því auðvitað sáu hans hrútsaugu flöskuna og þá um leið talið okkur til ofdrykkjumanna, eða var víndrykkju ráðanautsandi hlaupinn í hrútskepnuna? Ég hrópaði á eftir hrútnum: „við erum engir Hafnarstrætisrónar, reykvískir," bara hóflegir vín- bragðarar á réttardegi. Nú svífum við félagar til kaffi- tjalds, vildum fráskáka okkur frekari bindindissinnaðri árás í hrútslíki. Hér var þétt setið að kaffidrykkju, konur voru þar fyrir, er áttu bændur vínhreyfa við fjárdrátt í almenningi. Þær báru orð að því, að leitt væri ef bændur sínir drykkju til ofs réttarmjöðinn. Ég bað þær ekkf um fást, þótt ögn yrðu nú híf- aðir bændur þeirra og brygðu nú frá hversdags fálæti, og ekki myndi þeim að baga heimkoma þeirra að kveldi og hlýleg myndi þeim reynast hvílubrögð þeirra er náttaði. Mér sýndist birta yfir svip þessara sumarlúnu kvenna við ábending orðræðunnar hjá mér. Sumar skutu þó hornaug- um að mér og muldruðu í barm sér óskiljanleg orð. Það mikið hafði ég nú í snert- ing komizt við vínguðsins þel, að ég varð var áhrifa góðra á minn innri mann. Því skýt ég hér inn í, að fáum mun hafa verið það freisting meiri að neyta víns en mér var um eitt skeið ævi, mér þessum ákaflynda manni, sem oftast fannst flest með seina- gangi og fæst með þeim hætti er ég vildi vera láta, en við á- hrif víns allt sem skyldi, bæði guð og mannheimar. Ekkert lægi á til átaka, allt væri gott og blessað, sem væri. Ég varð hóg- vær og bjartsýnn. Svo skákar sér fram heill hóp- ur manna og segir að vínsins á- hrif séu allra manna bölvunar- biti. Þar í eru nokkrar öfgar. Ég spyr: Éru nokkur þau veraldar- gæði eða nautnaboð til, er ekki megi misbrúka og séu misbrúk-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.