Heima er bezt - 01.01.1955, Qupperneq 23
Nr. 1
Heima er bezt
19
uð, af fjölmörgum meira að
segja,, er hollusta og lífsnauðsyn
matargæða þannig misbrúkuð,
að stór fjöldi mannfólks etur sig
steindautt löngu fyrir aldur
fram. Nei, í því er ekkert vit né
mannleg sanngirni, að bann-
syngja alla nautn hóflega
þenkjandi fólks, þótt hópur hóf-
lauss öfgalýðs stigi yfir öll vel-
sæmismörk hóflegra nautna. Ég
kýs mér ekki og hefi aldrei gjört
afneitun þeirra nautna er hóf-
lega gleði skapa, svo mun fara
mörgum þeim, er til hófs stilla,
sem mér, að hlýða ekki fordóm-
um á allri nautn. Hitt segi ég
hiklaust, að öll ofnautn er end-
emi, við verðum að reynast menn
í nautn sem öðru. Þetta þykir nú
líklega hliðarspor hjá mér frá
réttarfagnaðar þönkum.
Ég skaut mér út úr vinahópn-
um, ætla mér ekki nú frekar
venju að gerast ölvaður. Ég stíg
á bak hvíta hestinum, hann
töltir með mig út í hausthúmið.
Réttar-gleðin var að baki, en þó
í barmi, ég stefni för suður Lax-
árdal, enda þótt mér byðist næg
samfylgd á heimleið, kaus ég
mér frekar einsemdina í myrkri
haustskvöldsins. „Myrkrið er
manni fjandi, meiðir það lif og
sál,“ segir skáldið. — Ekki æfin-
lega — ekki haustmyrkur, þótt
yfir falli einförulan mann —
gamlan uppgjafa bónda á heim-
leið frá réttargleði. Hesturinn
tölti troðningana fram Laxárdal,
fram hjá yfirgefnum býlum með
sléttlendum túnum, greiðfærum
engjum og kjarngrasahlíðum.
Veðrið fór batnandi. Svefn og
myrkurró haustsins birgðu allt
í fangi sér. Lífið beið lausnar-
orðs vors og sólar. Gaukur
skauzt undan steini í hlíðar-
troðningi og skríkti. Síðbúinn
gauksi, sagði ég. Til nokkurs
skal freista tjáir hann, því
kröftugur og ljúfur í nefi er
maðkurinn hér efra, en ég á
vængjanna völ ef út af ber með
veðraföllin. Svo er nú það, sagði
ég, sumum fatast nú vængja-
takið, gauksi, þá válega blæs.
Svo skildu leiðir okkar. Ekki
brást hvíting öryggi fótvissunn-
ar í staksteina-troðningum há-
fjallsins og grúfandi myrkri
haustnætur. Vonandi sverfist
aldrei af tímans tönn né tækn-
Framh. á bls. 29
Snæbjörn Einarsson:
Sem farandsveinn ég reika um forna slóð, —
— mín ferð var hingað gerð.
Á brekkuhalli þar sem bærinn stóð
sem barn ég aftur verð.
Því hérna leit ég lífsins fyrsta dag
og las mín fyrstu blóm.
Og söng mín æskuljóð með léttum brag
við lífsins hörpuhljóm.
í vorsins ilm frá vöggu minnar sveit
ég vökudraumsins nýt
og lifi horfið yndi í óskareit
og af mér fjötur brýt.
Ég verð á ný sem lítið brekabarn
og brosi að horni og legg.
Og bræði úr draumsins lundi lífsins hjarn
við lágan tóftavegg.
Þótt gróið hafi yfir gömul spor
og gleði mín sé veik,
ég finn að ennþá angar sama vor
og um hinn fyrsta leik.
Með trega lít þó margt, sem orðið er
sem auðn í grónum reit:
Nú er ei lengur lambhúskofi hér
né lítil kind á beit.
Ég nýt þess enn, er átti ég hérna skjól
og ei til næsta máls.
Með mold á hnjám og hörund brúnt af sól
og hönd að starfi, — frjáls.
Því hér var fyrsta landnám hjarta míns
og hérna gleðin var.
Þó nýti ég síðar yndis, ásta og víns
ég átti heima þar.
Hér undi ég sæll við auð míns draumalands
og ilmrík vallarblóm,
sem tíndi ég og batt í brúðarkrans,
sem beið þann eina dóm
að visna brátt og verða ævintýr,
sem vermdi hjartans ljóð,
og ófst sem gullinn geisli, tær og hlýr
i geð og lifs míns óð.
Hér hefur numið ríki baldursbrá
að baðstofunnar vegg.
Nú herjar ekki höndin kvik og smá
né hvöss og bitur egg.
Nú friðlýst er mitt forna draumaland
svo frjáls er sérhver rós. —
— En ég hef reikað feigðar fjörusand
við flóttans Miklaós.