Heima er bezt - 01.01.1955, Page 25
Heima er bezt
21
Nr. 1
Frá liðinni tíð: Bankastræti í Reykjavík.
Myndin er tekin nokkru fyrir aldamót. Vindmyllan í baksýn.
Annan sunnudag í föstu.
(Móðurskyldur).
Um konuna segir hann:------
„Ef vér lítum til umliðinna alda
og köllum sögu þjóðanna til vitn-
is, þá mun sýna sig, að undirok-
un konunnar eða fordómurinn
gegn menntun hennar hefur ver-
ið ein sú höfuð bölvun, sem mest
hefur tafið fyrir framför heims-
ins. Og mér er sannlega óljóst,
hvort nokkur skaðlegri hleypi-
dómur hefur átt sér stað á jörð-
unni og hvort mannkynið hefur
út tekið þyngri hegning fyrir
nokkurn hlut annan en þenn-
an.“
Fjórða sunnudag í föstu.
— — „Þú ert aldrei betur
kristinn en þegar þú ígrundar
almenn og áríðandi velferðar-
mál og leggur fram þinn skerf
til þess að efla hagsæld með-
bræðra þinna fjær og nær. Það
er í sannleika ekkert veglegra
verk til á jörðunni en þetta.“ —
Á pálmasunnudag.
Þetta segir hann um valdið:
„Hví eru margar þjóðir svo
skammt á veg komnar sem þær
eru?“ Vér svörum: Orsakir til
þessa kunna margar að vera, en
ein höfuðorsökin mun verið hafa
óheillavænleg brúkun valds, er
framin hefur verið á flestum
tímum og 1 flestum löndum.
Menn hafa ýmist verið sviptir
öllum umráðum yfir sjálfum sér,
eða þá að minnsta kosti þeim
hefur ekki verið trúað fyrir mál-
efnum sjálfra sín, og er hvort-
tveggja háskaleg aðferð við
frjálsar venjur.“-----
Og enn fremur: „Konungar og
klerkar hafa verið tveir hinir
miklu valdhafendur jarðarinnar,
er annar hefur beitt píslarfærum
þessa heims, en hinn ógnum
annars heims, til að brjóta
mannkynið undir okið.
Þetta síðarnefnda vald hefur
ekki hvað sízt valdið spillingu