Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 33
Nr. 1 Heima er bezt 29 var þekktur leikhúsmaður, leik- ari og forstöðumaður norska þjóðleikhússins í Osló. Nokkur rígur mun hafa verið milli stór- skáldanna norsku á þeim dög- um, ekki síður en milli samtíma- skálda þeirra hér á landi (og raunar síðar!). Smásaga sú, er hér fer á eftir, varpar skýru ljósi á þessa hlið málsins. Hegel segir svo frá: Björn Björnson var þungur á sér eins og faðir hans, en ekki nærri eins h,ár vexti. Hendur hans voru stuttar og freknóttar. Hann var fremur feitlaginn. Björn var elzti sonur Björnstjerne. Hann var tvisvar kvæntur, í fyrra skiptið frægri óperusöngkonu, Gina Oselio, og í síðara skiptið þýzkri konu. Eileen Neumann. Þau dóu öll á stríðsárunum. — Ég heyrði eitt sinn skemmtilega skrítlu um Björn, sem lýsir við- horfi hans til föður sins á skemmtilegan hátt. Hann var á ferð með ferjunni til Þýzka- lands. Þegar ferjan nálgaðist hafnarmynnið, gekk Björn upp í skipstj órnarklefann, þrátt fyr- ir það, þótt á dyrunum stæði skýrum stöfum, að aðgangur væri bannaður. Skipstjörinn benti honum kurteislega á það, en þá sagði Björn, að hann vissí víst ekki, við hvern hann væri að tala, hann væri nefnilega son- ur stærsta skálds Noregs. Skip- stjórinn horfði vingjarnlega á Björn, lagði síðan hendina blíð- lega á öxl hans og ýtti honum lempilega að stiganum um leið og hann sagði: „Það er alveg sama, herra Ibsen, þér verðið samt að fara ofan.“ — Sagan er svo góð, að hún gæti verið skáldskapur, og því var það, að ég spurði Björn eitt sinn um, hvort hún væri sönn. Björn leit gremjulega til mín og sneri við mér baki, svo að ég held þess vegna að hún sé sannleikanum samkvæm. Efnilegur snáði Framh. af bls. 22. ætlaði að láta það í ljós, en þá sagði strákurinn allt í einu: ,,Ég geng til dæmis í stórum boga framhjá þeim hlutum, sem erfitt er að stafa nöfnin á.“ Sumargleði . . . Framh. af bls. 19. innar þjöl, sá rammislenzki sveitaþáttur, að stefna fótfimum hestum til fjalls og fjárleita að haustdögum. Ég er staddur á Skarðsbrún, stíg úr hnakk og lofa hesti að blása úr nös. Mér verður litið til suðvesturs í myrkurhafið, í áttina til Þings, Ása og Svína- dals. Þar gefur að líta blikandi ljósadýrð í miðjum dal. Það eru verksummerki huga og handa hinna dugandi ungu bænda, — bræðranna á Grund í Svínadal, þeir hafa beizlað fjallalækinn traustlega. Mér hefur ekki fyrr gefizt sýn til þessarar ljósadýrð- ar þarna vestra. Haustmyrkrið gefur hér kost á. Þessi Ijós eru bjarmi enn batnandi framtíðar, hinum vinnufúsa lýð. Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði. Á hreindýraslóðum Framh. af bls. 10. götubakkana. Samt komumst við að Kleif um morguninn, og var þar gengið til hvíldar og sofið frameftir deginum, og síðan haldið heim næstu nótt, og var þá þessu langþráða ævintýri lokið. Þetta var sú eina veiðiför, sem ég fór með Elíasi á Aðalbóli, og hef ég alltaf minnst hans síðan með ánægju, enda var hann bæði skemmtilegur og einn sá bezti veiðimaður, sem ég hef þekkt. í veiðiför þessari voru skotin fleiri dýr en í nokkurri annarri, sem farin hafði verið inná Vest- uröræfi. Stefán Th. Jónsson kaupmaður á Seyðisfirði hafði áður farið þangað ásamt Eyjólfi bróður sínum og fleirum og höfðu þeir fengið 10 dýr, og þótti það vel gert. Seinna fór Andrés Rasmusen kaupmaður á Seyðisfirði einnig þangað í veiði- för og náði nokkrum dýrum, en þó færri en þeir bræður. Man ég ekki eftir fleirum veiðiferð- um þangað að sumri til. -------- Smælki Góð, gömul kona hafði horft dálitla stund á drengsnáða, sem var grenjandi af óþekkt, og stappaði niður í stéttina af vonzku. En eftir dálitla stund þagnaði strákur. „Svona, vinur minn,“ sagði konan, „er þetta nú allt að lag- ast?“ Drengurinn leit frekjulega á hana og svaraði: „Passaðu sjálfa þig! Kemur það öðrum við, þó að ég þurfi að hvíla mig?“ Pétur kemur hlaupandi inn í eldhús til mömmu sinnar með öndina í hálsinum. „Mamma, mamma, ég velti stiganum, sem hann pabbi reisti upp að húsveggnum.“ „Vertu rólegur, Pétur litli, hann pabbi tekur sjálfsagt ekki hart á því, ef þú segir honum frá því sjálfur." „Já, en hann veit hvað ég gerði, því að hann hangir í þak- rennunni og heldur sér þar dauðahaldi."

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.