Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 4
Gísli ] ó onsson: Halldór Halld orsson , prófi essor Halldór Halldórsson fæddist á ísafirði 13. júlí 1911. Á hann skammt ættir að rekja til dug- mikilla manna og gáfaðra. Faðir hans var Hall- dór Bjarnason kaupmaður á ísafirði, áður verkstjóri á Bíldudal, Bjarnasonar, bónda í Viðfirði í Suður-Múlasýslu, Sveinssonar. Bróðir Halldórs Bjarna- sonar var hinn kunni fræðimaður Björn Bjarnason frá Viðfirði. Móðir Halldórs Halldórssonar var Elísabet Bjarnadóttir bónda á Hafrafelli í Norður-Múlasýslu, Sveinssonar. Halldór Bjarnason lézt 1920, en Elísabet lifði mann sinn lengi, andaðist 1956. Þegar eftir fermingu hóf Halldór nám í Unglinga- skóla ísafjarðar og nam þar frá 1925—27, en tveimur árum síðar tók hann gagnfræðapróf utanskóla á Akur- eyri. Stúdentsprófi lauk Halldór frá Menntaskólanum á Akureyri 1932. Allur námsferill hans einkenndist af næmi, gerhygli og kappi. Var hann jafnan hæstur eða næsthæstur í sínum bekk, og á stúdentsprófi varð hann efstur með einkunninni 7.35 eftir Örsteds-stiga. Var það þó ekki heiglum hent að hreppa þar dúxsætið, því að í bekknum voru margir miklir garpar, og hefur hann fengið nafnið prófessorabekkurinn. Jafnvígur var Halldór á mál, náttúrufræði, sögu og stærðfræði, en hafði þó ríkastan áhuga á íslenzkri mál- fræði og innritaðist í heimspekideild (norrænudeild) há- skólans. Lauk hann þaðan magistersprófi með lofi 1938. Halldór Halldórsson hóf kennslustarf þegar að loknu stúdentsprófi og markaði sér þar með þann lífsferil, sem Prófessor Halldór HaUdórsson á heimili sínu. 366 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.