Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 10
Erlingur Sueinsson:
ÞREKRAUN BENSA
(Niðurlag)
Bensi hafði gengið hratt um daginn og voru því föt
hans meira og minna rök af svita, er hann settist að í
kofanum. Setti því fljótlega að honum og gekk svo alla
nóttina, að hann varð að hafa sig allan við að verjast
hrollinum. Varð því lítið um svefn. Og er dagur ljóm-
aði á fimmtudagsmorgun var hann kominn inn að jökul-
rönd, skammt þar frá sem meginkvísl Jökulsár kom
undan henni. Honum var dálítið gramt í geði, Bensa,
þennan morgun. Hann hafði orðið fyrir verulegum
vonbrigðum daginn áður, er Jökla hefti för hans. Auk
þess hafði svo kuldinn í kofanum gengið svo nærri
honum um nóttina, að hann hafði Iítillar sem engrar
værðar notið. En þannig var hann gerður, að ekki sízt
þessa vegna var honum aldrei meira kappsmál en nú,
að koma fram för sinni, svo að hún yrði ekki ómaks-
ferð.
Hann hafði um nóttina verið að velta fyrir sér ferð-
inni, sem enn var framundan. Næturkuldinn hafði fært
honum heim sanninn um það, að ekki var fýsilegt að
eiga fyrir sér niargar nætur í göngukofa. Enda ætti
hann ekki að þurfa þess. —
Hann bjóst við, að ef sæmilega gengi að komast fyrir
upptök „Jöklu,“ yrði hann kominn vestur á „Ranann“
litlu eftir að albjart væri orðið. Og þar sem varla gat
tekið nema skamman tíma að hafa upp á kindunum,
ætti hann að geta siðlað með þær án þess að setjast
nokkurs staðar um kyrrt, nema stund og stund, og ná
út að Brú, áður en langt væri liðið á föstudaginn. Það
var að vísu rúmum sólarhring seinna en hann hafði
ætlað, en skipti þó ekki verulegu máli, ef hann kæmi
kindunum til byggða, eins og til var ætlast. — Auðsætt
var þó, að til þess að þessi áætlun fengi staðizt, mátti
ekkert út af bera.
En brátt komst hann að raun um það, að hér var við
rammari reip að draga en hann hafði órað fyrir. Jökull-
inn reyndist að vera, þar sem hann lagði til hans, mjög
erfiður yfirferðar, úfinn og sprunginn, svo að ekki varð
komist áfram nema áð krækja sitt á hvað og beita ítrustu
varfærni, og sóttist því ferðin miklu seinna en hann
hafði gert ráð fyrir. En áfram þokaðist þó, og var
Bensi tekinn að gera sér von um að úr væri að rætast
er allt í einu varð fyrir honum svo ferleg jökulsprunga
að í raun og veru var þar miklu fremur blátt áfram um
gjá að ræða, sem augljóst var að ekki varð með nokkru
móti yfir komist svo langt sem hann fékk séð inn á
jökulinn, var auðsætt að hér var sett verulegt strik í
áætlun hans.
Sennilega hefði æði margur, er staðið hefði í sporum
Bensa á barmi þessarar jökulgjár, hikað við að fara
lengra. Enn var svo lítið á daginn liðið, að ef hér var
snúið við, yrði komið út að Aðalbóli fyrir dagsetur. —
En að Bensa hvarflaði ekkert slíkt. Einhvers staðar
hlaut þessi sprunga að eiga sér upptök, og er þar væri
komið, var þó alltaf nokkur von um, að versta tor-
færan á leiðinni væri yfirstigin. í von um það, að enn
mætti takast, þrátt fyrir alla erfiðleika, að hafa upp á
kindunum í Kringilsárrana, áður en skyggja tæki að
kvöldi þessa dags, hélt hann því ótrauður áfram lengra
inn á jökulinn. —
Bensa létti mjög í skapi er hann seint og um síðir
komst fyrir enda jökulsprungunnar miklu og tók að
halda til baka aftur, í áttina út af jöklinum. í svipinn
fannst honum, að nú hefði hann yfirstigið verstu tor-
færuna, sem á vegi hans gæti orðið. Héðan af hlyti ferð
hans að heppnast. Það var að vísu liðið fast að hádegi.
Enn ætti þó að endast dagsbirta til þess að finna kind-
urnar. Og þá skifti minnstu máli um nokkrar klukku-
stundir, — jafnvel dægur. Hann hvatti því sporið, hress
í huga, og hélt nú í áttina til Töðuhrauka.
Einhvern veginn hafði Bensa aldrei hugkvæmst að um
aðrar hindranir yrði að ræða í þessari ferð en þær, er
hann hafði fram að þessu átt við að stríða, eða að veru-
legir erfiðleikar kynnu að verða á því, að koma kind-
unum til skila eftir að tekizt hefði að nálgast þær á
„Rananum.“ Honum brá því mjög í brún er hann allt
í einu veitti athygli dimmum óveðursbakka, er hóf
sig á loft bak við fjallgarðana norðvestur af Laugar-
valladalnum. — Gat verið að úr þessum bakka ætti eftir
að rjúlca svo, að honum lánaðist ekki að koma kind-
unum til byggða, jafnvel þó að svo vel vildi til, að hon-
um tækist að finna þær?
Hann gat ekki varizt því, Bensi. Það setti að honum
ónotalegan grun um, að svo kynni að fara.
.872 Heima er bezt