Heima er bezt - 01.11.1958, Side 14

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 14
Vér héldum áfram, án þess að mæla orð frá vörum eða gefa önnur hljóð frá okkur. Leiðsögumaðurinn fór svo hratt yfir, að við urðum öðru hverju að hlaupa við fót, svo að við misstum ekki af honum. Til þess að dreifa huganum frá sársaukanum, sem þjáði mig í hverju spori, fór ég að rifja upp sögur, sem Herbert vinur minn hafði sagt mér fyrir skÖmmu síðan, meðan ég dvaldi á heimili hans. Herbert hafði dvalizt lengi í Afríku, en loks fyrir tveimur árum hafði hann eignazt jörð og stofnað heimili. Árum saman hafði hann verið verkstjóri á kaffiekru, sem lá inni í frumskóginum um 25 km frá næsta þorpi. Hann stundaði kaffiræktina af kostgæfni og gaf sér sjaldan tóm til að hitta nokkum hvítan mann næstum því árið út. í þjónustu sinni hafði hann tvo svertingja, sem báðir voru vanir veiðimenn, og öfluðu þeir nægilega í soðið handa honum. Ekru- eigandinn hafði lagt ríkt á við hann að fá þeim aldrei þunga riffilinn sinn í hendur, enda nægðu þeim léttir rifflar til að skjóta antílópur og smærri dýr til matar. Dag nokkurn komu nokkrir innfæddir starfsmenn af ekrunni til hans og sögðu honum mjög æstir, að nílhestar hefðu gert mikinn usla á ekrum þeirra, og báðu þeir hann nú ásjár. Annar veiðimaðurinn þrábað hann nú um að lána sér þunga riffilinn, og loks eftir þriggja daga nudd og nöldur lét Herbert að ósk hans. Morguninn eftir kom einn svertingjanna með írafári og skýrði frá því, að eitthvert slys mundi hafa hent veiði- manninn, því að neyðaróp hefðu heyrzt frá honum. Herbert flýtti sér til hjálpar, ásamt sex mönnum. Sárs- aukavein vesalings mannsins beindu þeim leið til hans. Þegar á vettvang kom, mætti þeim óhugnanleg sjón. Maðurinn lá þar með iðrin úti og engdist af kvölum. Herbert svipaðist um eftir rifflinum. Hann lá þar rétt hjá manninum. Herbert beygði sig eftir honum, en um leið og hann rétti sig upp, sá hann að hann stóð rétt frammi fyrir risavöxnum nílhesti, í svo sem 30 feta fjarlægð. í einhverju örvætningaræði skaut Herbert á dýrið, sem hreyfði sig ekki hið minnsta. Til vonar og vara skaut hann enn þremur skotum, og gekk síðan varlega að dýrinu. Það var steindautt og hafði sýnilega verið það nokkrar klukkustundir. Herbert var ekki veiðimaður, og má því fara nærri um, að honum brá í brún, er hann leit í kringum sig, og sá annað dýr ör- skammt í burtu. Hann skaut á það og tæmdi nú skot- hólf riffilins, en komst þá að því, að enn hafði hann eytt skotum sínum á dautt dýr. Hann reyndi nú að gera sér grein fyrir hvað gerzt hefði. Veiðimaðurinn hafði svnilega drepið karldýrið í fyrsta skoti, en hinsvegar aðeins aðeins náð að særa kvendýrið, banasári að vísu, en áður en það dræpist, hafði það, ært af kvölum, ráðist á manninn og rifið upp á honum kviðinn með vígtönnunum. Þarna í grenndinni fundu þeir lifandi kálf, sem Herbert lét flytja heim á ekruna, en af því að mjólk skorti þar, lifði hann einungis fáa daga. Herbert og menn hans báru veiðimanninn heim og gerðu að sárum hans til bráðabirgða. Síðan var haldið áfram með hann áleiðis til næsta þorps, þar sem læknir átti heima, en hann lézt á leiðinni. Næstu daga hömuðust starfsmennirnir á ekrunni við að ryðja braut á slysstaðinn. Síðan drógu þeir nílhesta- hræin heim að kofum sínum, og nú var haldin þar átveizla á nílhestakjöti, og stóð hún í hálfan mánuð, enda þótt fýluna af dragúldnu kjötinu legði langar leiðir og allt til húss Herberts, sem var í tveggja mílna fjarlægð. En þótt ég reyndi að stytta mér stundir með því að rifja þessa og aðrar sögur upp, varð það einungis stundarfró frá þjáningunni af hátanum og sársaukanum í fætinum. Loks hrópaði einn burðarmannanna „Band- ama“, og benti um Ieið á skógarbelti framundan. Band- ama.er mikið fljót með skógarbelti á bökkum, eins og títt er í savannalöndunum. Þegar við komum að skóg- inum, héldum við ekki beint niður að ánni, heldur gengum meðfram skógarbeltinu um stund. Þá opnað- ist allt í einu stígur milli trjánna. Leiðsögumaðurinn benti á hann og sagði „Niu-Ssii“, en það þýðir „árfíll- inn“, sem er nafn svertingjanna á þessum slóðum á nílhestinum. Troðningurinn lá frá ánni beint út gegnum runna- þykknið, en jafnskjótt og út á sléttuna kom, kvísluðust frá honum stígar í allar áttir, og víða sáust bæli í gras- inu. Við fylgdum troðningnum fram á árbakkann, sem var bæði hár og snarbrattur og lá um 50 fetum yfir vatnsfleti árinnar. Niður nærri þverhníptan bakkann höfðu áreiðanlega margar kynslóðir nílhesta troðið götuslóða, sem líktist mest tröppum, svo brattur var hann. Það var furðulegt að hugsa sér, hvemig þessi tröllauknu, klunnalegu dýr höfðu getað klifrað þar upp og niður. Við fikruðum okkur gætilega niður stíginn. Svo var hann brattur, að við urðum hvað eftir annað að grípa í greinar og rætur til að styðja okkur við. Nið- ur við vatnsborðið settumst við og biðum. Við og við flugu hornfuglar yfir höfðum okkar, og vængjaþytur þeirra, sem helzt minnti á eimlestardyn í fjarlægð, var hið eina, sem rauf þögnina. „Hér eru nílhestar í ánni,“ sagði leiðsögumaðurinn, sem var hinn eini í fylgdarliði okkar, sem gat gert sig skiljanlegan á frönsku. Mér var þegar fullljóst, að ef þetta var rétt á annað borð, hlytum við að sjá nílhest- ana þarna, því að þeir eru regluleg lagardýr, sem halda sig að staðaldri í ánum. Hver hjörð hefur sitt markaða svæði. Hinar þrotlausu veiðar hafa valdið því, að dýrin fara aldrei í land nema á nóttum. Þá fara þeir eftir ein- hverjum troðningnum, og hver hjörð á sitt afmarkaða beitiland úti á sléttunni. Þeir marka sjálfir beitarsvæði sín með því að karldýrin fara um það og þeyta taði sínu og þvagi með halanum, sem gengur líkt og hreyfil- skrúfa, á runnana allt um kring. Lyktin segir síðan hverju dýri, sem nálgast, að það sé komið þarna inn á einkaland nílhestahjarðar, og búast má við hörðum bar- daga, ef gesturinn hypjar sig ekki brott hið bráðasta. Margir ferðamenn fullyrða, að nílhesturinn sé rólegt dýr og láti menn afskiptalausa, þótt þeir komi nærri þeim, og hin einu viðbrögð þeirra séu að geispa letilega. Þetta er reginvitleysa. Þegar nílhestur geispar, fer því fjarri, að hann sé syfjaður eða kærulaus um, hvað ger- 376 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.