Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 31
var á sýnilegu undanhaldi. „Ég er fávís í þeim galdri
en vona bara, að allt fari vel.“
Rósa batt enda á samræðurnar. Hún kom inn með
rauðar og blautar hendur. „Ég er búin og þvo trogin
upp úr læknum, en það verður að þvo þau upp úr heitu,
ef þau eiga að verða eins fín og þau voru,“ sagði hún.
„En það lán, að Geirlaug er með kaffi.“
„Hvað ertu að þessu? Heldurðu að ég hafi ekki ætl-
að að þrífa trogin, manneskja, eins og ég er vön?“
•^agði Geirlaug. „En náttúrlega hellti ég á þegar Stína
kom, svo að hún geti lesið í bollana.“
„Ef hún er þá ekki búin að missa gáfuna vegna hrossa-
kjötslyktarinnar,“ sagði Rósa hlæjandi. Hún var búin
að taka það ráð að snúa þessu öllu upp í gaman, þó að
henni fyndist það ekki vera svo.
Stína hristi höfuðið af vandlætingu: „Blessuð sjáðu nú
aumur á mér, Rósa mín, og lofaðu mér að hírast hér í
vetur í einhvers konar húsmennsku; nóg hefurðu hús-
plássið. Annars missi ég matarlystina og veslast upp í
þessari bölvaðri brækju, sem orðin er í Garði. Varla
ferð þú að sjóða svoleiðis ómeti handa þínu fólki,“ sagði
hún.
„Mér þykir það ólíklegt, en þó þvertek ég ekki fyrir
það,“ sagði Rósa. „Það eru margir farnir að borða það.
Kannske er þetta ekkert annað en vitleysa, að hafa ógeð
'1 ' U
a pvi.
„Það eru ekki aðrir en einhverjir bjálfar, sem leggja
sér svona lagað til munns,“ sagði Stína gamla. „Ertu
búin að gleyma stelpunum frá Hamri og Giljum. Allir
forðuðust að sitja hjá þeim í kirkjunni. Það var svo
mikil ólyktin af þeim.“
„Bara að það hafi ekki verið einhverjar ógerðarget-
gátur,“ sagði Rósa. „Aldrei fann ég ólykt af þeim.“
Rósa sleppti því, að hún hafði forðazt að koma svo
nærri þeim, að hún gæti fundið af þeim lyktina bara af
því, að allir höfðu tekið þær fyrir og sýnt þéim lítils-
virðingu, vegna þess að þær voru svo feitar og luralegar
og með stórar, rauðar kinnar. Það stafaði af kjötinu.
Nú fannst henni þetta hafa verið lj'ótt og heimskulegt.
Stína rýndi í bollana, einkum þó bolla Rósu.
„Ég hélt, að hann væri lakari, bollinn þinn, Rósa mín.
Þú ert nú náttúrlega ekki eins ánægð og þú þykist vera.
En samt bjóst ég við að bollinn þinn væri lakari. Þetta
ætlar að ganga talsvert betur en spáð var fyrir,“ rausaði
hún. „Mamma þín er bara sæmilega ánægð, en líklega
hugsar hún norður að Hofi einstaka sinnum, sú góða
og mikla búkona.“
„Það er ólíklegt að þú sjáir, hvernig hún hefur það
suður í Reykjavík og því síður hvað hún hugsar,“ greip
Rósa inn í spádóminn.
„Ójú, ég sé það, góða mín, og miklu meira, sem ég
kæri mig ekki um að segja þér,“ sagði Stína, hálfmóðg-
uð yfir því, að orðum hennar var vantreyst.
„Mig langar svei mér ekki til að heyra meira,“ sagði
Rósa og gekk dálítið snúðug út.
„Það er aldrei að hún finnur til sín,“ hnussaði í Stínu.
„Sízt að furða, þó hún sé upp með sér af þessum fínu
tengdaforeldrum, sem hún hreppti.“
Stína gleymdi alveg að lesa í bolla Geirlagar, enda
var lítið í honum að sjá. Hún kvaddi stuttaralega, bað
að heilsa ungu maddömunni og hugsaði sér að koma
ekki að Hofi næstu dagana.
Rósa hló, þegar hún sá kerlinguna rölta heimleiðis
stórlega móðgaða. — Sjálfsagt myndi hún ekki eiga upp
á pallborðið hjá henni næstu dagana. En það gerði nú
ekki mikið til. Hún færi þá ekki að biðja um að komast
í húsmennsku í annað sinn. Þar var víst betra autt rúm
en illa skipað og því ekkert fengið með því að fá hana
á heimilið. Kerlingin var ómerkileg í tali um fólk og
flutti allt út af heimilinu sem talað var og gert þar. Um
það kærði Rósa sig ekki.
Rósa hafði lært svo ótrúlega margt þessar vikur, sem
hún hafði verið húsmóðir og leit nú allt öðrum augum
á fólkið. Mest var þetta að þakka fólkinu í Þúfum. Það
var allt svo skynsamlegt, sem það sagði og gerði. Rósa
vissi, að það hafði borðað kjöt af hrossi, sem hafði slas-
azt þetta haust, og Engilráð hafði sagt að það væri in-
dæll matur og Stefán væri vanur að borða svoleiðis kjöt.
Ekki var samt hægt að finna neina lykt í bænum eða af
fólkinu. Hún fór því að draga það í efa, að það hefði
verið rétt, sem fólk sagði um Hamra- og Giljafólkið.
Systkinin frá Giljum höfðu verið vinnuhjú hjá móður
hennar, og engum hafði dottið í hug að tala óvirðulega
um þau, og móðir hennar hafði trúað Ásgeiri fyrir eftir-
lætishestinum sínum.
Hún varð að láta eins og hún hefði ekki heyrt neitt
af óhróðurslestri Stínu gömlu. Kristján væri víst ekk-
ert lakari fyrir það, þó hann hefði alizt upp á þessu
fyrirlitna mataræði. Og þó gat hún ekki annað en
verið alltaf að hugsa um þetta.
Kristján kom ekki heim aftur fyrr en í niðamyrkri.
Rósa tók vel á móti honum og talaði um að hann kæmi
seint. Hún hefði verið að hugsa um að fara að hátta.
„Ég gat ekki yfirgefið þau fyrr en þau voru komin
um borð og hún var háttuð. Þau þekktu engan, sem
þau gætu verið hjá í nótt, ef skipið hefði ekki komið.
Þá hefði ég komið með þau heim aftur,“ sagði hann.
„Mamma bað ósköp vel að heilsa þér. Ég á eftir að
kyssa þig marga kossa fyrir það, hvað þú varst góð við
hana. Svo kom ég með tuttugu slátur. Heldurðu að það
verði ekki nóg og þú verðir ánægð með það?“
„Jú, það verður sjálfsagt nóg. Við verðum ekki svo
mörg í vetur, býst ég við,“ sagði hún. „Ég sá bara
aldrei vera rekið út eftir?“
„Ég keypti þessi slátur. Ég tími ekki að slátra fleiri
lömbum. Þú verður að reyna að skilja það, að mig
langar til að fjölga fénu og búa stórt á stórri og góðri
jörð. Þú hlýtur að verða talsverð búkona. Mamma þín
var einstök, enda búin að búa lengi.“
„Ég verð nú víst aldrei neitt Iík henni, sagði Rósa.
Samt hugsaði hún sér að reyna að líkjast henni.
Fáleikarnir, sem myndazt höfðu milli hjónanna á
meðan tengdaforeldrarnir voru á heimilinu, hurfu að
mestu leyti, en þó var sambúðin ekki eins og áður.
Heima er bezt 393