Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 38
Nú er tækifæriá til a5 eignasí í ól œypis suissnesku ( l'I.V.V ii' \i 2o n hanc íprjónauélina a§ uerhmœti kr. 2.815.oo ÞÁ BIRTIST nú þriðja og síðasta þrautin í verðlaunaget- rauninni, sem hófst í septemberblaðinu, og nú er ekki annað eftir en að senda ráðningar á öllum þremur þrautunum í sérstöku umslagi merktu Ver&launagetraun, til „Heima er bézt“, pósthólf 45, Akureyri. Hver veit, nema þú, lesandi góður, verðir einmitt svo heppinn að eignast undravélina PASSAP M 201, sem eins og kunnugt er er 1. verðlaun í get- rauninni. Að þessu sinni sjáið þið mynd af þjóðkunnum rithöfundi, sem er þekktur fyrir hinar vinsælu skáldsögur, sem hann skrifar fyrir börn og unglinga. Og vandinn er ekki annar en sá, að segja til um, hver maðurinn er. Svörin við öllum þremur hlutum getraunarinnar þurfa að hafa borizt ritinu fyrir 15. desember næstkomandi, en i jan- úarblaðinu verða birt nöfn sigurvegaranna. Allir þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur „Heima er bezt“ geta tekið þátt í getrauninni. Berist fleiri en ein rétt ráðning, verður dregið um vinninga. Og nú verður spennandi að vita, hver verður hlutskarpastur og hreppir PASSAP M 201 handprjónavélina. í næsta blaði byrjum við svo enn á nýrri og. spennandi verðlaunagetraun með mörgum glæsilegum viríningum. Getraun: Hver er maðurinn? [ ] Eiríkur Sigurðsson. [ ] Stefán Jónsson. [ ] Ármann Kr. Einarsson. [ ] Stefán Júlíusson. [ ] Kári Tryggvason. [ ] Ólafur Jóh. Sigurðsson. [ ] Hendrik Ottósson. Undir Látrabjargi Framhald af bls. 386. ----------------------------- sem kassarnir voru. Þar voru þær losaðar. Að því búnu fóru bræðurnir aftur að tína. Þannig leið dagurinn í þessari ævintýraurð drengjanna. Það var komið kvöld. Allir voru saman komnir innst á urðinni. Kassarnir voru fullir. Eggjatökunni á Stór- urð, var lokið að þessu sinni. Nú fengu menn sér matar- bita. Allir urðu bitanum fegnir, og því Sem til var að drekka, en ekki sízt drengirnir, sem allir voru orðnir útataðir í fugladriti og dauðþreyttir. En ánægjan leyndi sér ekki á svitastorknum andlitum þeirra. Kumlaðar og óhreinar hendurnar báru brauðið fimlega að munnin- um, sem tók vel við. Sjór var orðinn það sléttur, að hægt var að lenda undir urðina. Vitanlega blotnuðu menn við það, en það þótti betra, en bera eggjakassana langan veg yfir sleipt fjörugrjótið. Þegar um borð kom í bátinn, beið þar bjargmanna heitt kaffi og mikið af soðnum eggj- um. Um 4000 egg voru komin um borð í bátinn. Það þótti góður fengur, og svo var haldið heim. Þegar heim kom voru eggjakassarnir bornir í land, og svo fóru allir að sofa, því að það var komið fram á nótt. Fyrstu eggjatökuferð Halla og Kalla undir Látra- bjargi var lokið, en þeir áttu eftir að fara margar fleiri. Þeir gengu sigrihrósandi til svefns og dreymdi um fugl og egg. Daginn eftir var eggjunum skipt. Þeir bræðurnir fengu hlut saman. Þeim fannst næstum, sem þeir væru orðnir bjargmenn. Bókahillan Framhald af bls. 397.-------------——----------------- eða syndsamlegt að skyggnast inn fyrir tjald dauðans, munu telja, að bókin sé einungis hugsmið eða draumórar höfundarins. En benda mætti mönnum á það, að dæmafátt eða dæmalaust mun það vera, að menn, sem óvanir eru ritstörfum, geti viðstöðu- laust lesið fyrir svo margbreytilegar lýsingar án endurtekninga eða að reka í vörðurnar, eða hefðu það hugmyndaflug að skapa þær jafnhratt og orðin eru mælt. Það eitt bendir ótvírætt í þá átt, að hér séu annarleg öfl að verki en ekki heili miðilsins sjálfs. En hvað sem þeim skoðunum líður, munu allir geta orðið á eitt sáttir um það, að bókin flýtur fagran og athyglisverðan boðskap, sem er fyrst og fremst kærleikur til alls og allra. Óvenjuleg fegurð kemur fram í flestum lýsingum bókarinnar, og hún er alvarleg hugvekja til manna um að vanda hugsanir sínar ekki síður en gerðir. En bókin er ekki til þess fallin að lesa hana í belg og biðu eins og skemmtisögu. Bezt njóta menn hennar með því að lesa hana í smáköflum og gefa sér tíma til umhugsunar við hvern þeirra. Síra Benjamín Kristjánsson skrifar athyglisverðan formála að bókinni og gerir þar grein fyrir höfundi hennar og hvernig bókin er til komin. St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.