Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 20. ágúst: Klukkan 9 að morgni hófst tugbrautarkeppnin. Með- al 19 tugþrautargarpa voru tveir íslendingar, þeir Pétur og Björgvin. Keppnin var frá upphafi mjög erfið og varð all langdregin. Ekki eru tók á því að rekja keppn- ina grein fyrir grein. Rússinn Kuznetsov tók strax for- ystuna og var aldrei ógnað. Pétur var í góðu keppnis- skapi og skilaði sínu og rúmlega það, en Björgvin var lakari en við hafði verið búizt. Þegar keppninni lauk fyrri daginn var Pétur 10. í röðinni með 3596 stig, en Björgvin 17. með 3262 stig. Afrek Péturs er það bezta sem hann hefur náð í 5 fyrstu greinum tugþrautar- innar. Svavar keppti í fyrra riðli undanúrslita 800 metra hlaupsins. Hlaupið var mjög erfitt og baráttan var svo hörð, að nálgaðist áflog. Einn keppendanna lá í valn- um um 30 metra frá rásmarki, og Svavar, sem var síð- astur úr viðbragðinu, varð að leggja lykkju á leið sína til að traðka ekki á manninum. Svavar virtist ekki í sama keppnisskapi og daginn áður, hann var lengst af aftastur, hraði hlaupsins hentaði honum ekki og hann kom 6. að marki á 1 mín. 54.6 sek. Derek Johnson frá Bretlandi sigraði á 1 mín. 48.8 sek. Hallgrímur Jónsson tók þátt í undankeppninni í kringlukasti, og náði ekki að kasta 48 metra, sem þurfti til þess að fá að taka þátt í aðalkeppninni. Fleiri íslend- ingar kepptu ekki þennan dag. Tvenn gullverðlaun gengu út annan daginn. Rússinn Igor Ter Ovanesjan varð Evrópumeistari í langstökki, stökk 7.81 metra. Rússneski þjóðsöngurinn hljómaði nú á leikvanginum í fyrsta sinn, en hann átti eftir að verða góður kunningi vallargesta, og mátti er leið á mótið, heyra margan manninn raula hann við munn sem dæg- urflugu. Þjóðverjinn (Saar) Armin Hary varð Evrópumeistari í 100 metra hlaupi á 10.3 sek., landi hans, Germar varð annar á 10.4. Það kom í ljós við þetta tækifæri, hve Þjóð- verjar voru geysi-fjölmennir á áhorfendapöllunum, allt ætlaði um koll að keyra vegna fagnaðarláta, og í út- varpsstúkunni misstu þýzku útvarpsmennirnir alla stjórn á sér. Þá kom það í ljós, er verðlaun voru afhent, hve Þjóðverjar geta verið samtaka. Það hafði verið ákveðið, að enginn þjóðsöngur skyldi leikinn, þegar Þjóðverji sigraði, heldur aðeins þeyttir lúðrar, því að Þjóðverjar (austurs- og vesturs-) gátu ekki lcomið sér saman um þjóðsöng, vildu láta leika þjóðsöng vestursvæðisins, þegar V.-þjóðverji sigraði og þann austræna þegar A.- þjóðverji sigraði. Þetta vildi IAAF ekki samþykkja, og þess vegna var þetta ákveðið með lúðraþytinn. En áhorfendur tóku til sinna ráða og sungu fullum hálsi þjóðsönginn gamla (að vísu ekki „úber alles“ textann), og varð verðlaunaafhendingin mun hátíðlegri en ann- ars, því þjóðsöngvarnir yoru leiknir á grammófón og hljómuðu ekki glæsilega í hátölurum vallarins. Þannig lauk öðrum degi mótsins. Ahorfendur voru nú rösklega 20 þúsund, veður hið fegursta (í síðasta sinn). Fimmtudaginn 21. ágúst: Tugþrautarmennirnir voru aftur snemma á ferð. A mínútunni 9 voru fyrstu tugþrautarmennirnir komnir af stað yfir grindurnar í 110 metra grindahlaupinu. Keppt var í þrem greinum fyrir hádegi og tveim síð- degis. Klukkan var um 5 þegar þrautinni lauk, og var það fyrr en búast hefði mátt við. Tugþrautarkeppnin var afar hörð, að vísu var Kuznetsov í sérflokki og sigr- aði með yfirburðum, hlaut 7865 stig. En keppnin um hina verðlaunapeningana var æðisleg. Fróðir menn telja, að þessi tugþrautarkeppni sé sú erfiðasta sem háð hefur verið, fyrr og síðar. Þess vegna má líta á það sem ágæt- an árangur hjá Pétri að verða níundi í röðinni, hann hlaut nú fleiri stig en nokkru sinni áður í tugþraut, 6288 stig. Björgvin var 18. með 5742 stig. Gunnar Huseby keppti í undankeppni kúluvarpsins og átti auðvelt með að tryggja sér þátttöku í aðalkeppn- inni. Hann varpaði kúlunni aðeins einu sinni, mjög léttilega og án átaka, og mældist kastið 15.50 metra, en til þess að hljóta áframhaldandi keppnisrétt þurfti að kasta 15.20. Valbjörn Þorláksson og Heiðar Georgsson tóku þátt í undankeppni í stangarstökki. Þeir þurftu að stökkva 4.15 metra, til að fá að halda áfram. Valbjörn stökk 4.15 án erfiðleika í fyrstu tilraun, en Heiðari gekk ekki eins vel, hann fór 3.80, en tókst ekki að fara 4.00. Valbjörn heldur því keppninni áfram. Pólverjinn Tadeusz Rut varð Evrópumeistari í sleggjukasti, kastaði 64.78 metra. H. J. Yong frá Eng- landi sigraði í 100 m. hlaupi kvenna á 11.7 sek., og M. Itkina frá Rússlandi í 400 m. hlaupi kvenna á 53.7 sek. J.D. Wrighton frá Englandi sigraði í 400 m. hlaupi karla á 46.3 sek., og Rawson frá Englandi í 800 m. hlaupi á 1 mín. 47.8 sek. Allmikil tíðindi gerðust í sambandi við úrslit 800 metra hlaupsins. Rawson kom fyrstur að marki, það duldist engum. En hann var dæmdur úr leik, og Boysen frá Noregi því krýndur Evrópumeistari og afhent gullverðlaun með viðeig- andi viðhöfn, þjóðsöng og fagnaðarlátum. En sama kvöld var þessi úrskurður dæmdur ómerkur af æðra dómstóli, sem Englendingar skutu máli sínu til. Þetta atvik hefur haft talsverð eftirköst, Boysen var farinn heim til Noregs með sinn gullpening, formaður norska frjálsíþróttasambandsins skrifaði mikið kæruskjal og og hvatti Boysen til að halda gullpeningnum. Kæru for- mannsins var vísað frá, en hann hélt fast við það, að láta gullið ekki úr landi, og við þetta sat, þegar ég síðast vissi. Þetta atvik hefur verið harðlega gagnrýnt, og það Heima er bezt 387

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.