Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 11
Og uggur hans ágerðist mjög, er svo að segja í sömu svipan tók að þota um hann, ekki ósvipað því og verið væri að þreifa fyrir sér um það, hvernig föstustum tök- um yrði á honum tekið. Og vissulega varð þess skammt að bíða að herti veðurtökin. Því að svo að segja á sömu stundu skall á hann svo niðdimmt él, að ekki sá nema nokkra faðma frá sér. Aldrei mun Bensa, í öllu þessu ferðalagi, hafa fund- ist hann jafn gjörsamlega heillum horfinn og nú, meðan stóð á þessari fyrstu hríðarhrinu. Hann er staddur drjúga vegalengd inn á kennileitalausri óravíðáttu Vatnajökuls, í veðri, sem allar líkur bentu til að enn ætti eftir að harðna að mun áður langt um liði. Það var þó hvorki víðátta Vatnajökuls né öræfaauðnin fram undan, sem hann í svipinn óttaðist mest. Kæmist hann klakklaust út af jöklinum, var enn nokkur von um að finna kíndurnar, og þoka þeim eitthvað í rétta átt svo að skemmra yrði að vitja þeirra eftir en áður. Væri þá ferð hatns ekki með öllu árangurslaus. — En jafnvel þó að svo væri, að honum ætti ekki að auðnast að hafa sig fram úr örðugleikum þeim, er aðsteðjandi illviðri bæri honum í skauti sínu, var hann staðráðinn í því að verjast þeim, meðan hann mátti sig hræra. Því lofaði Bensi sjáífum sér hátt og hátíðlega. Hann skyldi ekki lúta í lægra haldi fyrr en í fulla hnefa. Og þó var ekki að vita, nema hann yrði enn að bíða, svo að um mun- aði, sá með ljáinn, — bíða þess að leikslokin yrðu ráðin. Já, ef hann kæmist klakklaust út af jöklinum. En var ekki þegar búið að króa hann þar inni? Hann hafði orðið að tylla á svo tæpar nafir um morg- uninn, austan upptaka Jökulsár, að ef hann ætti annari eins ófæru að mæta nú, vestan þeirra var í raun og veru vonlítið að komast fram úr henni í veðri því, sem á var, — hvað þá, ef verra væri. — Augljóst að til þess að geta rakið síg fram yfir svo karsprunginn jökul veitti ekki af sæm Jegu bjartviðri. — Annars gæti svo farið, ef mjög illa tækist til, að það yrði hlutskipti hans, Bensa sjálfs, að bíða. Það var þetta, sem Bensi kveið mest, eins og komið var. Allt fór þetta þó betur en áhorfðist. Upprofið kom jafnsh vndilega og élið hafði skollið á, svo að heita mátti að glóbjart yrði um öll öræfi, enda var nú förinni hrað- að svo sem mest mátti verða. — Svo mátti heita að næstu þrjár til fjórar klukku- stunclirnar gengi ferðalag Bensa að flestu leyti að ósk- um. Það reyndist engum verulegum torfærum háð að komast af jöklinum út í Töðuhraukana. Og þó að yfir gengá með allþéttum éljum um daginn, var sem oftast smakabjart. Var hann því búinn að finna kindurnar, og korriinn með þær í dalbrekkurnar skammt innan við Kriragilsána, þegar síðasta upprofsins naut ekki lengúr, enda var þá tekið talsvert að skyggja. — En þá rauk lílca yfir svo ægilegur norðanbylur, að ekki var annars kost- ur cn að leita hlés undir brekkubarði og láta þar fyrir- berast fyrst um sinn. Svo að segja frá blautu barnsbeini hafði Bensi vanizt fjárgæzlu. Sem ungur drengur hafði hann verið látinn sitja kvíaær, enda mátti svo heita að lengi fram eftir ár- um væri það hans aðalstarf að sumrinu, oft jafnt nætur sem daga. Snemma hafði hann einnig vanizt fjárgeymslu að vetrinum. Hafði hann löngum tamið sér að fylgja hjörðinni að deginum, „standa yfir,“ eins og það var kallað. Mátti svo heita að hann yfirgæfi hana aldrei, ef nokkuð var að veðri, og beitti hann henni þó þegar fært var. Var þá venja hans að taka sér stöðu þar, sem hann sá nokkurn veginn yfir hópinn, og gat því fylgst með honum. Gerði hann þá ýmist að hann gekk þar um gólf eða steig fram á hægri fótinn og reri fram í gráðið. En því er frá þessu greint hér, að nú er hann hafði fundið kindurnar á Kringilsárrana og var staddur hjá þeim, er veðrið reið yfir, taldi hann sjálfgefið, að sér bæri skylda til þess að sjá um að ekkert yrði þeim að grandi meðan á því stæði. Hann yrði að standa yfir þeim fyrst um sinn. Sjá um að ek’ki skefldi yfir þær þarna í brekkurótunum. Tók hann því að ganga fram og aftur svo nærri þeim, að hann hafði oftast veður af því, hvernig þeim leið. Þess á milli steig hann fram á fótinn eða studdist fram á stafinn og hvíldi sig. — Og er upp tók að rofa, seinni hluta laugardagsnætur gætti hann enn þessarar varðstöðu sinnar, hafði aldrei tyllt sér niður öll þessi dægur, en ef til vill aðeins horfið hugur við og við, er hann studdist fram á stafinn. — — Þegar birta tók á laugardagsmorgun og veðrið að batna svo, að ferðafært gat talist, var Bensa orðið Ijóst, að þess mundi ekki kostur, úr því sem komið var, að þoka kindunum lengra áleiðis að svo stöddu. Ferð hans væri því sýnilega árangurslaus að öðru leyti en því, að þetta veður hefði ekki riðið þeim að fullu. Láta mun nærri að leiðin innan fyrir Kringilsá og út að Brú sé lítið innan við 45 km. þetta var sá spölur, sem fyrir Bensa lá að labba, til þess að ná til bæjar. Erfiðis- laust yrði það eklú, eins og færð var orðin, það vissi hann vel. Þó taldi hann, að oft hefði sér boðizt brattara, oe að vel mundi úr rætast. Hann beið því ekki boðanna heldur hélt af stað eftir að hafa enn einu sinni fullvissað sig um að ekkert gengi að kindunum. — — Að kvöldi þessa laugardags, góðri stundu eftir dag- setur var Bensi staddur á hálsinum milli Laugarvalla- dals og Brúarskógar, örnefnis á Brúardölum austur við Jökulsá, nokkurn veginn þvert af Aðalbóli. Hlaut hann nú að viðurkenna, að leikurinn var miklum mun tví- sýnni en hann hafði grunað um morguninn. Hvort tveggja var, að færðin var enn verri en hann bjóst við, saman barinn þiljugaddur með ofurlitlum úrtökum á railli, þar sem hæst bar á og svo leitaði á hann magn- leysi, sem hann átti ekki að venjast, og naumast fékk skilið hve ört sótti að honum. Varð þó ekki annað sagt en að enn liði honum sæmilega vel. Hann hafði kostað kapps um að fara sem minnsta króka, en þó ekki getað stillt sig um að nota úrtökin, hæðirnar, sem rifið hafði af, þó að leiðin yrði þá lítils háttar lengri. — En þrátt fyrir það fann hann það æ betur og betur, að sér mundi alls ekki endast þrek til Heima er bezt 373

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.