Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 27
Ásta sagði:
— Ég kann ekki við að fara að heiman, fyrst hús-
móðirin er fjarverandi, þótt ég hafi ekkert sérstakt
viðbundið að kvöldkaffi loknu.
— Það skiptir engu máli, þó að mamma sé fjarver-
andi, því þegar þú hefir lokið skyldustörfum þínum,
áttu kvöldið sjálf, og gæðingarnir bíða okkar hérna
úti á hlaðinu.
— En ég kann ekki að sitja á hesti, það hef ég sagt
þér áður.
— Já, og þess vegna ætla ég að kenna þér það.
— Ég held það taki því varla.
— Við skulum nú alveg sleppa því að ræða það mál
núna, en ætlarðu ekki að koma með mér, Ásta?
Hún horfir enn á Val og mætir drengilegum, biðj-
andi augum hans. Án þess að hún geti við það ráðið, er
öll mótstaða þegar brotin á bak aftur, og ævintýri
kvöldsins heillar hana; en hún svarar samt engu. Valur
endurtekur spurningu sína og bíður svars.
Ásta lítur að lokum beint í augu hans og brosir, bjart
en feimnislega. Það er svar hennar við spurningu hans.
Heitur unaður fer um sál Vals, því þetta bjarta, jákvæða
bros á hann einn og enginn annar.
— Nú fer ég að týgja hestana, á meðan þú framreiðir
kvöldkaffið og býrð þig í ferðafötin, — segir hann og
gengur út úr eldhúsinu.
Kvöldkaffið hefir verið drukkið, og Ásta lýkur
skyldustörfum dagsins. Svo hefir hún fataskipti og
gengur út á hlaðið. Valur hefir týgjað reiðskjóta þeirra
og bíður hennar þar. Hún gengur til hans og nemur
staðar hjá honum. Bros þeirra mætast í djúpri þögn, en
blærinn hvíslar þýtt og lokkandi Ijóði skáldsins góða:
— Um það, sem ást og æska biður, fær engin vornótt
synjað þeim.
Valur leggur taumana upp á makkartn, á glófextum
gæðingi og segir lágt og hlýtt: — Á bak þessum hesti
hefir enginn stigið, síðan hann var fulltaminn, nema ég
sjálfur, en í kvöld átt þú að vígja hann, Ásta. — Hún
brosir:
— Blessaður hesturinn, svo þetta verður víst engin
skemmtiferð fyrir hann.
— Þú heldur það, en ég er alveg viss um, að hesturinn
minn hefir yndi af því að bera þig, og nú skulum við
halda af stað í fyrsta sameiginlega ferðalagið okkar.
Þau stíga á bak, og gæðingarnir bera þau hægt úr hlaði,
hlið við hlið út í bjartan og unaðsríkan faðm sumar-
kvöldsins. Gullnir aftangeislar krýna fjöll og engi, og
þýður svanasöngur ómar blítt í kveðjuóði dagsins. í
helgri kyrrð kvöldsins hverfur kaldranalegur raunveru-
leikinn með allar örlaganornir, og þau tvö, sem leggja
leið sína fram til heiða, njóta þess að vera saman. Valur
lítur til Ástu og segir brosandi:
— Ertu nokkuð hrædd að sitja hestinn minn?
— Nei, ég er hvergi smeyk, meðan ferðin er svona
hæg, og þú ert hérna við hlið mína.
— Svo þú treystir mér þá til að vernda þig á fyrsta
ferðalaginu okkar.
Rödd hans var þýð og hvíslandi. Ásta lítur á Val og
brosir. Orð eru alveg óþörf. Hann les svarið í augum
hcnnar. Hann á fullt traust þessarar saklausu, yndislegu
stúlku, og því skal hann aldrei bregðast. Þögnin hvíslar
heitum, fagnandi hjartaslögum þeirra beggja, og gæð-
ingarnir bera þau fram í Grænaengi. Valur stöðvar hest
sinn og segir:
— Þá erum við komin á leiðarenda, hérna eru hest-
arnir, sem ég ætlaði að sækja. Nú skulum við stíga af
baki og lofa gæðingunum að njóta hvíldar litla stund.
Ertu því ekki samþykk, Ásta?
— Jú, hví skyldi ég ekki vera það, en hvað hér er
guðdómslega fallegt!
— Já, það hafa margir haft orð á því. Þetta er líka
einhver fegursti staðurinn í okkar landareign.
Þau stíga af baki, og Valur beizlar vinnuhestana, sem
hann ætlar að taka heim til morgundagsins. Síðan geng-
Heima er bezt 389