Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 8
an af landinu kona þessi var, en þegar við sögðum henni heiti okkar, og hún heyrði nafn Jónínu, varð henni að orði: „Já, ég held allir hafi heyrt Magnúsar á Grund getið.“ Ekki var hægt að segja, að vistin væri góð í tjaldinu yfir nóttina. Jörðin var rök af regninu, og enginn botn í tjaldinu. Við stúlkurnar lágum í reiðfötunum og höfð- um söðlana undir höfðinu, en breiddum sjöl ofan á okkur. Svefninn varð því slitróttur. Umgangur og hávaði var í tjaldborginni fram eftir allri nóttu, og . hafa víst margir vakað þá nótt alla og skemmt sér á ein- hvern hátt. Annar ágúst rann upp, og enn rigndi. Skuggalegt er á Þingvöllum í regni. Gjárnar og hamrarnir dökkir og þungbúnir. En hvað urn það. I dag var hátíð, og fólkið ætlaði að skemmta sér. Við vorum á Þingvöllum við konungskomuna 1907. Ekki voru mikil tæki til að snyrta sig í tjaldinu. Við Jakobína fórum upp í Al- mannagjá og þvoðum okkur í Öxará gegnt fossinum. Ég held okkur hafi fundizt vatnið í Öxará heilagt. Elátíðin var sett á tilteknum tíma, og fór þar allt fram samkvæmt áætlun, söngur og ræðuhöld til skiptis. Ekkert af því hefir geymzt í minni mínu. Minnistæð- asti atburðurinn er mér konungsglíman. Elún var mesta skemmtiatriði dagsins. Um þessar mundir var verið að endurvekja glímuna, þessa fornu þjóðaríþrótt, og áttu ungmennafélögin mestan þátt í því. Veturinn áður var glíma sýnd opinberlega í Reykjavík, og sköruðu þar fram úr, þeir Hallgrímur Benediktsson, síðar stórkaup- maður, og Sigurjón Pétursson, síðar forstjóri á Alafossi. Á Akureyri hafði glíma einnig verið iðkuð og hófst þar nokkru fyrr, og þar var fyrst glímt um Grettis- beltið. Veturinn áður hafði Jóhannes Jósefsson glímukappi, síðar stofnandi og eigandi að Hótel Borg, stigið á stokk og strengt þess heit að sigra í konungsglímunni á Þing- völlum. Var hann nú kominn, til að vinna þetta heit, og gekk um í litklæðum. Hann og nokkrir fleiri höfðu látið gera sér föt eftir búningum fornmanna, voru þau blá og rauð, skikkja á öxlurn, rauð með hvítum loð- Glímukapparnir Jóhannes Jósefsson, Guðmundur Stefánsson og Hallgrimur Benediktsson. Gengið til Lögbergs. kanti, íslenzkir skór með hvítum eltiskinnsþvengjum, sem vafðir voru í kross upp leggina. Man ég, að í þessum búningum gengu, auk Jóhannesar, þeir Bern- harð Stefánsson, síðar alþingismaður Eyfirðinga, og Guðbrandur Magnússon, er þá var prentari, en síðar forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Pallur hafði verið reistur til að glíma á, en mann- þyrpingin stóð fyrir ofan í brekkunni. Alltaf sallaði regnið úr loftinu, svo að pallurinn var votur. Hefir það efalaust valdið glímumönnunum óþægindum. En glíman var skemmtileg, og allir fylgdust af lífi og sál með úrslitunum. Konungur virtist skemmta sér vel og gefa það til kynna með látbragði sínu. Úrslit urðu þau, að Hall- grímur Benediktsson vann glímuna og hlaut fyrstu verðlaun. Hallgrímur glímdi manna bezt og drengileg- ast, enda vann hann síðar verðlaun fyrir fegurðar- glímu. Að glímunni lokinni tók konungur í hönd öllum glímumanna. Einn þeirra hafði hruflazt á handlegg, og athugaði konungur meiðslið. Undir kvöldið fór að birta í lofti og hætti að rigna. Geislar kvöldsólarinnar steyptust nú yfir hinn forn- helga stað og glitruðu á Þingvallavatni og döggvotu grasinu. Hamrarnir og gjárnar þornuðu og fengu ann- an litblæ. Nú var leitt að þurfa að yfirgefa Þingvöll, en hátíðin var um garð gengin, og dagurinn liðinn. Ekki lá því annað fyrir en að halda heimleiðis. Rétt áður en lagt skyldi af stað, rákumst við Jakobína á Karl Finnbogason. Hann kvaðst vera að leggja af stað til Reykjavíkur í tómum vagni. Kom okkur nú þegar í hug að losa okkur við hestana og fá sæti í vagninum. Við vorum með sárindi og harðsperrur af því að hafa dengst 8 klukkustundir á Thomsensbykkjunum daginn áður. Við hurfum því að því ráði, að fara í vagninn með Karli, en pabbi og Guðmundur á Þúfnavöllum tóku hestana að sér til Reykjavíkur. Rétt þegar við vorum sezt í vagninn, bar þar að mann, sem spyr, hvort hægt sé að fá far til Reykja- víkur. Jú, það var laust sæti. Maður þessi var Jónas Guðlaugsson, skáld. Ég hafði nokkrum sinnum séð Jónas á götu í Reykjavík, en þekkti hann ekkert. Hann gekk ætíð við staf í yfirfrakka og með harðan hatt 570 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.