Heima er bezt - 01.07.1959, Side 2

Heima er bezt - 01.07.1959, Side 2
Blaálausir dagar Nýlokið er prentaraverkfalli, sem hafði þau áhrif, að á aðra viku kom ekkert blað út í landinu. Hvarvetna um hinn lýðfrjálsa heim eru dagblöðin snar þáttur í daglegu lífi fólksins. Blöðunum í frjálsu þjóðfélagi má að nokkru leyti líkja við andardrátt lif- andi manns. Og víða um lönd er það fullvíst, að þeir menn, sem komnir eru til þroska, eru teljandi, sem telja sig geta verið án dagblaðs síns. Það er þeim jafnsjálf- sagður hlutur að lesa blöðin daglega eins og að neyta máltíðar, ef svo mætti segja. Það hefði því mátt ætla að menn hér fyndu til vönt- unar, þegar hver dagurinn leið svo af öðrum, að ekkert kom blaðið, og horfurnar á útkomu þeirra sáralitlar. Ekki sízt hefði slíkt verið eðlilegt, þegar kosningar voru fyrir dyrum og kosningabaráttan var að komast í algleyming um þær mundir, sem blöðin stöðvuðust. En svo undarlega brá við, að þeir reyndust sárafáir, sem töldu sig sakna blaðanna, og meira að segja ýmsir þeirra, sem stóðu í sjálfri kosningahríðinni, töldu út- komu þeirra skipta sig litlu. Ég hygg að slíkt viðhorf hefði naumast verið hugsanlegt í nokkru nágrannalanda okkar. Ef vér hugsum um þetta, hljóta ýmsar spurningar að skjóta upp kollinum. Erum vér íslendingar lélegri blaðalesendur en aðrar þjóðir? Eða vantar eitthvað það í íslenzku blöðin, sem veldur því, að vér þykjumst geta án þeirra verið? Fyrri spurningunni er hægt að svara hiklaust neit- andi. íslendingar yfirleitt lesa mikið og vilja fylgjast með því, sem gerist kringum þá, jafnvel betur en marg- ar aðrar þjóðir. En þá eru það blöðin sjálf. Enginn fær neitað því, að margt ágætlega ritfærra og menntaðra manna fæst hér við blaðamennsku. Myndu þeir vera fyllilega hlut- gengir hvar sem væri í heiminum við slík störf. Hinu verður ekki neitað, að efni íslenzkra blaða er um margt ólíkt góðum, erlendum blöðum. Nokkru veldur þar um, að vér erum fámennir, blöðin lítil, oft verður sami maður að skrifa um hin fjarskyldustu efni, og flest blöð eiga við meiri eða minni fjárhagsörðugleika að stríða, sem tálmar því, að unnt sé að gera þau svo úr garði, sem æskilegt væri. En ekki er allt sagt með þessu. ÖIl blöðin eru gefin út af stjórnmálaflokkunum, og eru yfirleitt rekin sem áróðurs- og flokkstæki fremur en menningarmeðöl. Af þessu leiðir að pólitík og deilur um dægurmálin taka hlutfallslega miklu meira rúm í íslenzkum blöðum en erlendum. Því verður heldur ekki neitað, að stjórn- málabaráttan er rekin hér á landi meira í návígi en annars staðar. Sá ósiður hefur tíðkazt um of að berja menn og flokka illyrðum fremur en að rökræða málin. Fréttir og frásagnir eru oft svo litaðar að furðu sætir. Það er t. d. næsta fátítt að stjórnmálaumræður á fund- um séu rétt endursagðar. AUtof algengt er, að ræður flokksmannsins eru raktar rækilega en andstæðingarnir annað hvort afgreiddir með því að þeir séu flón, eða úr ræðum þeirra teknar samhengislausar glepsur, sem enga hugmynd gefa um málflutninginn. Þetta hafa les- endur rekið sig á, og því eru þeir hættir að trúa blöð- unum. Og um leið og traustið á blaðið er farið, verður lestur þess leiðinlegur. Blaðalesendur eru þreyttir á stór- yrðunum, moldviðrinu og persónulegum skætingi, og því er þeim hvíld að því, að blöðin komi ekki út. Blöðin eru stórveldi í nútímaþjóðfélagi. Vald þeirra leggur þeim skyldur á herðar. Þær skyldur, að vera menningarauki og skemmtanar. Enn þyngri verður sú skylda sakir þess, að blöðin verða sífellt meiri og meiri þáttur í lestrarefni margra manna. Viðbragð lesendanna við stöðvun blaðanna í verk- fallinu er skýr áminning til blaðanna um, að endurskoða afstöðu sína og breyta svo til, að þeirra verði saknað, ef svo skyldi bera til að þau hyrfu úr sögunni um stundarsakir. St. Std. 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.