Heima er bezt - 01.07.1959, Page 4
Séð yfir Stafafell og Lónið til Suðurs. Lengst burtu er Brunnhorn og siðan Vestra horn. Jökulsd fellur á aurum á miðri mynd.
STEINDÓR STEINDORSSON FRÁ HLÖÐUM:
SIGURÐUR JÓNSSON
r
suðaustanverðu Islandi liggur Lónssveit. Blasir
hún þar við suðri og sólarátt. Sveitin er að baki
lukt fjallafaðmi víðum og fjölbreytilegum,
þar finnast ef til vill meiri andstæður og fjöl-
breytni en nokkurs annars staðar í hinni furðulegu fjalla-
náttúru lands vors. Annars vegar er þar auðn hrikaleiki
og torleiði, en á hinn bóginn hlýleiki og yndi og alls
staðar fegurð. Armar þessa fjallafaðms enda við sjó
fram í hornunum tveimur, Eystra- og Vestrahorni. Eru
þau gerð úr forngrýti, gabbrói og granófýr, sem annars
er harðla fágætt hér á landi, og fjöllin sjálf mikilfeng-
leg og sérstæð. I sjálfri byggðinni skiptast á blásinn grjót
og jökulaurar annars vegar, en einnig grösugar flæði-
engjar. Miðsveitis fellur Jökulsá í Lóni, óhemja sem
engu eirir, en hefir þó nú verið brúuð, svo að hún klýf-
Stafafelli
ur ekki lengur sveitina. Um hlíðar skiptast á skógar-
teigar og grasbrekkur við naktar skriður, sem oft eru
skreyttar furðulegri litarmargbreytni. En framundan
sveitinni er hafið, blikandi og endalaust.
Upp undir fjöllum nær miðsveitis stendur kirkjustað-
ur og höfuðból sveitarinnar: Stafafell. Bærinn stendur
hátt og er þaðan víðsýnt um alla sveitina að heita má. í
Lóni hefir alizt upp margt kjarnafólk, og á Stafafelli
hefir nú búið í hálfa öld þjóðkunnur búhöldur og for-
ystumaður í héraði, Sigurður Jónsson.
Foreldrar Sigurðar voru Jón Jónsson, prófastur á
Stafafelli og kona hans Margrét Sigurðardóttir, prófasts
á Hallormsstað Gunnarssonar. Séra Jón var sonur Jóns
sýslumanns og kammerráðs Jónssonar á Melum í Hrúta-
firði. Höfðu þeir frændur búið þar mann fram af manni,
224 Heima er bezt