Heima er bezt - 01.07.1959, Side 7

Heima er bezt - 01.07.1959, Side 7
GUÐMUNDUR B. ÁRNASON FRÁ LÓNF mín úr (Niðurlag) ar ði Heimförin. Svo sem áður er sagt, var för okkar Björns í fyrstu ákveðin til Reykjavíkur. Samt fór það svo að við fór- um ekki lengra en til ísafjarðar og hurfum heim að ver- tíð lokinni. Má því segja að ferðasagan sé ekki nema hálfsögð er hér er komið. En þar eð hún er orðin all- löng vil ég með sem fæstum orðum skýra frá heimför- inni, en segja þó fyrst sögu skútunnar, sem við Björn vorum á um sumarið, drepa á veru okkar á henni og ástæðuna fyrir því að ekkert varð úr Reykjavíkurför okkar. Margir munu nú segja að óþarft sé að lýsa heimför- inni: ég muni hafa farið með gufuskipi og munurinn á að ferðast með fram ströndum landsins á gufuskipum sl. aldarfjórðungs og vélskipum nútímans, muni ekki vera svo mikill að orð sé á gerandi. Ég held nú samt að hann sé mun meiri en margur hyggur, og ber margt til þess. Fyrst og fremst eru skipstjórnarmenn strand- ferðaskipa nútímans hér — sem allir eru íslenzkir menn — margfalt kunnugri skipaleiðum, höfnunum og öllum staðháttum, en hinir erlendu skipstjórnarmenn fyrri tíma, og geta víða leitað skjóls eða afdreps fyrir skipin í vondu veðri á stöðum, sem hinir erlendu menn ekki þekktu eða þorðu að nota. Margir vitar hafa verið byggðir á þessari öld umhverfis landið, sem leiðbeina sjófarendum í dimmu. Og síðast — en ekki sízt — má geta þess, að strandferðaskip nútímans eru búin töfra- tækjunum „radar“ og „radio“, sem auðvelda mjög allar siglingar og auka stórkostlega öryggi á sjónum. En þau tæki þekktust ekld fyrir síðustu aldamót. Ég vil þá fyrst geta þess, að skipið, sem við Björn vorum ráðnir á, var lítil, gömul, einmöstruð „jagt“, 25 smálestir að stærð. Hún hét „Anna Soffía“ og hafði verið byggð í Noregi. Margt hafði komið fyrir hana á langri leið; og meira var þó eftir. Vil ég nú minnast hins helzta á viðburðaríkum ferli hennar. Fyrir löngu hafði „Anna Soffía“ lent í ís. Skipshöfn- in yfirgaf hana og náði á skipsbátnum landi, einhvers staðar á Ströndum. En er sjómennirnir komu til ísa- fjarðar, lá Anna Soffía þar á höfninni. Gufuskip hafði fundið hana og dregið til hafnar. Útgerðarmaðurinn, sem við Björn vorum ráðnir hjá — Filippus Arnason — hafði keypt skútuna. Átti hann hana um tugi ára, og var fyrst lengi formaður á henni. En þegar hann gerð- ist aldraður, tóku aðrir við. Var hún fyrst lengi látin ganga til hákarlaveiða. En seinna einnig til þorskveiða. Engar sögur fara af „Önnu Soffíu“ fyrr en árið 1880. Sumarið 1889 tók við stjórn á henni ungur og mjög efnilegur maður, Bjarni Kristjánsson frá Vöðlum í Ön- undarfirði. Næsta sumar lagði hann afla sinn, sem var hákarl, upp á Þingeyri við Dýrafjörð. Bróðir hans, — Sæmundur að nafni — var skipstjóri á nýsmíðaðri skonnortu, er var stærri en Anna og taiin traust og gott skip. Elún hét „Egill Skallagrímsson“. Gekk hún einnig til hákarlaveiða og lagði aflann upp á sama stað. Voru þessir bræður, sem báðir voru nýbakaðir skip- stjórar, taldir svo efnilegir, að naumast væru margir efnilegri skipstjórar á Vestfjörðum. Haustið 1880, er þeir bræður höfðu — að endaðri vertíð — flutt allt lauslegt úr skipum sínum og vildu ráða þeim til hlunns á Þingeyri, kom einn af eigendum „Egils“ til Þingeyrar. Lagði hann hart að Sæmundi að fara í eina veiðiferð til viðbótar, þar eð frétt hafði borizt um góðan hákarlsafla. Sæmundur tók því sein- lega, áttí unnustu vanfæra á ísafirði og hafði ákveðið að gifta sig strax og hann væri laus við skipið. Þó varð það úr, að hann lét til leiðast og bjóst til farar. Bjarni bróðir hans ákvað þá einnig að fara út á „Önnu Soffíu“ þó að hún væri minni. Þann 12. sept. lögðu bræðurnir út á skipum sínum í dumbungsveðri. En daginn eftir var skollið á norðan stórviðri. Gerði aftaka byl með miklu frosti, og stóð veðurofsinn 5 sólarhringa. Varð Bjarni að hleypa und- an veðrinu suður fyrir Látraröst og gekk það slysa- laust. En þar fékk skipið á sig svo mikinn brotsjó, að því kastaði flötu og lá lengi á hliðinni. Þegar það loks rétti sig og mennirnir, sem niðri voru — skipstjórinn og 3 menn aðrir — komust upp, var þar ömurlegt um að litast. Flest hafði brotnað, sem brotnað gat. Skútinn var stórlega laskaður, skipsbáturinn horfinn, skjólborðin moluð milli vanta, og segl öll í tætlum. Stýrimaðurinn og 2 hásetar, sem uppi höfðu verið, sáust hvergi. Var nú ekki gott í efni; stórsjór og ofsarok, skipið segla- laust og stórlega lamað. Bjuggust hinir 4 eftirlifandi menn við því, að banabylgjan mundi þá og þegar ríða yfir skipið. Sögðu þeir, að ömurleg hefði ævin verið meðan sjóarnir köstuðu fleytunni stjórnlausri á milli sín og þeir gátu lítið aðhafzt sér til bjargar. En alltaf flaut „Ánna“ gamla. Eftir 3 eða 4 sólarhringa tók veðr- inu loks að slota, og voru þeir þá staddir djúpt suðvest- ur af Reykjanesi. Þeir voru þá svo heppnir að á rann Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.