Heima er bezt - 01.07.1959, Side 10
Bjðrn Guðmundsson og Guðmundur B. Árnason.
inni og hélt „Vesta“ að Þórðarhöfða og lá þar, það sem
eftir var dagsins. En um kvöldið var leyst og haldið
til hafs. Daginn eftir varð nokkru af vörunum komið í
land á Sauðárkróld. En ekki var þó uppskipun lokið er
„Vesta“ fór þaðan.
Til Akureyrar komum við um nónbil þ. 3. október.
Var þá norðan gola og útlit afar ljótt: margfaldur, hvít-
ur klakkabakki í hafi. Enda lét óveðrið ekki bíða sín
lengi, því um kvöldið gekk í norðan stórhríð. Þetta
óveður stóð látlaust í 4 sólarhringa. Á öðrum degi varð
þó frostlaust og krapahríð eða regn eftir það. Svo fast
blés Norðri að illfært var á bátum milli skips og lands
á Pollinum og ófært með öllu í þrjú dægur meðan hvass-
ast var. Að kvöldi hins fjórða dags tók storminn að
lægja. Var svo heiðskírt veður og logn næstu daga og
alltaf unnið að upp- og framskipun. En aðfaranótt þess
9. gerði svo mikið frost að allan Pollinn lagði svo þykk-
um ísi, að bátum reyndist erfitt að komast fram að
skipinu.
Að morgni þess 11. fór „Vesta“ frá Akureyri og
kom til Húsavíkur um hádegisbil. Hafði þessi síðasta
nótt á Akureyri orðið okkur Birni ónæðissöm, sökum
drykkjuskapar og þar af leiðandi hávaða og illinda á
skipinu. Um miðnæturskeið, er við vorum rétt komnir
í rekkjur okkar, var hurðinni að klefa okkar hrundið
upp, og inn snaraðist snotur og snyrtilega búinn verzl-
unarmaður af Akureyri — talinn mesta kvennagull bæj-
arins í þann tíð —. Hann hafði stórlega móðgað einn
farþeganna og var nú á flótta undan honum. Á hæla
hans kom svo stór og svipmikill maður — Benedikt St.
Bjarnason — og veitti verzlunarmanninum þegar at-
göngu. Varð þar skakkur skinnaleikur og tók blóð strax
að fossa niður bringu verzlunarmannsins. Svo vel vildi
þó til, að Jóhannes sldpstjóri og tveir kunningjar hans
voru á fótum í klefanum. Gengu þeir strax á milli,
fengu sefað Benedikt og komið honum út. Blés þá
verzlunarmaðurinn sig allan upp, skammtaði Jóhannesi
og félögum hans skít úr hnefa fyrir að hafa skorizt í
leikinn. Taldi sig vera mann á móti Benedikt. Hann var
þó varla búinn að stöðva blóðrásina og laga sig til eftir
föngum, er Benedikt birtist aftur í klefadyrunum. En
þá varð það fyrsta viðbragð kappans að forða sér bak
við bargvættir sínar. Benedikt ruddist um fast, gat
seilzt yfir verndara óvinarins og komið einu höggi á
hann, svo blóð tók að renna á ný. Að því búnu hvarf
hann aftur fram úr klefanum. En Jóhannes og félagar
hans hröðuðu sér út með verzlunarmanninn, sem nú
var ekki borubrattur og fengu komið honum í land.
Ég hafði aldrei áður séð barizt með hnúum og hnefum,
ogjróttu það ljótar aðfarir.
Á Húsavík stanzaði ég aðeins fáa tíma en fór svo
gangandi norður yfir Tunguheiði. Þegar kemur á aust-
urbrún heiðarinnar, opnast skyndilega útsýn yfir
Kelduhverfi og Öxarfarðarflóann og sveitirnar þar
austan við: Hólsföll, Öxarförð, Núpasveit og Melrakka-
sléttu. Er sú útsýn hin fegursta, einkum á sólbjörtuni
og lygnum sumarmorgnum og hafði oft hrifið mjög
huga minn. Nú var héraðið með nokkrum kuldasvip,
þar eð Vetur konungur hafði með skírum línum mark-
að sér fjöll og hálendi. Þó fannst mér, er ég stóð á
heiðarbrúninni þetta kyrra haustkvöld, að ég hefði
aldrei séð það fegurra.
Að tæpum klukkutíma liðnum, var ég kominn í faðni
ástvina minna á æskuheimili mínu, fátækari af fögrum
framtíðarvonum en nokkru ríkari af lífsreynslu.
Þar með var fyrstu för minni úr föðurgarði lokið.
Hafði ég eytt 59 dögum í að komast þessa leið — ti!
Isafjarðar — fram og aftur, og mætt margs konar
óþægindum og erfiðleikum. Er það þó ekki nema lítill
hluti leiðarinnar kringum litla hólmann okkar. Og ekld
nema um klukkutíma ferð með beztu farartækjum nú-
tímans.
Tvær næturnar á Akureyri í þetta sinn, — sú fyrsta og
síðasta — urðu okkur Birni minnisstæðar. Strax og
„Vesta“ hafði varpað akkerum á Akureyrar-Polli, tók-
um við okkur far í land. Eyddum við síðan því, seni
eftir var dagsins við peningaspil á Hótel „Anna“. Um
kvöldið er við vildum hverfa um borð í „Vestu“ var
óveðrið skollið á og enginn bátur fáanlegur. Við héld-
um því aftur til hótelsins og báðum um rúm yfir nótt-
ina. En þá voru öll rúm á hótelinu upptekin. Á pakk-
húslofti var þó rúmflet laust og urðum við að sætta
okkur við það. Á loftinu voru allmargir menn og sýnd-
ist okkur sumir ekki sem álitlegastir, því auðséð var að
þeir höfðu komizt í full náin kynni við Bakkus kon-
ung. Langt fram yfir miðnætti var engin leið að festa
blund vegna hávaða og gauragangs. Blindfullur maður
— Jóhannes „blápungur“ — lá þar á gólfinu og gekk
ekki burt örna sinna. Var því loftið ekki gott í loft-
salnum. Um nóttina vaknaði ég við það að einhver var
að fara undir koddann minn. En þar höfðum við Björn
sumarkaupið okkar. Er ég snart hendi hans, kippti
hann henni snögglega að sér og hafði sig á brott.
Dimmt var á loftinu svo ég sá ekki manninn. Til allrar
hamingju hafði ég vaknað strax, svo hann hafði eklcert
upp úr krafstrinum. Ekki þorðum við Björn að sofna
cftir það. Og með fyrstu skímu klæddum við okkur og
gengum um gólf niðri í pakkhúsinu fram að fótaferð-
artíma.
230 Heima er bezt