Heima er bezt - 01.07.1959, Page 11
ÞORSTEINN JÓSEPSSON:
Njarévík og Njarðvíkurskriður
Pa r sem Austfirðir hefjast að norðan, eftir að
Héraðsflóa og Héraðssandi sleppir, gengur vík
ein, umlukin háum fjöllum, milli Skálaness að
norðan og Landsenda að sunnan og heitir
Njarðvík. Þar er samnefndur bær, sem var landnámsjörð
og stórbýli fram eftir öldum. Kom Njarðvík allmikið
við ýmsar fornsögur og þá fyrst og fremst Gunnars
þátt Þiðrandabana, en sá, er fyrstur nam land þar, hét
Þorltell fullspakur.
Einn mestur fyrirmanna, sem búið hafa í Njarðvík,
var Björn skafinn Jónsson, en viðurnefni sitt hlaut hann
af því, að móðir hans fæddi hann á ferðalagi á heiðum
uppi. Þar var ekkert vatn til að lauga piltinn og varð því
að skafa hann með hníf. Sú er saga um Björn skafin, að
þegar hann var ráðsmaður Margrétar ríku á Eiðum,
hafi hann eitt sinn sem oftar stundað róðra frá Borgar-
firði. Húsfreyja, sem bæði var ráðrík og ágjörn, kom
niður á Borgarfjörð í eftirlitsferð og þótti illa hafa fisk-
azt. Vandaði hún um við Björn ráðsmann, en hann kvað
ekki duga, því að ekki fengist nema einn fiskur í áróðri.
„Séu tuttugu áróðrarnir,“ sagði Margrét, „fást tuttugu
fiskar.“ Daginn eftir vildi húsfreyja sjálf fá að fara með
í róður og var það auðsótt, enda veður fagurt. En brátt
syrti í lofti og skall á rok. Þá bað Margrét, sem óvön
var sjó og bæði hrædd og köld af vosbúð og sjóveik, að
róið yrði hið skjótasta til lands. Því neitaði Björn, kvað
bezt að reyna þolið, því í tuttugu áróðrum fengjust
tuttugu fiskar. Þegar veður versnaði svo mjög, að sjó-
inn skóf og Margrét var nær dauða en lífi, lét Björn loks
til leiðast að róa í land, er húsfreyja hafði heitið honum
einkadóttur sinni, sem líka hét Margrét, og var Njarð-
vík heimanmundur hennar. í Njarðvík búnaðist þeim
vel og áttu marga sonu, sem allir urðu mikilmenni.
Sá, sem tók við búi á jörðinni af Birni bónda, var
Þorvarður sonur hans. Var talið að hann hafi haldið
hlífiskildi yfir konu þeirri, sem Hamra-Setta var kölluð
og myrt hafði bónda sinn vegna þess, að hún felldi hug
til annars manns. Með þessum manni lagðist hún út í
helli, sem er í fjalli fyrir ofan Borgarfjörð, veiddi silung
og lifði á honum. En þegar lagsmaður hennar dó, fór
hún úr hellinum og lagðist út í Dyrfjöll fyrir botni
Njarðvíkur. Þá er sagt að Þorvarð bónda hafi vantað
átján sauði af fjalli, en veturinn eftir kemur kona upp
á baðstofupall í Njarðvík, varpar af sér byrði mikilli og
segir um leið og hún hvarf út: „Þá hefur hver nokkuð
sauða sinna, Þorvarður bóndi, þá hann hefur ullina.“ í
byrði konunnar var vaðmálsvoð, 18 álnir að lengd. Var
talið, að Þorvarður hafi gefið Settu sauðina um haustið,
en hún viljað að einhverju launa gjöfina.
Skammt er liðið frá því akvegur var gerður af Héraði
og til Njarðvíkur, og liggur hann um svokallað Vatns-
skarð, en áður var almennt farið um svokölluð Göngu-
skörð frá Unaósi við sunnanverðan Héraðsflóa yfir í
Njarðvík. Var það fremur stutt leið yfir allháan háls
að fara og ekki ýkja ógreiðfært. Þarna uppi á hálsinum
rís fellshnúkur, sem Sönghofsfell nefnist. — Þjóðsaga
hermir, að þar uppi á hnúknum hafi staðið hús til forna,
Sönghof nefnt, og verið samkomustaður Héraðsbúa og
Borgfirðinga. Aðrir segja að þar hafi verið hof forn-
manna í heiðni. Norðan í fellinu er þröng gjá, sem
heitir Klukkugjá, og áttu fornmenn að hafa skotið járn-
stöng úr hofinu yfir gjána og síðan hengt á stöngina
klukkur, sem hringdu fyrir vindi. Klukkurnar hringdu
öldum saman og vernduðu grannabyggðirnar fyrir ó-
vættum þeim, sem í Dyrfjöllum bjuggu. — Seinna var
klukkunum stolið.
Þegar yfir í Njarðvík kemur, breytir landið mjög
um svip. Má segja, að land sé bæði svipmikið og svip-
fagurt. Víkin sjálf og undirlendið, sem inn af henni
gengur, umlukið háum og fríðum fjöllum, sumum grón-
um grasi og lyngi hátt upp í hlíðar. Víða eru fjöll úr
líparíti og fjölbreytileg í litum, en annars staðar eru blá-
grýtisfjöíl. Inn af sjálfri víkinni gengur allmikið dal-
verpi til vesturs og í því grasgefið undirlendi með tveim
bæjum, höfuðbólinu Njarðvík og Borg, sem byggð
hefur verið úr Njarðvíkurlandi, og liggja tún bæjanna
saman. Inn og vestur af undirlendinu rísa Dyrfjöll,
Við Dyrfjöll.
Heima er bezt 231