Heima er bezt - 01.07.1959, Side 18

Heima er bezt - 01.07.1959, Side 18
3. Sóttur eldiviður. Það var á einmánuði veturinn 1902—1903. Eg var þá vinnupiltur á Merkigili í Austurdal í Skagafirði, hjá þeim hjónum, Sigurbjörgu Jónatansdóttur og Agli Steingrímssyni. — Þetta vor, var orðið lítið um eldi- við (sauðatað), og höfðu þau Merkigilshjón fengið lof- orð, fyrir einum hestburði af eldivið, hjá Tómasi Páls- syni bónda á Bústöðum, sem eru að vestanverðu í daln- um, um 2 km. norðar en Merkigil, sem er að austan- verðu í dalnum. F.ystri Jökulsá fellur í djúpu gljúfra- gili milli bæjanna. Isbrýr höfðu verið á 3 hyljum í ánni, um all-langan tíma, en einn morguninn leit út fyrir frostlinun, og bað þá Sigurbjörg okkur tvo vinnupilta, mig og Magnús Magnússon, að reyna að ná í eldi- viðinn. Lögðum við af stað með poka, reimabönd og langa broddstafi, niður að svonefndum Bæjarhyl, sem er beint undan Merkigilsbæ. Er við fórum að reyna ísinn, var hann að verða eins og grautur, en samt gátum við kóklast yfir á stjórum jökum, sem höfðu frosið fastir í ísnum. Sá ég strax að ekki var hugsanlegt að fara þarna yfir með eldiviðinn, en vonaði að fært yrði með hann á Sauðabælishyli, sem er um 3 km innar. A svonefnd- um Langhyl, sem er nær því miðja vega milli bæjanna, var ekki hugsanlegt að koma honum upp að austan, sökum ógengra kletta. Elröðuðum við nú förinni að Bústöðum, létum í pok- ana og fengum þar hest til að flytja þá á, og mann til að taka hestinn til baka. Þegar við komum á móts við Merkigil, var áin þar „Ianda-auð“. Héldum við síðan áfram inn á Sauðabæli, en þar var þá sömu sögu að segja. — Nú voru góð ráð dýr. Langt að fara inn á ldáf, hjá Skatastöðum, ekkert leyfi fyrir hestinum svo langt, og maðurinn, sem með okkur var, mátti ekki vera að því sökum heimastarfa. — En „Steinboginn“? Spölkorn norðan við Sauðabæli, rennur Jökulsá í hvít- freyðandi, hyldjúpum streng á milli tveggja klappa. Munu vera um 5 álnir (ca. 3 metrar) á milli þeirra, þegar áin er í minnsta vexti, og það var hún í þetta sinn. Gilið að ánni er þarna farið að grynnast mikið, og þarna skildum við pokana eftir, á gilbarminum, að vest- an. Eftir það urðum við fylgdarmanninum samferða út á móti Merkigili. Ég vissi um einn fullorðinn karl- mann þar heima, annan en húsbóndann. Kallaði ég nú yfir gilið og bað rnann þennan (Eirík Gíslason) að koma með planka, sem ég vísaði honum á hvar væri — inn á Steinboga, og gerði hann það. Plankinn mun hafa verið um 6 álnir á Iengd, 6 þml. á breidd og 2 þml. á þykkt. Þennan planka Iögðum við svo yfir ána og reyndum við að gera hann vel stöðugan á ldöppunum, en þær voru dálítið klökugar, og komu broddstafir okkar þar í góðar þarfir. Skiptum við svo hvorum poka í 2 hluta. Þeir Eiríkur og Magnús héldu svo við sinn plankaendann hvor, en ég bar yfir í fjórum ferðum, eða um 25 kg í ferð. Svo lét ég Magnús fara yfir, og síð- ast kom ég sjálfur, og var þá aðeins haldið við plankann að austan, og var ég hálfhræddur við þá ferðina, en hún gekk vel eins og hinar, og nú var allt austan ár, en talsverð glæfraför var þetta. — Sigurbjörg húsmóðir okkar og ýmsir fleiri, lofuðu guð fyrir að við værum komnir heilir úr þessari raun. Og síðan sagði Sigurbjörg hlæjandi: „Aldrei fór þó svo, að guð væri ekki lofaður, ykkar vegna, strákar mín- ir.“ — Allmörgum árum síðar sundreið ég Jökulsá á Sauða- bælinu á Blæ mínum, og veit ég ekki til að neinn hafi farið þar yfir á hesti, annar en ég, en þetta var lítil hætta, því áin var í minnsta vexti. Þegar ég var unglingur á Merkigili, var mér sagt að þeir Jóhann, fyrri maður Sigurbjargar á Merkigili, og Guðmundur vinnumaður hans (faðir Ingu, er var mjög lengi þar vinnukona) — hefðu vaðið Jökulsá, í gilinu fyrir utan og neðan Merkigil. Hygg ég þetta satt vera, og mun þetta einstakt afrek. 4. Yfir Héraðsvötn 3. janúar 1906. Veturinn 1905-1906 var ég barnakennari í Flugumýr- arsókn í Skagafirði. Fór ég á milli jóla og nýárs, vestur að Æsustöðum í Langadal, til að finna skólabróður minn, Sigurð Pálmason og fólk hans. Á Æsustöðum vann ég vorið áður og nokkuð af sumrinu. — Frá Æsu- stöðum fór ég um kl. 2 e. hád. 3. jan. og fylgdi Sigurður Pálmason mér, á hestum, austur að Vatnshlíðar-vatni. Asahláka hafði verið frá því á nýársdag, og var svo einnig þennan dag. Er við Sigurður skildum, batt ég á mig skauta, er ég hafði meðferðis, og fór á þeim svo langt, sem ísinn á vatninu leyfði. Hraðaði ég svo för minni, eftir getu, en samt var um dagsetur, er ég fór fram hjá Víðimýri, og skall nú á hlákumyrkur, eins og það er, þegar þykkt er loft og rauð jörð, og hvorki tunglskin eða stjörnuljós. — Ekki eru það mikil með- mæli með mér, sem vetrarferðamanni, að ég var staf- laus. Hafði aðeins ólarlaust svipuskaft í höndum, smíðis- grip eftir Hannes á Eiðsstöðum í Blöndudal, er ég var beðinn fyrir að vestan. Einnig skautana, og smáböggul með skóm og sokkum. — Yfir Húseyjararkvísl, kóklað- ist ég á jakastíflu í myrkrinu, og var það víst fremur fyrirhyggjulítið ferðalag, en gekk þó vel. Brokkaði ég svo austur yfir „Hólminn“, og kom austur að Héraðs- vötnunum nokkuð utan við bæinn Velli. Glórði ég í það í myrkrinu, að við landið að vestan, væri talsvert vatn ofan á ísnum, og auðvitað gátu verið vakir með- fram bakkanum. Um 3—4 metra frá bakkanum, þóttist ég grilla í að ísinn væri þur, því þar var liturinn Ijósari. Ég gat aðeins reynt ísinn, niðri í vatninu, með fótun- um og haldið mér í hnausa framan í bakkana. Þetta var auðvitað bandhringlandivitlaust ferðalag. Ég átti að fara heim að Völlum, og fá þar gistingu, eða a. m. k. fá þar Iánaðan staf. En þvílík hyggindi, hvörfluðu ekki að mér. — Bara áfram austuryfir. Og ég sleppti hnausn- um í bakkanum og óð hiklaust fram á ísinn. Vatnið var vel í mitt lær, fyrst við bakkann, en grynnti svo 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.