Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 20
Flogið heim
E'l k k i er langt síðan flugið var talið undraverð
íþrótt, og það þótti heimsviðburður, er flogið
j var yfir Atlantshafið. En nútíminn er ekki hissa
á nýmælunum. Nú er í blákaidri alvöru rætt um
flugferðir til tunglsins og nálægra hnatta í okkar sól-
kerfi. Venjulegt flug milli landa er nú hversdagslegur
viðburður. Fjöldi íslendinga er leikinn í fluglistinni, og
enn stærri hópur hefur notið þess unaðar að fljúga í
fögru veðri yfir Iönd og úthöf.
Frá því að ég í fyrsta skipti sá flugvél svífa í blátæru
loftinu yfir höfði mér, þráði ég þá stund, er ég fengi
að fljúga um loftin blá. En mörg ár liðu svo, að ég
taldi mig ekki geta fullnægt þeirri þrá. En nú hef ég
nokkrum sinnum flogið, bæði innan lands og utan, og
i trausti þess, að flugið sé fleirum en mér heillandi ævin-
týr skrifa ég þennan þátt.
Ferðalög eru ætíð heillandi, einkum um ókunn héruð
og lönd, en yfir flugferð hvíla einhverjir töfrar, sem
varla er hægt að lýsa. Ef til vill er það hið létta loft,
sem vekur þennan unað, og ef til vill er það áhættan,
sem heillar, — en hvað sem þessu veldur, þá er flug-
ferðin einstæð og heillandi.
Rétt fyrir kl. 7 hinn 11. júní 1946, ekur bifreið mér
inn á flugvöllinn í útjaðri Stokkhólmsborgar. Þar fer
fram hin venjulega athugun á farangri og farbréfum,
og síðan er setzt upp í flugvélina. Ég vel mér gott
gluggasæti til vinstri í flugvélinni. Ég veit hún leggur
leið sína suður með strönd Eystrasalts. Ef til vill verður
svo bjart að sjáist til landa handan flóans. í flugvélinni
eru sæti fyrir 48 farþega, en nokkur sætin eru auð. Við
sitjum í djúpum, stoppuðum stólum og inni í flugvél-
inni er vistlegt og hlýtt. Farþegarnir hagræða sér í sæt-
unum, og sumir taka upp blöð og fara að lesa. Nú fara
hreyflarnir í gang. Þeir ganga um stund, meðan vélarn-
ar eru að hitna, og loks fara spaðarnir, eða flugskrúf-
urnar, að snúast með miklum gný, — og flugvélin titr-
ar. Hún rennur af stað eftir flugvellinum og hraðinn
eykst gífurlega. Vélin svífur mjúklega eftir flugvellin-
um og áður en varir er hún komin á loft og virðist fara
með feikna hraða rétt ofan við húsþök og trjátoppa.
Hún hækkar ört, — hoppar og tekur dýfur, því að
vindur er talsverður, en þó er sæmilega bjart yfir. Þeg-
ar flugvélin hækkar sig enn meir, ber minna á vindin-
um og vélin kyrrist. Ég tek upp dagbókina mína og
byrja að skrifa. Rétt áður en vélin hóf sig til flugs
kviknaði eldlegt Ietur á framhlið farþegarúmsins og þar
gat að líta með glóandi bókstöfum: „Spennið á ykkur
beltin.“ Farþegarnir grípa um reimarnar, sem festar eru
á hvern stól, og gyrða sig fasta í stólinn. Snyrtileg og
broshýr sænsk stúlka gengur milli sætanna og athugar
hvort allir hafa hlýtt skipuninni. Hún festir dálítið
knippi af bréfpokum aftan á hvern stól. Líka fær hún
hverjum farþega lítinn baðmullar-pakka, en margir
troða baðmull í eyrun á langri flugferð.
Hin undurfagra Stokkhólmsborg blasir nú við sýn.
Stundum er borgin nefnd „Feneyjar Norðurlanda“.
Líklega er það líkingin við Feneyjar, sem gerir þessa
borg svo heillandi fagra. En orðin ná skammt, ef lýsa á
fegurð lands eða borgar. Það er augað, en ekki eyrað,
sem skynjar þá fegurð.
Flugvélin klýfur loftið með miklum gný. Ég þekkti
cngan „innanborðsíl og held því áfram að skrifa í dag-