Heima er bezt - 01.07.1959, Page 36
324. Ég beygi mig niður að manninum
og reyni að vekja hann, en árangurs-
laust. Hann er alveg máttlaus. Ég tek þá
undir handleggina á honum og dreg
hann fram að dyrunum. En þetta er
harla erfitt.
325. Loks tekst mér með herkjubrögð-
um að draga meðvitundarlausan mann-
inn út á hlaðið. Og hann rankar brátt
við sér aftur í hreina útiloftinu og opn-
ar loksins augun.
326. „Þakka þér kærlega fyrir“, segir
hann óðar er hann hefir áttað sig á,
hvað fyrir hefir komið. „Án þinnar
hjálpar hefði verið úti um mig,“ bætir
hann við og lítur á húsið í björtu báli.
327. Þegar maðurinn hefir náð sér
nokkurnveginn, kynnir hann sig og seg-
ir: „Ég heiti Jörgensen og er rithöfund-
ur. Þetta er sumarbústaður minn, sem
nú er í björtu báli.“ Hann rís skyndi-
lega á fætur og bendir á skóginn.
328. Skógurinn er í hættu! hrópar
hann. „Við verðum að hemja eldinn!“
Við tökum sína skógarhrísluna hvor og
ráðumst á eldinn, sem nú hefir læst sig
í mosann og breiðist óðum út.
329. Við hömumst eins og brjálaðir
menn. Svitinn bogar af okkur og rennur
ofan í augun og hálfblindar okkur. En
það er ekki auðvelt að hemja eldinn.
Hann er okkur ofurefli. En nú kemur
skyndilega hjálp úr nágrenninu.
330. Hér þarf engra skýringa við, þvf
aðkomumennirnir sjá óðar, hvað um
er að vera. Og nú hefst baráttan gegn
eldinum af margföldum krafti og
kappi.
331. Allt í einu heyri ég geltið í Mikka
— en hann hefir verið alveg rólegur og
horft með athygli á aðfarir okkar. Nú
geltir hann tryllingslega og þeytist á
harða spretti ofan á þjóðveginn.
332. Ég sé að Mikki rýkur í einhvern
gleraugnaglám, sem hefir numið staðar
á veginum. Ég gái betur að. Þetta er þá
bannsettur óvinur minn og sífelldur
kvalari, málafærslumaðurinn Perlberg.