Heima er bezt - 01.02.1960, Side 2
Hafmey og Iiakakrossar
Á Gamlaárskvöld síðastliðið gerðist sá fáheyrði at-
burður í Reykjavík, að listaverk, Hafmeyjan í Tjörn-
inni, sem bærinn hafði látið reisa á almannafæri, bæjar-
búum til ánægju, var sprengt í loft upp. Áður höfðu að
vísu verið uppi deilur um listargildi og fegurðarverð-
mæti myndastyttunnar, svo og hvar hún ætti að standa.
í þeim deilum hafði margt óþarft orð fallið, og meðal
annars höfðu fulltrúar myndlistarmanna komið þar
fram á miður smekkvísan hátt.
Ég býst við, að flesta þá, sem eitthvað hugsa, hafi
sett hljóða við þessi tíðindi. Það er í sjálfu sér ætíð um-
hugsunarvert og vítavert þegar spillt er fjármunum af
illvilja eða athugaleysi, og sagt er að þarna hafi verið
kostað til hundruðum þúsunda króna. En þótt menn
hnykki við slíku, er það sízt af öllu aðalatriðið í þessu
máli. Ymsum mun hafa orðið til þess hugsað, að ef til
vill yrði ekki hægt að endurskapa listaverkið, og væri
það í sjálfu sér miklu alvarlegra, en svo mun þó ekki
vera. En langflestum mun hafa flogið í hug spurningin
um, hvað stæði að baki þessu óhæfuverki. Hvort hér
væri einungis um að ræða óvenjulega mikinn strákskap
í sambandi við Gamlaárskvöldsærsl, eða það væri fram-
ið að yfirlögðu ráði þeirra manna, sem andvígir voru
því, að styttan væri reist þarna í Tjörninni, og hyggð-
ust með þessu að gefa bæjaryfirvöldunum og listaverka-
nefnd hæfilega ráðningu.
Af ummælum og atvikum, sem síðar hafa fram kom-
ið, virðist það ljóst að þar mun vera um hið síðarnefnda
að ræða, og þar með fram komið, það sem menn ótt-
uðust mest.
Spellvirki og skrílsháttur óstýrilátra unglinga og ann-
arra er að vísu meinsemd, sem taka þarf föstum tökum
og leitast við að útrýma. En margs þarf að gæta, og
refsiaðgerðir einar koma oft að mjög takmörkuðu
haldi, eins og dæmin hafa sýnt. Það sem liggur að baki
þeim látum er sjaldnast yfirlagt ráð, heldur stundarút-
rás fyrir ófullnægða athafnaþrá, sem komin er á glap-
stigu.
Þegar hins vegar að kalla má að ljóst sé, að spellvirk-
ið hafi verið framið í beinu mótmælaskyni við aðgerðir
ráðamanna bæjarins, að vel athuguðu máli, og eftir
góðan undirbúning, þá er full ástæða til að bera ugg í
brjósti, um hvað kunni að gerast í framtíðinni. Og ekki
bætir úr, að raddir hafa heyrzt, sem ekki fordæma þess-
ar aðgerðir, heldur jafnvel mæla þeim bót.
Um langan aldur hafa íslendingar haft andúð á kúg-
un og ofbeldisverkum. Þótt þeir hafi átt í deilum, og
verið óbilgjarnir í orðum, hafa ofbeldisaðgerðir til
framdráttar málum ætíð verið fordæmdar af miklum
hluta þjóðarinnar. Frásagnir af slíkum hlutum, sem vér
höfum heyrt utan úr löndum, hafa vakið andspymu
og viðbjóð. En atvikið í Tjörninni á Gamlaárskvöld
bendir til, að meinsemd ofbeldisins, sé tekin að festa
hér rætur, og það er sú staðreynd, sem vekur óhug,
þegar hugsað er um þessa atburði. Frá slíkum atburði
er skammt til stærri skemmdarverka á mannvirkjum eða
árása á menn og heimili þeirra af þeim, sem verða í
minni hluta í einhverju máli. í þessu ljósi ber að skoða
þennan atburð. Og vonandi skapast gegn honum svo
sterk andúðaralda, að hann verði einangraður í sögu
þjóðarinnar.
En um sömu mundir og hafmeyjan lá í brotum á ísn-
um á Reykjavíkurtjörn bárust til landsins óhugnanleg-
ar fréttir utan úr heimi um að Gyðingahatur hefði
blossað upp á fjöldamörgum stöðum, og hefði ýmis
óhæfuverk verið höfð í frammi undir merki hakakross-
ins. Útvarp og blöð fluttu tíðar fréttir af þessum at-
burðum, og síðar gerðist það, að tekið var að mála
hakakrossa á hús í Reykjavík og ef til vill víðar. Senni-
lega er þó hér um að ræða strákapör, ef til vill gerð í
fávizku. En ef svo er gefur það tilefni til að athuga
um, hvort æskilegt sé, að útvarp og blöð þrástagist svo
á þessum fregnum eins og þau gerðu. Því að áreiðan-
lega er samband milli hakakrossanna, sem málaðir voru
á húsin í Reykjavík og hinna mörgu fréttatilkynninga
um atburðina í Þýzkalandi og víðar.
Vér vonum að minnsta kosti, að hér sé ekki um að
ræða vísi til kynþáttahaturs eða nazisma. Að vísu voru
fleiri íslendingar en góðu hófi gegndi snortnir af naz-
ismanum þýzka, meðan stjarna hans stóð sem hæst, líkt
og furðulega margir hafa gengið á hönd ofbeldisstefnu
kommúnismans, jafnfjarlæg og grundvallarhugsun þess-
ara stefna er íslenzku hugarfari. Islendingar vilja hafa
mál- og hugsunarfrelsi. Þeim er í brjóst borin andúð
gegn kúgun og ofbeldi. Og kynþáttahatur hefur verið
óþekkt meðal Islendinga.
Kynþáttahatur og ofsóknir, sem því fylgja er eitt
óh'ugnanlegasta fyrirbærið í samtíð vorri. Og verður í
rauninni aldrei fordæmt um of. En þótt þess gæti meira
í heiminum en sæmandi er menningu 20. aldarinnar þá
megum vér ekki gleyma hinu mikla starfi, sem unnið
er víða um heim til þess að vinna bug á því og skapa
38 Heima er bezt