Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 6

Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 6
anna, sem haldið var í Reykjavík 1934. — Jónas stofnaði Sunnukórinn 1934. Hefur kórinn síðan annazt kórsöng í Isafjarðarkirkju en auk þess verið aðalsöngkór bæjar- ins einnig utan kirkju, haldið fjölda hljómleika, bæði með andlegum og veraldlegum verkefnum og auk þess sungið við mörg hátíðleg tækifæri, svo sem á 17. júní hátíðahöldum o. fl. — Árið 1945 fór Sunnukórinn í söng- för til Reykjavíkur og hélt hljómleika í Dómkirkjunni og í Gamla Bíó og söng ennfremur víðar sunnanlands. Varð sú ferð óslitin frægðarför, bæði fyrir kór og söng- stjóra. Dr. Victor Urbancic annaðist undirleik á tón- leikum kórsins í þessari ferð. Árið 1948 verður Jónas einn af aðalstofnendum Tón- listarfélags lsafjarðar, sem síðan hefur starfrækt Tón- listarskóla Isafjarðar. Jónas fékk frá Ameríku ágætan tónlistarmann, Ragnar H. Ragnar, til að veita skólanum forstöðu. Hafa þeir síðan staðið hlið við hlið sem for- göngumenn í tónlistarmálefnum á ísafirði. Hafa þeir t. d. báðir stjórnað Sunnukórnum, Jónas, þegar hann hefur starfað sem kirkjukór, en Ragnar þar fyrir utan. Sunnukórinn fór 1949 í söngför til Norðurlands. Var Jónas söngstjórinn en Ragnar lék undir. Kórinn söng á Siglufirði, Ákureyri, Laugum, Húsavík, Reykjahlíð, Sauðárkróki og Blönduósi, og var tekið með kostum og kynjum. Árið 1957 var söngstjóralaust í Vestmannaeyjum, en þar hafði Brynjólfur heitinn Sigfússon haldið uppi myndarlegri kórstarfsemi í mörg ár. Jónas brá sér nú til Vestmannaeyja, æfði Vestmannakór og hélt samsöng og hlaut að launum þakklæti eyjaskeggja. I haust — 1959 — kom Jónas Tómasson til Reykjavík- ur og fékk í lið með sér fólk úr kirkjukórum í Reykja- vík — um 50 manns — og æfði nokkur af sálmalögum þeim, sem hann hefur samið. Hélt hann svo tónleika í Dómkirkjunni á vegum Félags íslenzkra organleikara, í tónleikaflokki þeim, sem nefndur hefur verið iMusica Sacra. Kórinn söng tíu lög, ýmist með undirleik á orgel eða a capella. Á þessum tónleikum flutti dr. Páll ísólfs- son nokkur tónverk, sem Jónas hefur samið fyrir orgel, og Ingvar Jónasson lék tvö lög á fiðlu. Með þessum tón- leikum leysti Jónas af hendi þrekvirki. Hygg ég, að þeir hafi þótt takast vel, þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma. En sá, sem þetta ritar, vill annars engan dóm á það leggja, en Ieyfir sér þó að vitna í lokaorð í ummælum, sem birzt hafa um tónleikana og eru á þessa leið: „Hámarksstund hrifningar áheyrenda rann samt ekki upp fyrr en í lok tónleikanna, þegar kórarnir sungu lang-þekktasta sálma- lag Jónasar, O, faðir, gjör mig lítið ljós,“ sem náð hefur fádæma vinsældum. Eftir hugþekkt millispil endurtók samkórinn tvö vers, þrátt fyrir að hafa sungið mörg áður við bljúga þakklátsemi hlustenda — og þá var það, sem voldug hrifningaralda gagntók viðstadda og þeir risu hljóðir og hátíðlegir úr sætum með biskups- hjónum landsins og stóðu hrærðir meðan þessi undurfögru helgi- stef Jónasar og Matthíasar ómuðu að cyrum. Var það ógleyman- leg stund, og undrun hins hógværa tónskálds ekki lítil, þegar hann í lok tónleikanna „uppgötvaði söfnuðinn" standandi í lotn- ingu og þökk, er hann sneri sér að áheyrendum í kveðjuskyni. Nýja pipuorgelið i Isafjarðarkirkju. 42 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.