Heima er bezt - 01.02.1960, Side 7

Heima er bezt - 01.02.1960, Side 7
Fer vart hjá því, að þá hafi a. m. k. bror af hrifningarbylgjum fólksins flætt yfir tónskáldið í klökkri og djúpstæðri þakklát- semi fyrir eina dýrustu perlu íslenzks sálmasöngs frá upphafi — tóna, sem lifa munu á vörum og í hjörtum Islendinga meðan trú- arþörf og tilbeiðsla bærist í brjóstum þeirra." Ennfremur má geta þess, að Sigurður Birkis, söng- málastjóri, hefur ritað grein um þessa tónleika í Kirkju- ritið. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði. Jafnframt því, sem unnið hefur verið að því að ná þeim áföngum, sem nefndir hafa verið, skal svo haft í huga, að þrotlaust hefur verið unnið að því að halda uppi blómlegu söng- lífi á ísafirði, eins og lítillega hefur verið vikið að. Og félagsstörfin hafa heimtað sitt. Jónas var mörg ár í stjórn Sambands íslenzkra karla- kóra. í stjórn Kirkjukórasambands íslands hefur hann verið frá stofnun þess 1951. Ennfremur í stjórn Lands- sambands blandaðra kóra og formaður í Sambandi vest- firzkra ldrkjukóra frá stofnun þess, og jafnan aðal-söng- stjóri á söngmótum þess sambands. Jónas Tómasson kvæntist 1. des. 1921 Önnu Ingvars- dóttur, blikksmiðs Vigfússonar á ísafirði. Hún dó 6. október 1943 á Marine Hospital í Baltimore. Frú Anna lék vel á píanó og hafði ágæta söngrödd. Var hún manni sínum samhent og honum mikill styrkur í hans marg- þættu störfum. Þau eignuðust þrjá syni. Hafa þeir allir erft tónlistaráhuga og hæfileika frá foreldrunum og einn þeirra gert tónlistina að ævistarfi sínu. Þeir eru: Tómas Árni, læknir í Reykjavík, Ingvar, fiðluleikari og kenn- ari við tónlistarskólann í Reykjavík, og Gunnlaugur, bóksali á ísafirði. Ekki verður þessari grein lokið án þess að nefna tón- smíðar Jónasar. Samhliða umfangsmiklum og tímafrek- um störfum hefur honum tekizt að afkasta miklu sem tónskáld. Af lögum, sem alþekkt eru og vinsæl orðin eftir hann nefni ég „Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor“, „Litla skáld á grænni grein“, „Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó“, „Ég fel mig þinni föðurnáð“ og „Ó, faðir, gjör mig lítið ljós“. Þessi nótnahefti hafa komið út eftir Jónas: Strengleik- ar I—II, 1914, Kirkjusöngvar, þrjú sálmalög, Templara- sveit, fslandsfáni, fyrir blandaðan kór með píanóundir- leik, 1942, Helgistef, sálmalög og nokkur lög á víð og dreif. En hér er ekki nema hálfsögð sagan. Árið 1951 byrjaði Sunnukórinn að gefa út heildarútgáfu af tón- smíðum Jónasar, Útgáfufyrirtækið Sunnustef, er stofn- að var um það leyti, hefur svo haldið útgáfunni áfram. LTt eru komin þrjú hefti: Strengjastef I, 32 sönglög fyrir samkóra, 1951, Strengjastef II, 40 sönglög. fyrir einsöng, tvísöng, kvennakór og karlakór, 1956, og Helgistef, sálmalög og orgelverk, 1958. í þessum heftum eru að sjálfsögðu endurprentuð flest áður útkomin lög Jónasar. Jónas hefur haft þá heppni með sér, líkt og Jón Lax- dal, þegar hann var á ísafirði, að þar hafa verið samtímis honum búsett góð skáld, sem hafa lagt honum til marg- an lagtextann. Nefni ég þar einkum Guðmund Guð- mundsson skólaskáld og Guðmund Geirdal. Veigamesta viðfangsefni Jónasar á sviði tónsmíðanna mun hafa verið að semja lög við kvæðaflokkinn Strengleikar eftir Guð- mund Guðmundsson. En af þeim hafa enn ekki birzt nema þrjú lög, eins og áður er sagt. Jónas hefur búið til prentunar tvær nótnabækur fyrir I.O.G.T.-regluna og eina fyrir Landssamband blandaðra kóra. Fyrir nokkrum árum ferðaðist Jónas um Austurríki og víðar um Mið-Evrópu í för með Ingvari syni sínum. Og 1957 var hann einn af fulltrúum Félags íslenzkra org- anleikara á 7. móti norrænna kirkjutónlistarmanna, sem þá var haldið í Helsingfors. Við vorum tíu Islendingar á þessu móti. Þar var margt að sjá og kannske meira að heyra. Ég held að engum okkar sé gerður óréttur þó að sagt sé, að enginn hafi fylgzt með að meiri áhuga en ald- ursforsetinn okkar, Jónas Tómasson. Þegar heim kom flutti hann greinargott erindi um þetta mót í Ríkisútvarpið. Ég man ekki betur en að hann segði þá, að sér fyndist hann aldrei hafa haft meiri áhuga fyrir organleikarastarfinu en einmitt þá. Nú er komið nýtt pípuorgel í ísafjarðarkirkju, og getur Jónas nú látið eftir sér það, sem ég ætla að honum hafi stundum fundizt á skorta hér áður fyrr, nefnilega að geta gefið sig óskiptan við organleikarastarfinu við góð skilyrði. Njóti hann þess heill. AUÐUNN BR. SVEINSSON: Horft yfir Skagafjörð. Lít ég fjörðinn — fagra Skaga fagurgjörðan styrkri hönd. Gengur hjörð um græna haga Gönguskörð og Reykjaströnd. Ekið fram hjá Hrauni i Öxnadal. Lengi sagan lofið ber, laufgast fagur viður. Forðum daga fæddist hér frægur Bragasmiður. Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.