Heima er bezt - 01.02.1960, Side 8

Heima er bezt - 01.02.1960, Side 8
BJORN GUÐMUNDSSON FRA NUPI: Tæpt í klettum fyrir nær sextíu árum Við vorum í göngum, og ég gekk ofar í hlíð- inni, skammt frá neðstu klettunum. Guðmund- ur faðir Steindórs, sem nú býr í Lambadal, gekk neðar og sá því betur upp í fjallið, kall- aði til mín og sagði mér, að það væri kind í gilinu fyrir ofan mig, á neðstu klettunum. Sjálfsagt fannst mér rétt að vita hvort hægt væri að komast til hennar og reyna að ná henni. Ég geng upp að klettabeltinu og lízt það ekki árennilegt til uppgöngu. Leita þó fyrir mér og tekst loks, við illan leik, að komast upp og að lambinu í miðju gilinu og sé, að þetta er hrútlamb með marki Guðrúnar Jónsdóttur. Mér tekst að króa lambið í miðju gilinu, en þar var rakt og bergið hált af slýi, svo ég gat ekki komizt að því. Líklega hefði verið hægt að hrekja lambið fram úr gilinu með grjótkasti og drepa það þannig. En það var fjarri mér að gera. Ekkert við- lit var að koma lambinu lifandi niður úr gilinu þó að ég hefði náð því, því ég hafði engan vað til að láta það síga í. Ég varð því að klifrast niður aftur slyppur og við erindisleysu. Og var haldið heim úr göngunum við svo búið. Fréttin af lambinu barst um sveitina og til eigend- anna. Eiginmaður Guðrúnar var talinn góður fjallamað- ur. Eins og gengur voru ýmsir dómar felldir um frammistöðu mína. Heyrði ég, að þeir feðgar hefðu gert margar tilraunir til að ná lambinu, en aldrei kom- izt upp á klettinn til lambsins hvað þá meir. Nú líður fram yfir veturnætur og ekki hefur tekizt að ná lambinu. Kemur þá húsfreyja af bæ þeim, sem lambið var frá, og spyr, hvort það sé nokkur leið til þess, að ég vilji fara og skjóta lambið, hún geti ekld vitað það svelta þarna í hel. — Hún var mesti dýravin- ur, sem ég hef þekkt. Við Bergsveinn, sonur hennar, förum svo á báti inn í fjarðarbotninn um 8 km leið og að svo kölluðu Langa- skeri, en þar upp af í fjallinu var lambið. Hafði ég með mér riffil og 12 metra langt reipi. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum á umræddar slóðir. Tókst mér, eins og áður, áð klifra klettinn. Dró ég síðan riffilinn upp til mín á snæri. Ég vildi þó fyrir hvern mun freista að ná lambinu lifandi úr ógöngum þessum, ef þess væri nokkur kostur. Nú gat ég komizt fram fyrir lambið og króað það á ytri gilbarminum, sem var snarbrattur eins og alls staðar þarna. Lambinu tókst að fóta sig á nibbunum og komst ég ekki nær því en í 5—6 metra færi. Gerði ég þá lykkju á reipisendann og hugðist snara henni yfir höfuð eða horn lambsins, en þegar ég henti, beygði það höf- uðið niður, svo að lykkjan festist ekki á því. Ég stóð þarna afar tæpt, svo lambið gat komizt fram hjá mér, án þess mér tækist að handsama það, og yfir á hinn gil- barminn, en þar er stærsta gljúfur fjallsins hins vegar, svo kölluð Éangaskersgjóta, sem engu er fær nema „fuglinum fljúgandi“. Nú fannst mér vera komið f heldur illt efni. — Eystri gilbarmurinn virtist til að sjá, nær lóðrétt standberg. Lambið sneri afturendanum að mér, og að skjóta það þannig virtist mér ekki viðlit, þótt skotfærið væri ekki mjög langt eða kringum 50 faðmar. Nokkuð drógst nú þetta allt í tímann. Ég sá að komið var mikið aðfall, flætt orðið yfir steininn, sem við höfðum fest bátinn við, og nokkuð tekið að kula af suðvestri. Hræddur var ég líka við að skjóta í þessari klettaborg. Hver vissi nema grjóthrun kynni að hljótast af því, og þá væri voði vís bæði mér og fylgd- armanni mínum, sem beið fyrir neðan klettinn. — Nei, ég varð þó að minnsta kosti fyrst að freista hamingj- unnar, — vita hvað ég gæti komizt nálægt blessuðu lambinu. Leiðin fram „gariginn“ var glæfraleg. Hef ég aldrei komizt í slíka tvísýnu um líf mitt hvorki fyrr né síðar. Hallinn á bergsyllunni mun hafa verið um eða yfir 45 gráður og þar tolldi ekkert laust grjót né sandur, sem betur fór vil ég segja, því þá hefði verið ómögulegt að tolla þar. En þama var bert bergið, ójafnt og nokkuð hrufótt, og fyrir neðan þverhnípið niður í brattan og slíugan gilbotninn. A smá örðum og nibbum varð mað- ur að tylla fótum og festa góma. Við þessar aðstæður átti ég nú fyrir höndum að handsama villt fjallalamb, sem hafði troðið sér út í enda syllunnar. Yfir lambið slútti bergsnös að ofan. Undir þá snös gat ég smeygt hægri handlegg mínum og seilzt fram á herðakamb þess, og lagði hendina svo líklega nokkuð þétt á bak lambsins, en það lyppaðist niður dauðmáttlaust enda skinhorað og visið. — Hér var engin „Herdísarvíkur- Móra“ á ferð, sem betur fór. Þó tæpt sé þarna á nöfinni þá skulum við nú staldra örlítið við í frásögninni og gefa okkur tíma til nokk- urra athugana. — Það fer vel um mig núna, þar sem ég sit hérna við skrifborðið mitt og rifja upp þessi atvik, og ég vona einnig að vel fari um lesendur mína. En ekki vildi ég óska sjálfum mér né neinum öðrum í sömu spor og ég var þá. Ég átti raunar líf mitt undir því, að kindin lægi kyrr og tæki ekki upp á því að brjótast um þarna í höndum mínum, því þá hefðu bæði hrapað til bana. — Ég tók eftir því, að hvergi í gili þessu hafði ég séð stingandi strá. — A hverju hefði blessað lambið átt að lifa og dafna? — Og hvernig hafði það komizt í þessar ógöngur, þar sem hverri skepnu var ófært á alla vegu? Eina skýringin er sú, að það hafi verið ofar í Framhald á bls. 46. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.