Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 19
Ester Ingadóttir, Fjarðarstræti 9, ísafirði, óskar eftir að
komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—
17 ára.
Bára Guðnadóttir, Túngötu 22, Isafirði óskar eftir að kom-
ast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—17
ára.
Guðlaugur S. Ottósson', Giljum, Hvolhreppi, Rangárvalla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku, 11—13 ára.
Guðlaug H. Kragh, Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjöllum ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—19 ára.
Eyðibýlið Pálssel
Framhald aj bls. 50. ----------------------------
Guðlaugssonar, smáskammtalæknis (homöopat). Komu
menn þá stundum illa til reika af Laxárdalsheiði á vetr-
um og gistu þá venjulega. En á öðum tímum árs komu
þeir þá oft til þess að spyrja til vegar, og þá sérstak-
lega inn yfir svokallaðar Hálsagötur, sem er fjalllendi
á nrilli Laxárdals og Hvammssveitar, og styttir leiðina
vestur til muna, þótt vegur sé verri en neðra. Ég man
eftir því, að eitt árið var haldin dagbók yfir gesti og
voru þeir eitthvað á þriðja hundrað í einum mánuðin-
um, þegar flestir komu. En einhvern veginn var það nú
samt svo, að allir sem voru þá á heimilinu, hlökkuðu
oftast til þegar gest bar að garði. Og nokkuð var það,
að oft var starað og mænt, ef til mannaferða sást norð-
ur á Bungum, ofar Heiðarbrekkum, hvort þeir kæmu
heim eða riðu hjá garði.
Nú eru þessir tímar liðnir og koma ekki aftur.
Skammdegisskuggarnir voru þá oft dimmir og langir,
og þeir sem við þá bjuggu þráðu flestum fremur sól
og sumar. Og sennilega hefur vorsólin óvíða skinið
skærar, en einmitt þar, þegar hún langþráð loksins kom,
fram úr skýjunum. Og nú er þetta býli, eins og svo
mörg önnur, komið í eyði. Oðum mást út gamlar göt-
ur og troðningar. Og að lokum verða þær eins og
spurn um það sem var. Spurn sem hljóðnar að síðustu
út í víðáttur rúms og tíma.
Að lokum set ég hér nokkrar af vísum Ólínu Jónas-
dóttur, er hún gerði um Krókárgerði, og geta víðar átt
við nú á tímum, en þar.
Treyst var lengi á moldarmátt,
mátti engu hagga,
hugðu drengir hollan þrátt
heimafenginn bagga.
Hér var þrátt með þreki og raun
þreytt við máttarvöldin,
fjalls í átt um urð og hraun
einatt smátt um gjöldin.
Fólkið þreytta flúið er
fjalls úr skreytta salnum,
minjum eytt að mestu hér,
margt er breytt í dalnum.
Fornhelg kenning, farsæl þrátt,
fallin sem að grunni,
skákar enn á ýmsan hátt
ungu menningunni.
ÖRNEFNI í PÁLSSELI
1. Ármót. 2. Ásar. 3. Bakkarúst. 4. Bcinalækjarhvolf. 5. Beina-
lækur (Beinilækur). 6. Blettir. 7. Borgir. 8. Borgaeyrar. 9. Borgar-
lækur. 10. Borgarsund. 11. Borgarvatn. 12. Borgir. 13. Brekka (tún).
14. Bruni. 15. Brúnkulækur. 16. Byrgi (rúst). 17. Bæjarhóli. 18.
Bæjarlækur. 19. Djúpihvammur. 20. Efra-Beinalækjarhvolf. 21.
Efra-Brunakast. 22. Efra-Brunnhús (tún). 23. Efri-Ásendi. 24. Eyri.
25. Fjósflöt. 26. Fjóstunga. 27. Framflatir. 28. Fremra-holt. 29.
Fremra-síki. 30. Giljatunga. 31. Grjóthóll. 32. Gvendarsel. 33.
Gvendarselseyrar. 34. Gvendarselsflói. 35. Gvendarselshólar. 36.
Hamravað. 37. Hádegishóll. 38. Hádegishvolf. 39. Háholt. 40. Háu-
steinar. 41. Heimra-holt. 42. Flelluhylur. 43. Heylækjarbakkar. 44.
Heylækjartjarnahvolf. 45. Heylækjartjarnir. 46. Heylækur. 47.
Hlaðvarpi. 48. Hlíð. 49. Hólar (tún). 50. Hólmar. 51. Hringhóll.
52. Hundaþúfa. 53. Hvanneyrar. 54. Hvítfoss. 55. Hærri-Brún. 56.
Kast. 57. Kikagil. 58. Kikagilseyrar. 59. Kikagilshólar. 60. Kikagils-
krókur. 61. Kikagilsklettar. 62. Kikasel. 63. Kirkjufell. 64. Klauf.
65. Kvíar. 66. Langaflöt. 67. Langalág. 68. Langaholt. 69. Laxá. 70.
Litli-stekkur. 71. Lækjarbakki (tún). 72. Lækir. 73. Móholt. 74.
Nautamýrarbakkar. 7. Nautamýri. 76. Nátthagi. 77. Náttmálahóll.
78. Neðra Brunakast. 79. Neðra Brunnhús (tún). 80. Neðrasíki. 81.
Neðri Ásendi. 82. Neðri Brún. 83. Niðurtún. 84. Oddssteinn. 85.
Rauðilækur. 86. Rauðssund. 87. Selgil. 88. Selgilsbrún. 89. Selgils-
hvolf. 90. Selgilsklettar. 91. Selgilsstekkur. 92. Selhöfðalækur. 93.
Selhöfði. 94. Síki. 95. Sjónarhóll. 96. Skeggjagil. 97. Skeggjagilskrók-
ur. 98. Smiðjurúst. 99. Sólheimafoss. 100. Stekkur. 101. Stórhóll.
102. Stórhóll efri. 103. Strýtur. 104. Svartfoss. 105. Tjaldhóll. 106.
Tunga (tún). 107. Upptún. 108. Urðarholt. 109. Urðarhóll. 110.
Vaðið. 111. Varða. 112. Veita (við tún). 113. Votahvammsbarð.
114. Votihvammur. 115. Þorsteinsvarða.
Þokn-villa á Hágangaheiði
Framhald af bls. 48. --------------------------
að við sáum fyrir honum, yfirgáfum við gilið og tók-
um stefnu á Llróaldsstaði, sem þá var orðinn stuttur
spölur, en olckur fannst þá vera alllöng leið. Að-Hró-
aldsstöðum komum við klukkan um hálf tvö, eftir mið-
nætti, og höfðum þá verið á nær stanzlausri göngu
rúmlega 18 klukkustundir. Getur hver sem er getið
nærri, hversu fegin við vorum að mega nema staðar
til hvíldar.
Á Hróaldsstöðum var, eins og að líkum lætur, fóllt
allt gengið til náða fyrir nokkru, en það kom fljótt á
fætur og vann okkur hinn bezta beina og góðar
hvílur.
Morguninn eftir, þegar fólk kom á fætur, var komin
norðan stórhríð svo varla sá til húsa á túninu, og nokk-
urt frost. Hefðum við þá enn verið í villu uppi á heiði,
er ekki líklegt að við hefðum sagt frá tíðindum. Saga
oltkar hefði orðið þar öll. Við dáðumst mest að þrekí
konunnar, móðursystur minnar, að þreyta þessa göngu,
óvön öllu slíku, og verða okkur karlmönnunum ekkl
til neins teljandi trafala.
Þótt veðrið væri vont lögðum við frá Hróaldsstöð-
um eftir hádegið og náðum í Vopnafjarðarkaupstað
fyrir kvöldið, enda um byggða sveit að fara.
Eftir nokkra dvöl hjá vandamönnum og vinum vár
haldið heimleiðis, en þá var farin Sandvíkurheiði.
Heima er bezt 55