Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 30
að vatna lömbunum og gengur nú út úr kofanum. Nú
verður hún að fara heim inn í baðstofu og vita um líð-
an föður síns, sem er ósjálfbjarga í rúminu, hvað sem
öðru líður.
Hún gengur síðan hægt inn í baðstofuna. Jón er
feginn komu dóttur sinnar, en honum er þegar ljóst,
að hún er miður sín af skelfingu, og segir þýðlega. —
Sástu móður þína, Lilja?
— Já, hún reið út veg, veiztu hvert hún ætlaði?
— Nei, en hún er víst að leita sér að vetrarmanni. —
Mér virtist hún ekki vel ánægð eftir fjárhússförina áðan.
— Ég á víst sök á því. Það er tilgangslaust að leyna
því lengur, að ég er heitbundin Jónatani í Vesturhlíð.
Það verður að ráðast, hvernig þið snúizt gegn okkur.
— Ég læt það afskiptalaust, þú ert sjálfráð gerða
þinna. Jónatan sýndi þann drengskap í vetur, þegar
hann bjargaði lífi mínu, sem sigrað hefur allt hatur í
brjósti mínu. En ég er hræddur um, að móðir þín reyn-
ist ykkur erfið í skauti.
— En þú ert þá ekki á móti okkur Jónatan lengur,
pabbi!
— Nei, góða mín. Ég skal láta ykkar einkamál af-
skiptalaus.
Lilja gengur að rúmi föður síns og tekur um hönd
hans. — Ég þakka þér fyrir, pabbi minn, segir hún lágt
og innilega. Jón þrýstir hönd dóttur sinnar hlýtt og
segir: — Mér er ekkert að þakka, barnið mitt, það verða
sjálfsagt nógu margir á móti ykkur, þótt ég gangi þar
úr leik.
Kvöldið færist yfir. Anna í Austurhlíð ríður í hlað
heima á óðali sínu, og með henni roskinn maður utan
• VILLI
úr sveit, Torfi að nafni. Hann er ráðinn vetrarmaður
í Austurhlíð.
XVII.
Ognir vetrarríkis fara hamförum um sveitina. Dag-
arnir eru langir og ömurlegir. Torfi vetrarmaður í
Austurhlíð annast öll utanbæjarstörf og leysir þau trú-
lega af hendi. En Lilja kemur varla út fyrir bæjardyr.
Móðir hennar stjórnar því. Aldrei hefur hún fundið
eins átakanlega og nú, hve ófrelsið er sárt og þungbært.
Henni líður sannarlega illa, en ekki einungis vegna
þvingunar þeirrar, sem móðir hennar beitir hana, held-
ur jafnframt af sinni eigin vanheilsu. Hún er orðin svo
viðkvæm og veiklynd, að henni liggur oft við gráti,
þótt enginn yrði á hana. Henni verður illt af flestri
fæðu, sem hún neytir, og hún verður að neyða matn-
um ofan í sig til að leyna ólyst sinni, og missir hann
oft jafnharðan upp aftur. Þrek hennar lamast, og útlit
hennar ber glögg merki sárrar vanheilsu hennar.
Anna verður brátt vísari um sjúklegt ástand dóttur
sinnar, og rennir strax grun í hina réttu ástæðu fyrir
því. En það setur fyrst fyrir alvöru skap hennar úr
jafnvægi gagnvart Lilju, og hatur hennar til Jónatans
í Vesturhlíð nær hámarki sínu. Það svæfir allar móð-
urtilfinningar í brjósti hennar, og hún hefur enga
samúð með dóttur sinni. En Lilja þjáist eins og fangi í
viðjum haturs og sjúkleika.
Veturinn líður, og aftur vorar í bæ og byggð. Nýtt
sumar gengur í garð. Torfi vistar sig áfram í Austur-
hlíð. Enn er Jón ekki orðinn vinnufær þrátt fyrir mjög
bráðan bata. Og Lilja er ekki til erfiðisverka.
Hlýtt sumarkvöld er Kristín í Vesturhlíð á heimleið
utan úr sveit, en þar hefur hún setið kvenfélagsfund
daginn áður og hitt margar vinkonur sínar að máli.
Atli bóndi stendur úti á hlaði í Vesturhlíð og tekur
hlýlega á móti konu sinni, en Kristín heilsar honum
þurrlega. Atli virðir Kristínu fyrir sér, og honum er
það ljóst af svip hennar, að nú býr hún yfir einhverju
núður góðu, sem þarf að fá útrás. Hann sprettir af
hestinum og teymir hann síðan á brott, en Kristín
hraðar sér inn í bæinn til sinna starfa.
Atli kemur bráðlega aftur frá því að flytja hestinn í
haga og mætir Jónatan á hlaðinu. Þeir ganga saman inn
í eldhúsið til kvöldverðar. Kristín hefur borið fram
matinn fyrir þá feðga, og þeir setjast að snæðingi.
Kristín hættir störfum og sezt á móti þeim við borðið,
en matarlyst hefur hún enga að þessu sinni. Atli snýr
sér að Kristínu og segir glaðlega:
— Hvað er að frétta úr þínu ferðalagi, góða mín?
— Það er nú sitt af hverju, en ekki allt að sama skapi
fagurt.
— Nú, og svo sem hvað þá?
— Mér þótti sagan ekkert sérlega falleg, sem ég
heyrði út á bæjum í dag, en af því að hún snertir okk-
ur öll, ætla ég að segja ykkur hana.
— Nú, ég fer að verða forvitinn, blessuð Iáttu sög-
una koma. Framhald.
66 Heima, er bezt