Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 6
Séð heim að Hallkelshólum.
ast grænu skrúði, og enn er Albert það minnisstætt,
hve hýrt hin tæra grænka undir heiðbláum vorhimni
brosti við honum. Faðir hans hóf verzlun á Laugavegi
12, og þar fékk hann strax margt viðskiptavina. En
sonurinn tólf ára var svo sem ekki alveg á því að gerast
búðarmaður hjá föður sínum. í sveit, í sveit — á vit
blóma og grasa, syngjandi fugla og gróandi ungviðis —
allt hið innra með honum gerði þessa kröfu. Og í sveit
komst hann. í Auðsholti í Olfusi bjuggu austfirzk hjón,
Finnbogi Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir, og til
þeirra réðst Albert sem vikapiltur, komst þangað um
leið og Finnbogi hélt heim, eftir að hafa lagt inn vor-
ullina. Albert varð að hverfa til bæjarins þegar barna-
skólinn byrjaði, en varla gat heitið, að hann kæmi fyrr
en skólabjallan kvað við í fyrsta sinn á haustinu og
kallaði börnin til náms. Albert var síðan fjögur sumur
í Auðsholti og undi sér þar hverjum deginum betur.
Þar voru til ágætir reiðskjótar, og þar lærði hann fyrst
að sitja og meta verulega góðan hest, en fátt hefur veitt
honum meira yndi um ævina en fjörugur og kostamikill
reiðskjóti.
Haustið 1915 fór Albert ekki til Reykjavíkur, þá er
vist hans í Ölfusinu lauk, heldur norður í land. Þangað
voru þá foreldrar hans flutt, því að faðir hans hafði
selt verzlun sína og fengið stöðu sem ritari í Lands-
bankaútibúinu á Akureyri. Næstu tvö sumur vann AI-
bert vegavinnu undir stjórn Páls skálds Árdals, sem þá
var að leggja veginn frá Húsavík að Einarsstöðum í
Reykjadal, og undi Albert þeirri vinnu allvel. Hann
var þó ekki afhuga því að gerast bóndi, og veturna
1915—16 og 1916—17 var hann í Hólaskóla, en vann
tvö sumur á búi Hólastaðar hjá skörungnum og fremd-
armanninum Sigurði Sigurðssyni, er síðar varð búnað-
armálastjóri. Albert hafði hugsað sér að hefja sem fyrst
búskap að loknu námi, en þá var hvort tveggja, að jarð-
næði var alls ekki falt og að hann brast fé til jarða-
kaupa og síðan þeirra umbóta, sem fullnægt gætu þekk-
ingu hans og framtíðarhugmyndum um íslenzkan land-
búnað. Þá var og heldur ekki störf að fá við búskap,
sem gefið gætu ungum og duglegum manni von um að
eignast í náinni framtíð nægilegt fé til að geta orðið
sjálfstæður framamaður sem bóndi.
Svo var það þá, að þegar Albert hafði verið einn
vetur fjósamaður í Kaupangi í Eyjafirði, að hann ákvað
að fara til Ameríku og freista þar gæfunnar. Hann
hafði haldið við kunnáttu sinni í ensku, og enn voru
vestra ónumin lönd, sem gefið gætu skilyrði til mynd-
arlegs búskapar.
42 Heima er bezt