Heima er bezt - 01.02.1962, Page 8
Féð er viðrað, þegar hœgt er.
ið, gerðist hann fljótlega allumsvifamikill um flest það,
sem varða mátti hagi manna á félagssvæðinu. Arið 1925
gekkst hann fyrir stofnun sameignarfélags, sem hlaut
nafnið Norðri. í þennan tíma var þannig komið bóka-
útgáfu á íslandi, að þeir menn, sem þar höfðu látið að
sér kveða undanfarna áratugi, voru ýmist látnir, hættir
útgáfustarfsemi eða höfðu dregið svo mjög úr henni,
að þeir gáfu aðeins út bók og bók á nokkurra ára fresti.
Þess vegna var mjög erfitt að koma út bókum, jafnt
þýddum sem frumsömdum, og flest hin yngstu skáld
og rithöfundar höfðu orðið að grípa til þess úrræðis
að kosta sjálfir útgáfu bóka sinna. Það mun hafa verið
ætlun Vilhjálms Þór, að Norðri bætti þarna úr skák
og stuðlaði um leið að því að auka atvinnu við prent-
verk og bókagerð nyrðra. En Norðri gaf aðeins út fáar
bækur næstu árin, og mun það hafa valdið, að annar
aðili, búsettur á Akureyri, bætti þarna úr brýnustu þörf.
Það var Þorsteinn M. Jónsson, sem um skeið var sá
bókaútgefandi hér á landi, sem mest kvað að, kunni
lag á hvoru tveggja: að gera svo við þá höfunda, sem
hann samdi við um útgáfu, að þeir yndu sæmilega sín-
um hlut, og að hagnast á útgáfunni í heild.
Þá er út voru komnar fyrstu bækurnar á vegum
Norðra, fór Vilhjálmur Þór fram á það við Albert,
mág sinn, að hann gerðist sölustjóri félagsins í Reykja-
vík. Albert var engan veginn hrifinn af að taka þetta
að sér, en honum þótti hins vegar ekki hæfa að neita
beiðni Vilhjálms, sem hann mat mikils sakir hug-
kvæmni, framtaks, áhuga og dugnaðar. Og brátt kom
annað til: Albert hafði ekki enn gefizt kostur á að
stofna til búskapar að sínu skapi, en hugur hans dvaldi
oft við íslenzkt sveitalíf, eins og hann hafði kynnzt því
í bernsku, og honum hafði með aldrinum orðið það
betur og betur Ijóst, hve margt var merkilegt og sér-
stætt við þá atvinnu- og lífshætti, sem hörð lífsbarátta
og vöntun flestra þæginda hafði mótað. En af öllu því,
er einkenndi sveitalífið, var Albert hugstæðast og kær-
ast hið nána og viðkvæma samband mannanna við hús-
dýrin — og þá ekki sízt hestinn. Albert hafði svo gert
sér grein fyrir því, að á timum mikilla og sívaxandi
breytinga bæri til þess brýna nauðsyn að semja rit, er
varðveittu sem allra flest af þjóðlegum fróðleik, og nú
vaknaði hjá honum sú hugsun, að tengsli hans við
Norðra kynnu að veita honum tækifæri til að stuðla að
því, að slík rit mættu verða samin og þeim komið fyrir
sjónir almennings.
Þegar styrjöldin skall á og verðlag hækkaði á afurð-
um landsmanna, vinna jókst og innflutningur minnkaði
á ýmsu því, sem áður hafði verið notað til gjafa, juk-
ust skilyrði til bókaútgáfu hér á landi, enda færðist hún
mjög í aukana. Og nú þótti Albert tími til kominn að
hefjast handa um það, sem honum var hugleikið. Hann
hafði lengi haft hug á, að lýst yrði hlutverki og starfi
íslenzkra landpósta. Þeir höfðu um langan aldur farið
um landið á öllum tímum árs og margir hverjir ekki
vílað fyrir sér að halda áfram ferð sinni, hvernig sem
viðraði. Þeir höfðu notið kosta íslenzka hestsins á ferð-
um sínum, jafnt á vetri sem sumri, en stundum höfðu
44 Heima er bezt