Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 9
þeir ekki einu sinni getað notað sér þann létti að hafa hest undir böggum, heldur orðið að bera póstinn á bak- inu yfir heiðar og fjallskörð í ófærð og hörkubyljum. Og alls staðar höfðu þeir komið færandi hendi, verið flytjendur frétta af vinum og vandamönnum, borið ástarkveðjur milli elskenda, flutt áríðandi skjöl og einnig kærkomnar fjárhæðir landshornanna á milli — og fært fregnir og skemmtiefni blaðanna inn í fásinn- ið. Nú var saga þeirra að verða öll, flestir, sem mestu höfðu frá að segja, orðnir aldraðir menn. Albert kom síðan að máli við Vilhjálm Þór og kvaðst vilja fá ritfær- an mann og áhugasaman til að taka að sér söfnun efnis og mynda í sögu íslenzkra landpósta og til að annast ritstjórn verksins. Vilhjálmi leizt vel á þessa hugmynd, og síðan var þá Helgi Valtýsson fenginn til að takast á hendur hið- umfangsmikla og vandunna starf. Hann vann það fljótt og vel, og árið 1942 komu út Söguþætt- ir landpóstanna, tvö myndskreytt bindi í stóru broti. Þetta rit reyndist allra bóka vinsælast, seldist svo ört, að það var uppselt á styttri tíma en nokkur þeirra, sem að útgáfunni stóðu, hafði þorað að gera sér vonir um. Svo var þá Norðri gerður að allfjársterku hlutafélagi, og árið 1944 tók Albert að sér framkvæmdastjórn þessa félags. Hafði hann þá stundað prentstörf í Winnipeg og Reykjavík í hartnær fjórðung aldar. V. Nú hófst umfangsmikið og erilssamt starf, tilstuðlun ritverka, söfnun æskilegra handrita, eftirrekstur við höfunda og prentsmiðjur, bókbandsstofur og bóka- verzlanir. Albert hafði þegar í bernsku verið mjög elskur að hestum, og í Ölfusi og Skagafirði hafði hann ungur kynnzt fjörugum og kostamiklum gæðingum. En aldrei höfðu honum orðið eins ljósir eðliskostir ís- lenzkra hesta og þegar hann komst í kynni við hina marglofuðu sléttuhesta í Ameríku. Þvílíkur reginmun- ur á gangi og geðslagi! Og þegar Albert var setztur að í Reykjavík, eignaðist hann fljótlega reiðhest. Hann reisti sér rúmgott hesthús, og brátt jókst hestaeign hans. Hann átti aldrei færri reiðhesta en tvo á Reykjavíkur- árum sínum — og eitt sinn komst tala reiðhesta hans í átta. Hefur hann átt fjölda fjörhesta, snillinga að eðli og tamningu. Suma keypti hann alda og tamda, en marga ól hann upp, enda hirti hann avallt hesta sína sjálfur. iVIestar mætur hefur hann á þýðum og tilþrifa- miklum skeiðhestum, gæðingum, sem eru skapharðir, en þó ljúfir í lund, ef rétt er að þeim búið. Einna mestir kostagripir alira hans hesta voru þeir Faxi frá Höskuldi á Hofsstöðum í Hálsasveit og Rauðblesi af kyni hins nafnkunna Skarðsnasa, sem kenndur var við Skarð á Landi. Það var að vonum, að Albert hefði hug á að rituð yrði bók um íslenzka hestinn, sögu hans og hlutverk sem þjóns og vinar, og hann hafði í hyggju að gera þá bók svo vel og fagurlega úr garði, sem kost- ur væri á. En honum var ljóst, að vandfundinn yrði maður, sem væri allt í senn: fræðimaður í íslenzkri sögu, hestavinur og helzt vanur góðhestum frá barn- æsku — og loks smekkvís og fjölhæfur rithöfundur. Al- bert svipaðist um eftir slíkum manni, en tókst ekki að koma auga á neinn, sem hann þyrði að fela samningu þeirrar bókar, sem átti að vera samboðin íslenzka hest- inum — um aldir þarfasta þjóni flestra Islendinga svo að segja frá vöggu til grafar — og eina sanna vini og 'huggara margra, sem lífið hafði leikið grátt. En kvöld eitt heyrði Albert dr. Brodda Jóhannesson flytja í út- varpið erindi um strokuhest. Og það var sem að hon- um væri hvíslað: Þarna er maðurinn, — snillingur á mál, vel menntaður fræðimaður — borinn og barnfæddur í því héraði landsins, þar sem hestamennskan hefur ef til vill átt meiri og víðtækari þátt í mótun alls þorra manna en í nokkrum öðrum byggðum landsins. Og daginn eftir að Broddi flutti erindið, fór Albert á hans fund og stakk upp á því, að hánn semdi bók um íslenzka hestinn. Undirtektir Brodda voru ekki vænlegar í fyrstu, en Albert gætti þess vandlega, að koma í veg fyrir, að hinum hestelska menntamanni yrði á að segja nei, áður en hann hefði hugleitt málið sem vandlegast. Albert sagði, að ekkert lægi svo sem á svarinu, og síðan flýtti hann sér af stað. Hann þóttist sjá, að dr. Brodda fýsti raunar að takast á hendur vandann og freista þannig að launa fyrir sína hönd, Skagfirðinga og þjóðarinnar allr- ar íslenzka hestinum að litlu leyti þjónustu hans sem félaga og huggara og draga saman í eina heild margs konar fróðleik, sem ella var fæstum tiltækur, sumt jafn- Einkadóttir hjónanna á Hallkelshólum, Rannveig, tilbiiin í smalamennsku á Faxa. Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.