Heima er bezt - 01.02.1962, Side 15

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 15
ÞORSTEINN JOSEPSSON: Harmleikurinn í Sauðaclal C^j öngur Vatnsdælinga í fyrstu leit eru langar og vara hátt upp í viku hjá þeim sem lengst J fara. Göngur hafa frá öndverðu þótt skemmtileg tilbreyting frá heyönnum sum- arsins og ungir sem gamlir fagna því ákaflega að mega fara í haustleitir suður á heiðar. Oftast nær eru göngurnar leikur einn þegar gott er veður og sýn til fjalla. Þá eru menn í sólskinsskapi, ríða geyst þar sem því verður við komið og syngja, glíma og leika sér þegar komið er í náttstað að kvöldi. En einstöku sinnum hefur það komið fyrir að gam- anið hefur kárnað. Það er ýmist þegar þoka skellur skyndilega yfir, því á heiðum uppi eru kennileiti fá og ekki nema fyrir öruggustu menn að rata, en einkum aukast erfiðleikarnir samt til muna þegar hríðarveður brestur á, eins og stundum hefur komið fyrir í leitum. Þess er t. d. getið að haustið 1907 hafi gangnamenn orðið að skilja við farangur sinn á fjöllum og ríða til byggða vegna stórhríðar. Fjórum árum seinna brast á norðan stórhríð fyrir miðjan septembermánuð með þeim afleiðingum að margt fé fennti. Gangnamenn urðu að reiða með sér hey handa hestunum og víða náði snjórinn hestunum í kvið. Stórviðri á Stórasandi. En versta veður og það eftirminnilegasta fengu Vatnsdælir í göngum haustið 1916. Taldi Agúst á Hofi það vera harðasta veður, sem hann myndi eftir á fjöll- um og hreina niildi að ekki hlauzt manntjón af. Ágúst var þá sjálfur í svokallaðri Fljótsdragaleit, en í Fljóts- drög fara þeir sem lengst sækja að norðan og stóð sú leit í sex daga. Morguninn sem gangnamenn lögðu norður yfir Stórasand var komið svo rnikið veður, hríð með frost- hörku, að í mestu erfiðleikum gekk að koma farangri á hestana, því bæði var það að þeir voru ókyrrir og eins hitt að reiðtygi og farangur gaddfraus á sömu stund. Norður á Sandi herti veðrið til muna og var það ráð tekið að tveir ratvísustu mennirnir, Guðjón Hallgríms- son frá Hvammi, sem var gangnaforingi, og Ágúst Jónsson á Hofi færu fyrir, en tveir aðrir röskleikamenn ráku lestina og gættu þess að engir týndust. En svo var hríðin myrk að aldrei sást milli manna og þeirra öftustu og voru þó ekki nema 11 menn í hópnum. Niu tíma ferð í tjaldstað. Á Stórasandi er landi þannig háttað, að kennileiti eru engin og ekkert sem unnt er að átta sig á. Það gengur því ótrúleika næst þegar menn rata í þvílíkum veðrum og fara strikbeint á ákveðinn stað, áttavitalausir, eins og venja var í leitum allt fram á þennan dag. Eftir 9 klukkustunda hvíldarlausa ferð í þessu ægiveðri kom- ust leitarmennirnir loks á efstu haga, norðan Sands og reistu þar tjöld sín. Engum varð þó svefnsamt þá nótt sökum veðurofsa og kulda, enda varð að vaka yfir hestunum. Sagði Ágúst á Hofi að aldrei í sinni fjallgöngutíð hafi menn verið nær því komnir að gefast upp og í þessu veðri norður yfir Stórasand. Kvaðst hann ekki Ingvar Steingrinisson frá Hvammi. Hann var aðeins tólf ára gamall, þegar hann lá úti í stórhríð að nœturlagi með látnum manni. Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.