Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 16
Lárus Björnsson í Grímstungu. Einn fjárríkasti bóndi á Norð-
urlandi og landskunnur fyrir gangnaferðir, þá oft einsamall
um hávetur og sama hversu viðrar.
hafa komið út í öllu verri þorraveður, og sérstaklega
kvað hann sér minnistæðan einn gangnamanna, sem var
með alskegg. Safnaðist snjór í skegg hans, sem síðan
fraus og varð að samfelldum klakastump. Náði klakinn
alla leið á háls niður og þiðnaði ekki alla nóttina, og
ekki fyrr en daginn eftir, að veður batnaði.
í þetta sinn varð að fresta réttum um einn dag.
Undirfellsrétt frestað.
í annað skipti hefur Undirfellsrétt verið frestað. Það
var haustið 1934. Féð komst til réttarinnar á tilskildum
degi, en sjálfan réttardaginn brazt á norðan krapaveð-
ur svo mikið, að ekki þótti viðlit að reyna réttarhald,
enda stóð féð fast í almenningnum í aurleðju.
Þennan dag varð átakanlegt slys, það eina, sem orðið
hefur í manna minnum í sambandi við réttir og göng-
ur Vatnsdælinga, og skal nú nokkru nánar greint frá
Því-
Samkvæmt gamalli venju sendu Vatnsdælir tvo menn
haust hvert í Auðkúlurétt, sem var haldin degi fyrr
en Undirfellsrétt. Bar mönnum þessum að sækja stóð
Vatnsdæla, sem til Auðkúluréttar kom, og reka síðan
til Undirfellsréttar daginn eftir. Var yfir Vatnsdals-
fjall að fara, og lá leiðin niður hjá Marðarnúpi. Það var
stutt leið og auðfarin í góðu veðri, en uppi á fjallinu er
flatneskja að mestu, lítið um kennileiti og getur verið
vandratað í þoku eða dimmviðri. Yfir fjallið sjálft mun
vera um 3ja klukkustunda ferð.
Tveir sendir.
Haustið 1934 voru af hálfu Vatnsdæla valdir til þess-
arar farar þeir Guðmundur Magnússon bóndi í Sunnu-
hlíð, en það er næst innsti bær í Vatnsdal. Guðmundur
var kominn eitthvað á sjötugsaldur, en þaulvanur fjalla-
og gangnamaður, grenjaskytta góð og hafði löngum
lagt leið sína á heiðar og fjöll í ýmsum veðrum og við
misjafnan útbúnað. Hann var foringi þessarar farar.
Með honum var sendur tólf ára drengur, sonur Stein-
gríms bónda í Hvammi, Ingvar að nafni. Ingvar litli
var að sjálfsögðu óreyndur með öllu og hafði hvorki
verið sendur í erfiðar fjallaferðir né lent í stórræðum
um ævina.
Það skal strax tekið fram, að Ingvar litli var í hlýj-
um og góðum fatnaði, meðal annars í tveimur ullar-
nærskyrtum og allur annar fatnaður hans úr ull, að
undantekinni milliskyrtu, sem var úr lérefti. Á fótum
sér hafði hann sauðskinnsskó innan undir stígvélum, en
hlífðarföt eða vatnsflík hafði hann enga. Guðmundur
hafði heldur ekki hlífðarföt í þessari ógæfuför.
Ekki segir af för þeirra félaga til Auðkúluréttar né
réttarhaldi þar, annað en það að fátt var af vatnsdælsku
stóði í réttinni, aðeins þrjú tryppi. Hugðu þeir félagar
Agust Jónsson, bóndi á Hofi. Hann hefur um áratuga skeið
verið gangnaforingi Vatnsdeela og reynzt i því starfi hinn
traustasti i hvivetna.
52 Heima er bezt