Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 23
þeir hafi farið hamförum. Ingimundur gerði vel við Finnana og fóru þeir strax •heim til sín aftur. Ins'imundur sat nú að búi sínu, en nokkru síðar hitti D .... hann konung, og lýsti fyrir honum þeirri ætlun sinni, að fara til íslands og nema þar land og sannreyna spá- dóm völvunnar um gripinn fagra. Ingimundur bjó svo skip sitt til íslandsferðar og fékk góða útivist. Komu þeir að landi í Borgarfirði í Leiru- vogi. Ekki alllangt þar frá, er Grímur, fóstbróðir hans, hafði numið land. Grímur kemur strax til skips og býður Ingimundi, fóstbróður sínum, heim til sín, og segir honum velkomið land og fjárhlutur, ef hann vildi setjast hér að. Ingimundur þakkar boð hans og kvaðst mundu vera hjá honum í vetur, en segir það ákvörðun sína að leita þess héraðs til landnáms, er völvan hefði honum tilvísað. Sumarið eftir fór Ingimundur norður um heiðar í „landaleitun“. Síðla sumars var hann kominn í Víðidal með fólk sitt og farangur og gerði sér þar skála til vetursetu. Dvaldi hann þar um veturinn við fremur fátækleg kjör. En þegar voraði og snjó leysti úr hlíðum, hóf hann enn „landaleitu. Komu þeir þá í Vatnsdal. Og er þeir litu inn í dalinn, sagði lngimundur: „Sannast mun spá- in Finnanna, því að nú kenni ég landslag að frásögn þeirra, að hér mun oss að vísað, og vænkast nú mjög. Ég sé nú land að víðleika með vexti, og ef þar fylgja kostir, þá má vera að hér sé vel byggjanda.“ Þegar inn kom í dalinn, mælti Vigdís, kona Ingi- mundar: „Hér mun ég eiga dvöl nokkra, því að ég kenni mér sóttar.“ Þar fæddi Vigdís meybarn. Var stúlkan nefnd Þórdís og holtið Þórdísarholt. Síðan var haldið lengra inn í dalinn. Voru þar lands- kostir góðir að „grösum og skógum“. Var fagurt um að litast. Lyfti þá mjög brúnum manna. Nam Ingi- mundur þar mikið land eins og frá greinir í Vatnsdæla sögu. Hann kaus sér sjálfur bústað í hvammi einum mjög fögrum austan ár og nefndi að Hofi. Er hann gróf þar fyrir öndvegissúlum, fann hann gripinn góða, og rættist þannig spádómur völvunnar. Ingimundur landnámsmaður að Hofi í Vatnsdal, sem oft er nefndur heiðursnafninu Ingimundur hinn gamli, er einn ágætasti landnámsmaður, sem land nam á ís- landi. Voru afkomendur hans miklir úrvalsmenn, bæði að hreysti og manngöfgi. Sonarsonur Ingimundar, Ingólfur Þorsteinsson hinn fagri, er talinn verið hafa einn af glæsilegustu ungum mönnum þeirrar aldar. — Um hann var þetta kveðið: „Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga, þær, er vaxnar voru. Vesöl kvaðzk hún æ til lítil.“ Þessi vísa er öllum unglingum auðskilin, nema síðasta hendingin. En vísan er þannig skýrð í útgáfu að Vatns- dælu: Stóð í Vatnsdalsrétt. „Allar meyjar vildu ganga með Ingólfi, þær er vaxn- ar voru. Sú sem var of lítil (ekki fullvaxin) kvað jafn- an vesælt hlutskipti sitt.“ Mega Húnvetningar vel við una, að eiga þetta glæsi- menni í tölu forfeðra sinna. Þessi vísa um Ingólf er ekki lengri í Vatnsdæla sögu, en í Hallfreðar sögu er hún þannig: „Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga, þær er vaxnar voru. Vesöl kvask æ til lítil. „Eg skal og,“ kvað kerling, „með Ingólfi ganga, meðan mér tvær of tolla tennur í efra gómi“.“ í Hallfreðar sögu er þetta líka meðal annars um Ingólf sagt: „Þorsteinn Ingimundarson var þá höfðingi í Vatns- dal. Hann bjó að Hofi og þótti mestur maður þar í sveitum. Hann var vinsæll og mannheillamaður mikill. Ingólfur og Guðbrandur voru synir hans. Ingólfur var vænstur maður norðanlands. Til haust-boðs var efnt í Grímstungu og knattleiks. Ingólfur kom til leiks og margt manna með honum neðan úr dalnum. Veður var gott og sátu konur úti og horfðu á leikinn. Valgerður Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.