Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 24
Óttarsdóttir sat upp í brekkuna frá og konur hjá henni.
Ingólfur var að leiknum, og fló knötturinn upp þangað.
\ algerður tók knöttinn og lét hann koma undir skikkju
sína og bað þann sækja, er kastað hafði. Ingólfur hafði
kastað. Hann bað þá leika, en hann settist niður hjá
Valgerði og talaði við hana allan þann dag.
Ekki er sagan margorð, en vel lýsir hún því sem
þarna gerist. Valgerður er sem allar hinar hrifin af
Ingólfi og hún eygir þarna tækifæri til að vekja at-
hygli Ingólfs á sér. Sjaldan þarf að kenna konum ráð,
ef þeim geðjast vel að einhverjum manni.
Seinna í sögunni segir: „Síðan vandi Ingólfur kom-
ur sínar í Grímstungu til tals við Valgerði.“
Ut af þessum „viðtölumíl urðu deilur og átök milli
sveitarhöfðingja, er voru ættmenn beggja, en Valgerður
hafði haft sitt mál fram að fá Ingólf hinn fagra að
einkavin. Knötturinn, sem fló að fótum hennar, gaf
henni gullið tækifæri.
Ég sagði í upphafi að bezt myndi ég Vatnsdalinn og
fegurð hans eins og hann kom mér fyrir sjónir í fyrsta
skipti, en í tvö önnur skipti síðar man ég þó dalinn vel.
I annað skiptið var það að haustlagi í björtu og fögru
veðri. Ég kom í Vatnsdalinn snemma morguns daginn
sem stóðréttin skyldi vera. Er mér það ógleymanlegt,
er verið var að reka stóðið að réttinni. Mörg hundruð
Landnámsjörðin Hof í Vatnsdal.
hrossa voru á víð og dreif um dalinn aðallega á bökk-
unum niður við ána. Nú kom hreyfing á stóðið. Fjöldi
ríðandi manna á háreistum gæðingum þeysti í kringum
stóðið og keyrði það saman á leið til réttarinnar. Stóð-
ið var óþjált í rekstri og spretthart, ef eitthvert tripp-
ið sa sér færi á að sleppa út úr hópnum. En réttamenn-
irnir eru ekkert lamb að leika sér við. Þessi fríði hópur
verður að lata að vilja þeirra og eftir lítinn tíma er
allt stóðið innilokað í réttinni og réttamenn farnir að
draga í dilka eftir mörkum, lit og auðkennum. Hinu
frjálsa fjallalífi stóðsins er lokið á þessu hausti.
I hitt skiptið var ég á ferð í Vatnsdal á fögrum
ágústdegi með glöðu samferðafólki í stórum langferða-
bíl. Þetta var um verzlunarmannahelgina og inni í Ás-
brekku var skemmtisamkoma. Við í langferðabílnum
ókum þangað inn eftir til að njóta fegurðar dalsins og
útsýnis frá Ási. Ferðaáætlun okkar var þannig að við
máttum ekki dvelja þarna lengi og ókum því aftur nið-
ur dalinn í þann mund er hátíðagestir voru að streyma
að neðan dalinn. Þetta var sumarið 1937, og var þá enn
þá í tízku að koma ríðandi á mannamót í sveitum. Vart
getur fegurri sjón en þá, að sjá vel búið æskufólk á
fótfráum, háreistum gæðingum þeysa eftir mjúkum
moldargötum meðfram hlíðum í fögrum fjalladal.
Einar Benediktsson lýsir þessu vel í hinu gullfagra
kvæði sínu Fákar. Hann segir svo:
„Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi,
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.“
Mér er enn glöggt í minni þetta fagra miðsumars-
kvöld, er við ókum niður Vatnsdalinn, hægt og rólega,
móti ríðandi, lífsglöðu fólki, sem var á leið upp dalinn.
Út um opnar bílrúðurnar var veifað og kallað og vel
undir gleðihrópin tekið af reiðfólkinu. Veit ég það, að
margir í bílnum hefðu viljað skipta á mjúku sæti í bíln-
um og bráðvökrum eða töltgengum, háreistum gæð-
ingi. Ekki veit ég hvort það er rétt hjá mér, en ekki
man ég eftir því, að ég hafi nokkurn tíma séð á sama
kvöldi jafnmargar fallegar stúlkur á fríðum fáki, og
þetta sumarkvöld í Vatnsdalnum. Vafalaust hefur eitt-
hvað af þessum fríðu sveinum og fögru meyjum átt í
forfeðratali sínu Ingólf hinn fagra, sonarson goðans
göfuga á Hofi í Vatnsdal.
Stefán Jónsson.
KOSTAKJÖR
Ársritið „Hlín“ hefur á boðstólum eldri árganga með
gjafverði. Kassi, sem hefur inni að halda 8 (átta) minni
kassa með 13 (þrettán) árgöngum hver, selst fyrir kr.
150.00, sendir hvert á land sem er að kostnaðarlausu.
Gerið svo vel að senda pantanir annað hvort til rit-
stjórans, Halldóru Bjarnadóttur, Blönduósi, eða í Prent-
verk Odds Björnssonar h.f., Hafnarstræti 88, Akureyri.
60 Heima er bezt