Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 33
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH 1 LLAN
Arthur Hailey: Hinzta sjúkdómsgreiningin. Hersteinn
Pálsson þýddi. Akureyri 1961. Bókaforlag O. Bj.
I.æknabækur hafa nú um skeið verið vinsa-1 lesning, enda hefur
mörgum rithöfundi tekizt þar að opna sýn inn í heima mann-
lífsins skýrar og eftirminnilegar en almennt gerist. Það er eins
og baráttan milli lífs og dauða innan sjúkrahúsveggjanna geri
menn næmari og sú unigerð söguefnis létti höfundunum að ná
til hjartna lesendanna. Hinzta sjúkdómsgreiningin er i röð hinna
fremstu sagna í þessari grein, enda hefur hún hlotið geysivin-
sældir erlendis. Það, sem gerir hana svo vænlega til lestrar, eru
hin fjölþættu viðfangsefni hennar, og hversu kunnáttusamlega
þau eru leidd fram á sjónarsviðið. Hún fjallar ekki einungis
urn hið daglega líf og starf innan sjúkrahúsveggjanna með sigrum
þeirra og ósigrum, heldur eru það einnig hin persónulegu við-
fangsefni sögufólksins, sent skapa spennuna. Eftirminnilegust
verður þó barátta læknanna tveggja, eða nýja tímans og hins
gamla. Og lokaorð gamla læknisins, þegar hann hefur loks beygt
sig fyrir ósigri sínum og kveður eftirmann sinn, er hinn eilífi
sannleikur og síendurtekna harmsaga alls þorra manna í bar-
áttunni við lífið og tímann. í stuttu máli sagt: skemmtileg saga
og lærdómsrík.
Mika Valtari: Förusveinninn. Björn O. Bjömsson þýddi.
Akureyri 1961. Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Þetta er fyrra bindi hinnar miklu skáldsögu Mikael Hakim.
Gerist hún á miðöldum, og er sögusviðið einkuin Algeirsborg og
Mikligarður. Kennir þar margra grasa og lesandinn er leiddur
inn í marga furðuheima, allt frá galeiðum sjóræningja og til
kvennabúrs soldánsins í Miklagarði. Þekking höfundar á mið-
öldum, menningu þeirra og sögu, er víðfræg, og út af fyrir sig
gefur hún sögum hans gildi, en þar við bætast svo miklir við-
burðir, oft ótrúlegir en alltaf spennandi, svo að lesandinn verður
milli vonar og ótta. Þeir, sem unna litauðgum frásögnum, munu
njóta þessarar bókar, þótt stundum séu þær nokkuð hroðalegar,
eins og lífið sjálft var á þeim umbrotatímum, sem hún segir frá.
Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda.
Akureyri 1961. Kvöldvökuútgáfan.
Hann er ekki lítill hluturinn, sem konur hafa lagt til íslenzkrar
menningar á liðnum öldum, þótt oft hafi verið furðuhljótt um
hann. Enginn fær sagt um, hversu mikinn þátt konur hafa átt f
því, að varðveita íslenzka sagnalist og geyma forn fræði, en vist
er um það, að hann er stór. Það er því þarft verk og skylt, að
draga fram í dagsljósið skáldkonur liðins tíma og kynna þær al-
þjóð. I þessu bindi er rætt um skáldkonur fornaldar og fram undir
siðaskipti. En í raun rétri er komið miklu víðar við en skáldkon-
urnar einar. Nær sanni er að segja, að ritið fjalli um menntakonur
þessara alda. Höfundur leiðir lesandann inn í dyngjur fyrirkvenna,
baðstofur alþýðukvenna og í klausturklefa og málstofur á nunnu-
klaustrunum tveimur og í kofa einsetukvenna, sem helguðu líf
sitt helgum fræðum og lærdómi. En bakgrunnurinn er kvenþjóðin
öll, ljóðclsk og listhneigð, unnandi sögum og kvæðunt, án stétta-
munar eða stöðu. Frásögnin er skýr og listræn og fellur vel að efn-
inu, sem í senn er fróðlegt og hugðnæmt. Frágangur bókarinnar er
með ágætum. Og ég hlakka til að lesa framhaldið, þegar nær dreg-
ur nútímanum.
Kristmundur Bjamason: Þorsteinn á Skipalóni.
Akureyri 1961. Menningarsjóður.
Einn af merkilegustu mönnum norðanlands og þótt víðar sé
leitað á 19. öld var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni, forystumaður
í sjávarútvegi, búskap, skipa- og húsasmíði, og þar að auki svo
sérkennilegur persónuleiki, að fáir munu hafa verið honum líkir.
Yfir minningu hans var mjög tekið að fymast og fáum ljóst, hví-
líkt átak hann hafði gert á sinni tíð til viðreisnar íslenzkum at-
vinnuvegum. En nú hefur Kristmundur Bjarnason gert minningu
hans verðug skil með tveggja binda riti, er Menningarsjóður gefur
út í félagi við Landssamband iðnaðarmanna. Er útgáfan vönduð
og efninu samboðin. En höfundur gerir meira en rekja lífssögu
Danielsens. 1 fyrsta hluta bókarinnar er lýst atvinnuháttum,
menningu og hag fólksins við Eyjafjörð og raunar víðar komið við
á seinna hluta 18. aldar og i byrjun þeirrar 19., og svo er það
raunar alla bókina út, að hún er öðrum þræði atvinnu- og menn-
ingarsaga héraðsins. Er þar viðað að geysimiklu og margvíslegu
efni, og liggur þar feiknavinna að baki, og margt er dregið fram
í dagsljósið, sem Iítt hefur verið kunnugt áður. Er þar dregin upp
merkileg mynd af menningarlífi við Eyjafjörð í byrjun 19. aldar
og raunar sýnt fram á með óbrigðulum rökum, að þar var þá ó-
venjulegt mannval, einkum í Hörgár og Öxnadal. Hefur slíku
verið lítt á loft haldið fyrr, og megum vér Eyfirðingar vera höf-
undi þakklátir fyrir, svo og allt það sæmdartak, sem hann hefur
tekið sögu héraðsins. Þá er getið ættar og forfeðra Danielsens og
konu hans, og fær lesandinn þar glöggva sýn yfir af hvaða meiði
þessi kynjakvistur var sprottinn. Mest og bezt er þó lífssaga Dani-
elsens sjálfs og þeirra hjóna beggja. Hún er rituð af næmum skiln-
ingi á skaphöfn og viðhorfum söguhetjunnar og því umhverfi, er
hann lifði f. Höfundur ber þá virðingu og þann hlýhug til sögu-
hetju sinnar, sem nauðsynlegt er, til að gera góða ævisögu, sem
sé meira en kaldhamraðar staðreyndir, en lætur þó hvergi blindast
af ofmati á persónum sínum. Hann sér galla Danielsens ekki síður
en kostina, margþætta skaphöfn hans, hugsjónagnótt, atbafnasemi,
höfðingsskap og góðvild annars vegar en á hinn bóginn oft ósann-
girni, ofsa og sntámunasemi. Hefur Kristmundi tekizt með ágætum
að kynna þennan merkilega mann, svo að báðir vaxa af, söguhetj-
an og sagnaritarinn. Hefur Kristtnundur með ritinu haslað sér völl
meðal fremstu ævisagnaritara landsins, og munu menn fagna
hverju verki, sem frá honum kemur í þeim efnum, ef svo vel verð-
ur á haldið. Örfáar misfellur mætti þó be'nda á. Endurtekninga
verður vart, og betur hefði mátt draga saman efni almennu sög-
unnar. Á bls. 212 í lýsingu Lónsstofu er vísað til teikningar, sem
ekki er í bókinni, á bls. 189 stendur Möðruvallahrísla í stað Möðru-
fellshrísla. Þá hefur vísan alkunna „Þelamörk og Þjófahlíð'' venju-
lega verið eignuð Látra-Björgu, enda er hún í fullu samræmi við
héraðavísur hennar. Myndaval hefði mátt vera betra. — En allt
þetta eru smámunir, sem hverfa gjörsatnlega fyrir kostum bókar-
innar. St. Std.
Hcima er bezt 09