Heima er bezt - 01.02.1962, Page 34

Heima er bezt - 01.02.1962, Page 34
Barnagetraun Jæja, krakkar mínir. Nú er Villi aftur kominn á stúf- ana með nýja verðlaunagetraun handa ykkur, og að 'þessu sinni er getraunin eingöngu ætluð fyrir ykkur, yngri lesendur „Heima er bezt“. Fyrstu verðlaun í þess- ari skemmtilegu getraun eru öll sex bindi af Þjóðsög- um Jóns Árnasonar og sá sem verður svo heppinn að hreppa verðlaunin hefur eignazt heila nántu af þjóðleg- um fróðleik og skemmtilegu lesefni. í þessu vinsæla þjóðsagnasafni eru ótal ævintýr, draugasögur, huldu- fólkssögur, útilegumannasögur, galdrasögur og galdra- rúnir, svo nokkuð sé nefnt, og ef vel ætti að vera, þyrftu þjóðsögurnar að vera tiltækar á hverju íslenzku heimili. Verðmæti þessara glæsilegu 1. verðlauna er kr. 1980.00. Þá verða auk þess veitt 10 aukaverðlaun, og eru það allt úrvals barna- og unglingabækur. Hér að neðan sjáið þið hann Villa, kunningja ykkar, sem er nú heldur en ekki hróðugur með sig, því nú er hann búinn að læra fjögur kvæði utanbókar, sem hann heldur að þið kunnið ekki. Á stóra spjaldinu sem Villi stendur hjá er letruð ein vísa úr hverju þessara fjögurra kvæða, og nú skuluð þið sýna Villa að þið eruð engir eftirbátar hans, með því að segja til um eftir hvaða höfunda vísurnar eru og úr hvaða kvæðum þær eru teknar. Villi er að rembast við að læra fleiri kvæði, og í næsta blaði verða birtar nokkrar vísur til viðbótar, en þar með lýkur getrauninni að þessu sinni. Við segj- um ykkur nánar í næsta blaði hvernig þið eigið að senda svörin.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.