Heima er bezt - 01.07.1962, Síða 4

Heima er bezt - 01.07.1962, Síða 4
GISLI JONSSON: Valinn maáur í nverju rúmi Spjallað við Jón Benediktsson prent- ara eftir 50 ára starf í P.O.B. ér hefur verið sýndur ýmiss sómi á starfsaf- mælinu, og þarna sé ég gullúrið frá Prentverk- inu. — Já, ég fékk fyrst tvo dýrgripi, svissneskt gull og íslenzkt þjóðarstál, og á ég þar við afmælisljóð Jakobs Ó. Péturssonar, það er bráðsnjallt, svo fékk ég hið litríka og meitlaða mál skáldsins frá Djúpalæk og myndina ágætu frá Sveini Björnssyni listmálara. Það er hneyksli, að sá maður skuli aldrei hafa komizt á lista- mannalaun. Þar að auki hef ég fengið blóm og skeyti, traust handtök og hlýjar hugsanir. Og nú hefði verið gaman, Gísli minn, að bregða sér til Ameríku og vinna þar næstu fimmtíu árin. Til Kaliforníu, ha! — Og því þá þangað? — Er ekki ákaflega heitt og gott þar, og þykir mönn- um ekki gott að vera þar? Annars er ég bara að-gera að gamni mínu við þig. Ég gæti ekki hugsað mér að eiga heima og starfa annars staðar en á lslandi, og ekki vil ég skipta um húsbændur. — Svo að við víkjum þá að ætt þinni og uppruna? 224 Heima er bezt — Ég er fæddur í Hjaltadal í Illugastaðasókn í Fnjóskadal, en sá bær er nú í eyði. Móðir mín var Krist- ín Kristjánsdóttir, og ólst hún upp í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu, en faðir minn hét Benedikt Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóskadal, bróðir Helgu, móður Sigurðar búnaðarmálastjóra, Friðriku á Urðum og þeirra systkina. Við vorum ung systkinin, innan við fermingu, er við fluttumst til Akureyrar. Þar ólumst við upp í iitlum kofa, sem byggður var í landi Sigurðar Sigurðs- sonar, því að faðir minn kom hingað og var hér á hans vegum. — Manstu að segja mér eitthvað frá þessum fyrstu Akureyrarárum? — Það væri þá helzt frá konungskomunni 1907. Þá fór faðir minn með okkur eldri krakkana út í bæinn, en úti á Oddeyri var samkoman, konungsmóttakan, og í því sambandi kynntist ég í fyrsta sinn Jakob Kristjáns- syni, sem síðar varð vinnufélagi minn. Hann tók þátt í íþróttum, keppti í stangarstökki, og annar úr prent- smiðjunni, Arngrímur Ólafsson listmálari, feikilega

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.